sunnudagur, 30. desember 2007

Brjálaða veður!

Það er bara brjálað veður! Nema á Laugum. Hérna er bara smá vindur í gangi. Það ríkir nefnilega svo mikil veðursæld hérna, jájá. Man einhvern tíman þegar ég var í Litlu-Laugaskóla þá var öllum skólum í sveitunum í kring aflýst vegna veðurs em hérna á Laugum var blankalogn og skólastarf hélst óbreytt.

Ég ætlaði nú samt að vera komin suður núna. Skiptir samt litlu hvort ég fari í dag eða á morgun. Flugið mitt er í athugun kl. 6:45 í fyrramálið. Það finnst mér reyndar svakalegur tími. Þýðir að ég þarf að leggja af stað héðan upp úr 5 (ef við miðum við að vera komin hálftíma fyrir fyrirhugaðan brottfarartíma).

Það er hinsvegar soldið eins og hvirfilbylur geysi hérna á heimilinu, enda erum við núna búin að vera 7 manna fjölskylda í 3 daga. Mikið stuð í gangi ;o)

Og af því ég er föst hérna næ ég að fá buffalo wings a la pabbi í kveldmat :oÞ Það er alveg hrottalega gott!

Ætti kannski líka að pakka í kveld :o)

Von + hræðsla = lífið

Ég er hrædd núna. Nokkrir hlutir í gangi sem hræða mig. Finnst það pínu óþægilegt, en sumt af því er líka mjög spennandi og skemmtilegt. Veit að það á allt eftir að fara vel. Þetta er bara lífið að minna aðeins á sig. Það fer allt á besta veg. Ég bara veit það. Ég vona það!

Ég nenni ekki neinu núna. Nenni ekki að vera í fríi. Nenni ekki að byrja aftur í skólanum. Nenni ekki að undirbúa mig undir inntökupróf. Mun samt gera þetta allt. Ég geri lang oftast allt sem ég þarf að gera...nema stundum.

Það er margt sem mig langar núna. Sumt af því er það sem er að hræða mig. Sumu af því nenni ég ekki þó mig langi. Það er líka skrítið að vera farin eða vera á leiðinni að gera það sem MIG langar að gera. Það hefur vantað það í suma hluta af lífi mínu hingað til.

Er svo mikið að passa mig við að raða öllum púslunum rétt núna. Kannski að passa mig of mikið? Ég er bara svo voðalega forvitin að sjá hver heildarmyndin verður því kassinn með myndinni utan á er týndur. Ég verð því bara að ímynda mér hvernig púslið lítur út í raun og veru. Þetta er allavega litrík mynd.

Það er skrítið að upplifa svona sterka von og mikla hræðslu bæði í einu. Það er eins og það sé rafmögnuð kúla í sálinni sem sendir við og við strauma út í allar æðar líkamans. Best er þó þegar vonin vinnur því þá skjótast milljón volt út í alla útlimi líkamans og út um fingur, tær og hnakka og skjóta manni upp í loftið og maður hringsnýst á ógnarhraða út um allt þangað til maður svífur létt til jarðar sem tekur manni opnum örmum og maður lendir í mjúkum faðmi hennar.

Skemmtilegt hvað þetta á við ALLT! - ást, markmið, vinnu, kynlíf, vináttu, fjölskyldu, mat, skwmmtun og margt fleira. Í öllu þessu leitumst við eftir því að fá vissa fullnægju.

Og þetta er í allavega annað sinn í þessum mánuði sem ég lendi í einhverri væminni hunangsleðju...er að verða svo væmin...er ekki búin að ákveða hvort mér líki við það eða ekki...

Og nýtt mer sett í fjölda blogga í einum mánuði! Skúbbidí!

Er farin að sofa og/eða bíða eftir því að síminn gefi frá sér hljóð!

þriðjudagur, 25. desember 2007

Gleðileg Jólin!!!!

Góð jól og allt það en áður en ég fer í allt það dæmi verð ég að segja eina sögu meðan ég man eftir því:

Ég var bara rétt í þessu að koma af Facebook og þar rak ég augun í soldið á news-feedinu:

Helga Ragnarsdóttir Compared friends.
In her network, people have voted Jenný, Hanna, Jóna, and Zoe as best mother (potential).

WTF!! Fékk nett hjartaáfall! Voða fínt að fólk hafi trú á manni og allt það en visst sjokk sem fylgir þessu sérstaklega þegar maður er svona óralangt frá því að einu sinni hugsa um þetta!

Komst reyndar að því í gær þegar ég var að tala við Völu vinkonu í síman að ég ætti mögulega aldrei eftir að upplifa jól án barna. Yngsti bróðir minn er eins árs og jólagleðin verður örugglega gífurleg næstu 10 árin amk hjá honum og mun ég líkast til eyða jólunum alltaf með þeirri fjölskyldu minni...og eftir 10 ár er alveg líklegt að maður verði kominn með einn krakkalakka.................................!


Alltof mikið af börnum í þessu bloggi en ég ætlaði að skrifa meira um jólin en það verður bara að koma seinna því við erum að fara að tína til afgangana góðu á borðið :o)

Og allir í náttfötum frá Joe Boxer ;o)

sunnudagur, 23. desember 2007

Gusgus ekki að halda sér!

Fór í Sjallan á Gusgus í kveld...borgaði fucking 2500 kr. fyrir sem er rán en maður sætti sig við það hérna á norðurhjara veraldar! Það hefði svosem verið í lagi ef þau hefðu drullast til að spila eitthvað!!!!

Kvikindin mættu ekki á svið fyrr en rétt fyrir 3 og við erum að tala um að það er bara opið til 4¨!!!!! Enda hættu þau að spila 10 mín. í 4¨!!!!!! Þetta er ekkert nema glæpastarfsemi og hananú!

Hefði átt að fara á Túpílakana á Húsavík!!!

En ég hitti þó Guffu og Fanney vinkonu...!

Og mikið ósköp fer maður að finna á sér við að vera í bíl í hálftíma!!

Vildi óska að nokkrar manneskjur hefðu verið hérna í kveld...

Og mikið er fólk hérna fyrir norðan lágvaxið....og slatti af vitleysingum!

Gaman að þessu...hef ekki hlegið svona mikið lengi

og hvað er málið með Sjallann?

En það verður náttúrulega að taka með í reikninginn að það er 18 ára þarna inn...enda voða mikið af krökkum þarna...mér leið eiginlega eins og ég væri bara gömul bytta...eða næstum því....allavega gömul...skrítið

enda byrjaði ég að djamma á Sjallanum þegar ég var 15 ára gömul....það er bara glæpur! Hef það mér til varnar að ég var ekki byrjuð að drekka þá...en skýrir kannski út margt sem ég varð vitni að í kveld.

Góða nótt!

laugardagur, 22. desember 2007

Frekar langt blogg sem er mikill vellingur!

Það er skrítið að vera hérna á Laugum aftur í meira en nokkra daga. Hef bara haft tíma til að kíkja í mesta lagi 5 daga seinustu árin og var búin að gleyma hvað það er ekkert að gera hérna. Núna er líka enn minna að gera hérna því það er ekkert Laugasel/Laugabær og flestir vinir mínir sem bjuggu í nágrenninu eru fyrir sunnan eða í útlöndum...eða bara einhversstaðar annars staðar á landinu.

Hlakkaði til að koma hingað og bara vera að lesa og kannski klára að læra lög og texta fyrir 7. stigið en ég er svo fáranlega eirðarlaus að ég hef ekki upplifað annað eins í háa herrans!

Það er heimskulegt að vera eirðarlaus...Það er heimskulegt að vera vakandi klukkan 20 mín. yfir 5 um nótt...það er heimskulegt að vera eirðarlaus og vakandi kl. 20 mín. yfir 5 um nótt.

Þannig ég ætla að bulla aðeins á blogginu mínu til að stytta mér stundir.

Er búin að liggja uppi í rúmi síðan á miðnætti og skoða flestallar íslensku hljómsveitirnar á myspace sem mig langaði að tékka á. Fann margt gott og annað ekki eins gott. Fannst VilHelm eiginlega bestur. Elska teateríska og karnivalíska tregafulla tónlist. Svo uppgötvaði ég líka Klassart fyrir alvöru. Þau ödduðu mér fyrir löngu síðan en ég hafði ekki tíma til að tékka alminnilega á þeim. En svo urðu þau á vissan hátt á vegi mínum aftur nýlega og ég ákvað að sjá hvernig þetta væri og finnst þau bara mega góð. Eru allavega ekki að gera bara eins og allir aðrir.

Fann það einmitt út á þessum rúnti mínum að sumar nýjar hljómsveitir eru eiginlega bara að apa eftir eldri hljómsveitum. Alveg fínt stöff en það er bara visst mikið af þessu væli sem maður þolir. Já þetta var flest allt í vælugeiranum...samt ekki strákabandavælageiranum...LÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖNGU komið nóg af því!

Athugaði líka hljómsveit sem heitir Rökkurró og það er rosa sæt sveit. Finnst gaman að þau syngi á íslensku og það passar merkilegt nokk vel við lögin. Oft passar íslenska ekki við lög (nefni Hara-systurnar sem dæmi) en hún sómir sér vel í þessum lögum.

MSN er erfið leið til að tjá sig...og SMS líka. Ég hrúga alltaf inn brosköllum, upphrópunum og punktum svo fólk nái tóninum í því sem ég er að rita en það kemst ekki alltaf til skila...svo skilur fólk líka þessi merki og kalla á mismunandi vegu. Er að reyna að venja mig á að hringja frekar en að senda SMS, en ég er forfallinn essemmessari...og emmessennari ef út í það er farið. Svo hentugt því maður truflar fólk eiginlega ekkert með því að senda því skilaboð og svo er alltaf hægt að taka sinn tíma í að svara...en það er eini ókosturinn við að tala í síma eða face to face...fólk bara fríkar út ef það koma þagnir!

Sjálfri finnst mér þögn ekkert svo erfið...eiginlega bara notalegt að þegja soldið inn á milli. Hún getur náttúrulega verið erfið á vitlausum augnablikum...en að þegja svona inn á milli umræðuefna er bara fínt. Hitt stressar mig of mikið....hugsa bara "shit þetta umræðuefni er að verða uppurið!! Hvað í fjandanum er hægt að tala um þá???"

Ég þegi líka alltaf ef ég er að kynnast fólki í hóp. Ef einhver talar samt við mig one-on-one þá er þetta ekkert vandamál! En ef ég er innan um hóp af fólki sem ég þekki misvel þá kýs ég að þegja en fylgist þeim mun betur með!

Komst að því í kveld að ég er orðin Starari. Við Fanney vorum að snæða á Búllunni á Ak. og þar er fjölskylda greinilega búin að mæla sér mót. Þegar meirihlutinn af fjölskyldunni kemur inn fara þau beint að manninum sem var einn að bíða eftir þeim og hrúgast öll utan um hann. Það var svo mikill kærleikur fólginn í þessu að ég hélt áfram að fylgjast með þeim. Það var svo gaman. Og þegar Fanney sagði "You're staring!" þá fór ég að hugsa út í þetta og komst að því að ég er farin að gera mikið af því að fylgjast mislaumulega með fólki...Kenni einmanalegum kaffihúsabiðum alfarið um þetta.

Og ég sem hef aldrei þolað hvað fólk starir á annað fólk!

Þessa dagana er ég svefnlaus, eirðarlaus, hamingjusöm og skíthrædd! Ein tilfinning kom fyrst og leiddi af sér aðra tilfinningu sem leiddi svo af sér þá þriðju sem leiddi af sér eina tilfinningu í viðbót...er ekki viss um hver af þeim kom fyrst. Verður maður hamingjusamur af svefnleysi og svo skíthræddur við það sem endar í eirðarleysi? Eða verður maður eirðarlaus af hamingju sem leiðir af sér ótta sem er fylgt fast á eftir með svefnleysi? Stundum er ein tilfinning ráðandi en svo hellast þær stundum allar yfir mig í einu eins og foss. Tilfinningastríð eru stórskemmtileg, maður lærir svo margt :o)

Lék mér við Benna bróður heillengi hjá ömmu í dag. Höfum aldrei leikið okkur svona mikið saman. Fórum út og allt. Það var ótrúlega gaman og helst hefði ég bara viljað skrópa í leikhúsið og halda áfram að leika við hann :o) En ég fór heim að skipta um föt og undirstrika andlitsfallið og þar var Þói sprækur og var allt í einu til í að leika við mig þó að pabbi væri heima, en hann er mikill pabba-og mömmustrákur og vill hvergi annars staðar vera en í fanginu á þeim ef þau eru nálægt. En nei nú var hann til í að leika sér! Þannig það tók aðeins lengri tíma að taka mig til :o) Svo vildi hann bara fara með mér þegar ég var að fara.

Og þess vegna er ég að drepast úr væmni í kveld.

fimmtudagur, 20. desember 2007

Svefnleysi og hamingja

Góður dagur í dag...byrjaði reyndar ekkert alltof vel þar sem ég þurfti að VAKNA...en eftir það varð allt betra og betra.

Svaf óþarflega stutt í nótt miðað við það að ég er í jólafríi...oftast erum við að tala um 10 tíma þá en ég held ég hafi bara náð rúmum 5 í nótt, enda var fjölskylduferð inn á Ak. þar sem ég fékk Nings sem var ekki gott og keypti mér meira hunangssjampó sem var aftur á móti gott. Svo er það bara kósíheitabað á eftir.

Er eiginlega bara nokkuð hamingjusöm. Búin að vera að leika fullt við litlu bræður mína tvo í dag sem er mjög skemmtilegt og svo var farið í spurningaleikinn góða við matarborðið. Það er að verða hefð sem á sér stað í næstum því hverjum matartíma. Leikurinn hafði nú þróast ögn síðan ég var hérna síðast þannig ég tapaði eiginlega þó ég vissi svörin því ég fór ekki eftir reglunum. En þessi leikur er smíð hans Benna bróður...hann er svo yndislega mikill njörður :o) Og Þói alger prakkari. Hann reyndar er alveg að mastera taktana við eldamennskuna. Þegar pabbi er að elda þá verður hann að fá að sjá hvað hann er að gera og fylgist grant með. Þegar hann er svo að leika sér í sínu eldhúsi þá fer hann eins að að öllu...meira segja hægt að biðja um smakk og alles! Stundum finnst mér soldið leiðinlegt að sjá þá ekki oftar.

Ætluðum til ömmu að baka sörur í kveld en það verður gert yfir daginn á morgun í staðinn. Svo eru það Óvitarnir með Fanney systur annað kveld og Stúfur á laugardaginn. Gæti jafnvel verið að maður kíki eitthvað um kveldið á Ak. Sé samt til...verð alltaf svo löt hérna :o)

Jæja, ætla að fara að lesa eða horfa á That 70's show eða eitthvað í þá áttina.

Mér er illt í maganum!

Er fyrir norðan og lítið að frétta...Óhóflegt át hafið nú þegar og alltof mikil tölvuleikjanotkun!

Ætla samt að reyna að fara út úr húsi a.m.k. einu sinni á dag...!

Fór .t.d. í sund í kveld og á morgun er ferð inn á Ak. með allri familíunni...sem betur fer erum við á 2 bílum...þetta er svo stór fjölskylda að hún passar ekki í einn bíl ;o) Og þann 28. des. verðum við fleiri...þá kemur Magnús bróðir líka norður!

Sem betur fer er restin af systkinunum komin með sína eigin fjölskyldu og þau halda sig bara heima hjá sér!

En ætla að reyna að finna eitthvað á netinu núna til að horfa á/sofna yfir.

Jólin eru ein stór sukkhátíð!

mánudagur, 17. desember 2007

Plankastrekkjari

Pabbi gamli bara kominn á netið...nema hann er ekkert svo gamall akkúrat þarna.

föstudagur, 14. desember 2007

Djöfullinn og dádýrið

Er það nú lifnaður á manni! Er í ofvirkniskasti ein heima að fara að éta pasta út pakka kl. 01 og er að pæla í að fara að þvo þvott! Jólin eru sko mætt á svæðið...eða þetta er svona týpískt pre-jóla-ástand...

Var að átta mig á að ég væri bara búin að borða eitt snickers og eina pylsu í dag...það er ekki nógu gott! Því leyfi ég mér að borða djöfulinn sjálfann - Pakkapasta með ostasósu!

Á nú ekki eftir að gera það margt áður en ég fer norður en mig langar svo að hafa allavega laugardaginn sem fríastann :o) Þá reynir maður að pakka þessu saman eitthvað fallega.

Verst bara hvað ég er strax búin að snúa sólarhringnum við!

Var á jólatónleikum í skólanum áðan og það var bara mjög gaman...besta atriði kveldsins var klárlega Babba-kvartettinn! Mér var sagt að syngja ekkert og ég var því ekki að syngja...ekki einu sinni í samsöngslögunum! Verð að vera ósyngjandi í 3 vikur...það er ótrúlega erfitt!
Byrjaði að syngja með í fyrsta samsöngnum og mundi svo bara í miðju lagi að ég mætti ekki að vera að syngja...pfffff!

Hvernig fer maður í gegnum heil jól án þess að syngja?

Jæja ætla að sinna matnum og þvottinum :o)

Jólin!

fimmtudagur, 13. desember 2007

Tannpínupúki?

Held ég verði bara að sætta mig við þessar hænur...fínt að hafa hænsnagarð á blogginu sínu og ekki amalegt að það séu þá rokkhænur sem segjast vera vinir mínir.

Jólatónleikar í skólanum í kveld. Ég ætlaði að syngja með Heiðrúnu en ég er orðin ömurleg. Verð núna að andskotast til að syngja ekki neitt næstu 3 vikur. Og kannski fá lyf sem virka. Helvítis húmbúkk!

Á eftir að gera alltof margt áður en ég fer norður! Tíminn hleypur á harðaspretti frá mér! Ég er líka rosalega utan við mig þessa dagana. Hef verið að gleyma dagbókinni minni mikið heima og að ég eigi hana yfir höfuð og það þýðir að ég man ekkert hvar ég á að vera hvenær.

Verð að muna eftir að fara til tannlæknis á morgun. Það hefur ekki verið litið upp í kjaftinn á mer síðan ég var 17 ára gömul. Veit að það er ekkert það gáfulegasta en það hefur allavega ekkert verið að bögga mig í tönnunum. Gott samt að fara og láta hreinsa þær alminnilega við og við. Kvíði samt svakalega fyrir!

Held ég fari núna og reyni að taka til í herberginu mínu. Það hefur eki litið svona svakalega út síðan ég flutti hingað!

miðvikudagur, 12. desember 2007

Er eiginlega bara orðlaus...

Hvað á maður að gera þegar þrjár hljómsveitir sem maður þekkir eru með lag í jólalagakeppni rúv? Bölvað vesen er þetta á ykkur! Endaði samt með því að ég kaus gamla góða Hraunið...svona fyrst maður er búin að gaula svona einu sinni með þeim í því lagi og allt það...sveik þar með frænda og góða vinkonu..það er vandlifað! Veit ég get kosið oftar en mér finnst það pínu kjánalegt....er ég ein um það? En hypjið ykkur inn á http://www.ruv.is/heim/vefir/poppland/jolalagakeppni/ og kjósið....t.d. Hraun eða Túpílaka eða H&H eða Hraun ;o)

Hálsinn í fýlu við mig eftir síðustu daga....söng í 12 lögum í Kjallaranum á sunnudeginum og í gær urðu þau allt í einu 13...þannig það gekk ekkert rosa vel á æfingu í morgun á Brúðkaupinu þannig ég ákvað bara að þegja...Tækla þetta jólafríinu. Svaf svo yfir mig í söngtíma :o/

Annars er bara margt að gerast hjá mér þessa dagana...allt mjög gott en soldið scary...en ég bara brosi :o)

Svo er ég búin að fresta norðurferðinni um einn dag og gæti kannski verið að ég seinki því um einn dag í viðbót...nenni ekki að vera að keyra norður daginn eftir djamm...sé til hvort ég fari í þetta partý á laugardaginn. En svo er skyldumæting bæði til Rósu og í jólapartý NFSR...maður getur ekki gerst félagsskítur þó svo maður sé ekki í stjórn ;o)

Alltaf skal þetta líf koma manni í opna skjöldu!

mánudagur, 10. desember 2007

Afsakið óreiðuna

Ákvað að gera tilraun til að breyta lúkkinu á þessu bloggi aðeins, skreyta það smá, en þegar ég var búin að velja mér útlit þá sá ég að ég þyrfti að breyta því og lagfæra það mikið til að það yrði eins og ég vildi hafa það. Ákvað því bara að halda mig við þetta svarta og fjólubláa þangað til ég nenni að vera að föndra við þetta. Verst bara að ég sat eftir með þessar ljótu hænur þarna...ef einhver veit hvernig ég get losnað við þær má sá hinn sami endilega láta mig vita!

Frábær helgi að baki. Jólahlaðborð með vinnunni á fimmtudeginum. Fórum á Fjörukránna. Það var soldið spes en mjög skemmtilegt. Vinguðumst við hóp af norðmönnum sem voru á næsta borði. Fórum svo auðvitað á Næsta og vorum leiðinlega liðið sem er ógeðslega lengi að hypja sig út þegar það er búið að loka!

Á föstudeginum var ég búin að gleyma að það væru tónleikar mað Hálfvitunum og Hvanndalsbræðrum og sagði því við Grjóna að ég skyldi taka vaktina hans það kvöld fyrir hann. Hann varð glaður og fór á tónleika. Ég bölvaði mér í hljóði.

Á laugardaginn var ég eiginlega að æfa allan daginn. Þreytti það þrekvirki að mæta á æfingu til Rósu kl. 11:00 þegar ég hafði verið að vinna til 5 um nóttina. Fór svo og keypti nokkrar jólagjafir. Var svo pínu föst og komst ekki á eina æfingu en náði að mæta seint á þriðju æfingu dagsins. Eftir það var haldið til Einars og Gunnu og borðaður dýrindis kjúklingur...át næstum tvær heilar bringur og fullt af meðlæti! Varð að yfirgefa veisluna fyrr en aðrir því við vinirnir vorum búin að lofa að hittast í tilefni af því að við hefðum endurheimt Völu. Byrjuðum á því að hittast hjá Helga og spiluðum Kana og ég rústaði Helga í Hæ Gosa 2x því hann bara varð að reyna að vinna mig í því...ég hef bara aldrei tapað í Hæ Gosa og ætla ekki að byrja á því núna. Svo var haldið niður í bæ sem var frekar hljóður svona í prófatíðinni. Ég fóðraði liðið á ostum og snakki á Næsta. Svo ráfuðum við eitthvað í leit að einhverjum stað að fara á og enduðum á að fara á Ellefuna en þar týndum við Vala Höllu og Helga. Það var voða lítið að gerast þar og því röltum við yfir Laugaveginn og tókum okkur stöðu í röðinni fyrir utan Kaffibarinn. Eftir að hafa beðið slatta og leyft fullt af fastagestum fara á undan þá trompaðist Vala við dyravörðinn og húðskammaði hann en viti menn þá hleypti hann okkur loksins inn. Þetta var eini staðurinn sem við fórum á þetta kveld sem var eitthvað af fólki á og eins og í den þegar við Vala vorum alltaf að djamma á Kaffibarnum þá byrjum við að blaðra við hina og þessa, en blöðruðum reyndar merkilega mikið við hvor aðra líka. Í lok kveldsins kom strákur til okkar þar sem við bíðum á barnum eftir afgreiðslu og býður okkur drykki og segir svo "mér var annars sagt að ég þyrfti bara að bjóða þér upp á kokteilsósu til að ná í þig." Og þetta er svo mikill einkahúmor sem aðeins svona 18 í heiminum skilja :oD En ég dó næstum úr hlátri og ákvað að næst þegar ég hitti Snorra að þakka fyrir mig. Pott þétt besta pikk öpp lína sem ég hef heyrt! Og þið haldið núna að ég sé eitthvað klikk...

Anyway þetta var stórskemmtilegt kveld en ég fékk að finna fyrir því daginn eftir. Verð afskaplega sjaldan þunn en það gerðist á sunnudeginum og var ég eiginlega hálftíma sein allan daginn. Ég og Rósa vorum löööööngu búnar að ákveða að fara í Kolaportið að grúska en þegar við loksins komum þangað var klukkan orðin alltof margt miðað við að við áttum eftir að taka okkur til fyrir Kjallarann um kveldið. Uppgötvuðum samt nýjan æðislegan bás. Fór heim og setti nýtt met í að taka mig til en ég var mætt með þeim fyrstu niður í kjallara. Prógrammið tókst vel miðað við æfingaleysi, allavega í mínu tilviki. Þeir sem misstu af geta séð þetta næsta þriðjudag. Þið voruð ótrúlega ódugleg við að mæta! Það voru bara 3 á mínum vegum sem mættu og það telst slæm mæting hjá ykkur masstíurnar mínar! Eftir dagskrána var aðeins kíkt á Ölstofuna og súpt aðeins á bjórnum...langt en skemmtilegt kveld ;o) "Ég ætla að fara... niðr'í bæ"

Var ekki að nenna að vakna um hádegisbilið en það marðist á endanum. Núna ligg ég og er að velta því fyrir mér hvort ég eigi að taka til í herberginu mínu en það eru föt út um allt. Það er nú líka eina draslið þannig lagað sem myndast í herberginu því það er bara ekki pláss fyrir þau öll í þessari einu kommóðu og eina skáp sem ég er með...þetta bara gubbast út úr þeim!

En þetta er orðið langt og leiðinlegt blogg sem er fullt af einkahúmor...

Túrílú

miðvikudagur, 5. desember 2007

Enn ein andvökunóttin

Þá er maður enn og aftur andvaka. Hefur reyndar ekki gerst frá því í sumar.

Requiem var æði. Byrjaði að skjálfa þegar kaflinn á undan Lacrimosa var að klárast því ég vissi alveg hvað var að koma. Kiknaði svo í hnjánum. Riðaði til lengi eftir á. Heppni hvað ég þurfti að keyra stutt.

Er búin að vera að njósna um allskonar fólk á netinu. Gamlir skólafélagar, fólk sem maður kannast við, fólk sem maður þekkir ekki baun. Gaman hvað fólk er atorkusamt og hugmyndaríkt.

Er orðin soldið stressuð yfir því að vera andvaka því ég þarf að vakna fyrir 8:00 í fyrramálið og mæta á Brúðkaup-Fígarós-æfingu...reyndar bara kóræfingu. Ætla líka ekki að syngja. Þarf að spara röddina fyrir kveldið. Var ráðlagt í dag að vera ekki að syngja á meðan ég væri svona slæm í hálsinum. Það verður athugað betur í söngtíma á morgun.

Er líka stressuð yfir því að vera ekki sofnuð því þá næ ég litlum svefni og þá bætist þreyta ofan á allt raddvesenið. Afhverju gat ég ekki bara ákveðið að verða eðlisfræðingur eða geimfari eða ávaxtabóndi? Þá hefði nú litlu skipt þótt ég gæti ekki sungið.

Annars finnst mér nú eiginlega bara mjög kósí að vera vakandi á næturnar. Svo mikil kyrrð yfir öllu, ekkert áreiti. Loftið eins og það sé aðeins hreinna, svalt og frískandi.

Akkúrat núna væri ég til í að það væri nótt snemma í ágúst. Þegar það verður ekki alveg dimmt, þegar himininn verður bara svona dimmblár. Það er komið smá haust í loftið og því byrjað að vera pínu svalara á næturnar. Döggin liggur létt yfir öllu og það er stjörnubjart. Að ég væri uppi í sveit og væri liggjandi uppi í heiði, heyrði ekki í neinu nema náttúrunni og fyndi fyrir rakanum á jörðinni við andlitið. Fullkomin hamingja!

Það er risa, uppblásinn jólasveinn með ljósi inni í á svölunum á neðri hæðinni og það eru rosa læti í honum. Hann malar allan sólarhringinn. Truflar soldið næturfriðinn sem ég var að sækjast eftir þegar ég opnaði gluggan áðan. Hann er samt voða sætur því það er eitthvað svo einlæglega barnslegt að setja risavaxinn jólasvein á litlu svalirnar sínar.

Held ég ætti að fara að sofa. Umferðin er líka farin að aukast. Fólk á leiðinni í vinnuna sína í bakaríinu, líkamsræktarstöðinni og hvar sem maður byrjar að vinna svona snemma. Svo eru kannski sumir á leiðinni á flugvöllinn í KEF að sækja einhvern sem er að koma frá útlöndum, eða til að fara til útlanda sjálfir.

Það er oft merkilega mikil umferð um Reykjavíkurflugvöll upp út miðnætti...upplifði það bæði í Kvisthaganum og í Garðastrætinu.

En nóg af vanilluhungangssullumbulli í bili!

þriðjudagur, 4. desember 2007

Er hvítlauksbragð af jólunum?

Bahhh...!

Röddin í meira messi í dag en seinustu daga. Þetta fer að verða þreytandi! Held ég verði að sleppa Sull'aria á morgun á seinni tónleikunum. Sé til á morgun hvernig söngtíminn fer í mig.

Er að fara á Mozart Requiem á eftir. Verður flutt á dánarstundu tónskáldsins. Í fyrra flutti ég þetta verk á sama tíma en núna ætla ég bara að njóta þess að hlusta á það. Hlakka mikið til enda finnst mér þetta eitthvað það fallegsta tónverk sem samið hefur verið. Kikna í hnjánum í Lacrimosa kaflanum.

Svo er Þetta mánaðarlega í Kjallaranum hjá Hugleik að bresta aftur á...verð ekkert að leika í þetta skiptið en syng alveg eins og óð...gleymi alltaf að ég sé fokkt í hálsinum. En allavega mun Hjárómur syngja þarna vel valin jólalög, bæði sér og í leikþætti. Svo ætlum við Rósa að syngja saman eitthvað skemmtilegt og svo erum við nokkrar að fara að syngja sem kirkjukór í öðrum leikþætti. Ætti að verða hin skemmtilegasta dagsrká og er voða kósý stemning á jóladagskrám Hugleiks þannig endilega mætið, annað hvort á sunnudag eða mánudag kl. 21:00 held ég alveg örugglega...kem svo með betra plögg þegar nær dregur.

Er farin að hlakka voða til að fara heim, norður, um jólin. Fer eftir bara 10 daga! Held líka að ég hafi ekki verið svona lengi í einu fyrir norðan frá því ég flutti suður. Það verður næs! Fann bragðið af hvítlaukssmurostinum hans pabba á tungunni á mér um daginn. Þá kom jólaandinn yfir mig :o)

Ætla að tékka á samlokunni sem ég er að grilla mér í kveldmat. Hún er voða girnó! Með mango-chutney, skinku, spínati, parmesanosti og camenbertosti :oÞ

Verði mér að góðu!

mánudagur, 3. desember 2007

You're like a stinky old cheese babe!

Hef komist að því að ég get klárað lítra af Sól-appelsínusafa á mjög stuttum tíma án þess að taka eftir því. Var eitthvað að maula þrjú hafrakex og ákvað að vera með djúsinn svona til að súpa aðeins á með þeim en svo er ég næstum því búin með hann á undan kexinu. Ég elska líka þennan djús!

Mikil og menningarleg helgi að baki. Fór á Hamskiptin á laugardag og Konan áður á sunnudag. Báðar sýningarnar eru góðar.

Hamskiptin var mjög flott sýning og leikurinn var æði. Allt í einu byrjaði samt Nína Dögg að fara pínu í taugarnar á mér, veit ekki hvað það var. Ingvar var geðveikur! Líka ótrúlegt hvað Gísli Örn hefur mikið vald á líkamanum. Var eins og hann væri ekkert að hafa fyrir þessu. Maðurinn við hliðina á mér sagði "ótrúlegt" eða "djöfull er hann flinkur strákurinn" í hvert sinn sem Gísli hékk einhversstaðar eða gerði einhverjar fimleikakúnstir, og var því næstum masandi alla sýninguna ;o) Leikmyndin er líka mjög flott og ég fór næstum því að grenja í lokin. Ótrúlega falleg sýning í alla staði. Elska líkamlegt leikhús.

Konan áður var líka fín sýning. Leikurinn var kannski ekki nógu góður á öllum póstum en flestir í sýningunni stóðu sig vel. Edda Arnljóts var geheðveik! Djöfull er hún góð! Vignir stóð sig líka vel. Leikritið sjálft er líka svo gott að heildarútkoma sýningarinnar er góð. Maður varð eiginlega að taka smá tíma eftir það til að jafna sig. Mæli alveg með að fólk kíki á þessa sýningu.

Svo vann ég bæði kveldin á Næsta og var mikið stuð á laugardeginum, en þá myndaðist allt í einu röð fyrir utan því það var pakkað inni! Fólk var líka að hegða sér mjög furðulega og að gera allt allt allt sem mátti ekki gera. Mér fannst þetta samt mjög skemmtilegt kveld. Ég er kannski eitthvað skrítin en mér finnst óendanlega skemmtilegt að vera edrú innan um drukkið fólk. Fólk verður svo skrítið og fyndið í glasi, nema þegar það er með vesen.

Mætti líka á nokkrar Hjáróms- og Skuggablómsæfingar. Það gekk.

Rétt svo náði að vakna í morgun til að mæta á Brúðkaup Fígarós-æfingu. Þar átti maður gjössovel að ná upp á H svona nokkrum sinnum. Það var ekki að ganga vel enda neita raddböndin að mynda tóna fyrir ofan F með þessa sýkingu í öndunarveginum, sem er ekki nógu gott þar sem það eru tvennir tónleikar á miðvikudaginn sem ég er að fara að syngja á. LHÍ kl. 20:00 og Áskirkja kl. 21:00.

Hef líka komist að því að Hairspray-diskurinn er ágætis meðal við skammdegisþunglyndi.

föstudagur, 30. nóvember 2007

13

hahaha næ meira að segja bloggi nr. 13 í þessum mánuði ;o)

Er að hressast...lét lækni skoða mig í gær og með honum var læknanemi og það þurfti að troða myndavél í gegnum nefið og ofan í kok. Raddböndin mjög vel útlítandi en það er sýking í eiginlega bara öllum öndunarveginum. Fékk lyf en ég held að ég sé að finna fyrir aukaverkunum...þarf að kanna það betur áður en ég verð viss. Hata að hafa ofnæmi fyrir pensillíni!

Annars held ég að ég hafi loksins verið að koma mér alminnilega fyrir í herberginu mínu. Þá á ég við að það lítur núna út eins og herbergi sem Jenný gæti átt. Vantar samt eitthvað pínu upp á en held það verði ekki betra en þetta.

Matarboð hérna heima í kveld og svo vinna kl. 22:00. Er varla búin að fara út úr húsi alla vikuna og hlakka mikið til að komast út og hitta fólk.

Voðalega líður tíminn annars hratt! Það eru bara alveg að koma jól!

miðvikudagur, 28. nóvember 2007

Merkur áfangi

Í dag næ ég 12 bloggfærslum í þessum mánuði. Hef aldrei bloggað oftar en 11 sinnum í mánuði hingað til...allavega ekki á þessu bloggi. Merk tímamót.

Er að reyna að halda mig heima og vona að það hjálpi til við að sigra þessi veikindi mín. Hef ekki verið að leyfa mér það. Kannski þess vegna sem ég hef bara orðið veikari og veikari. Langar samt að gera svo margt. Þarf að gera svo margt. En ég vil vera orðin sem frískust fyrir helgina því þá er margt sem ég þarf að gera, eins og að vinna, og svo er ég búin að kaupa miða á tvær leiksýningar. Og melda mig á æfingu. Verð að vera orðin frísk þá.

Enda ætla ég að láta öllum illum látum þangað til að einhver læknir drullast til að kíkja ofan í kokið á mér á morgun þegar ég fer upp á háls-, nef- og eyrnadeild! Ótrúlegt hvað þeir eru búnir að vera ragir við það! Vissi ekki að ég væri svona andfúl ;o)

Held að ég sé núna búin með 5 diska af 7 af Grey's...spurning hvað gerist þegar ég klára þá alla?!?

Urr vill einhver koma og galdra hálsinn minn í lag! Verð að geta æft mig! Maður nær bara ákveðið miklum/litlum árangri við að pikka upp laglínur og læra texta...og ég get aldrei haldið kjafti allan tíman á meðan ég reyni að æfa mig svona...

...Þess vegna er ég heima að horfa á dvd...er að athuga hvort minnkuð notkun á röddinni lagi þetta ekki smá...

...en í sannleika sagt þá drulluleiðist mér!

þriðjudagur, 27. nóvember 2007

Fjórar vikur af veikindum

Þá er maður komin með vinnu. Það er alltaf jákvætt.

Er búin að vera ósyngjandi núna í nærri 4 vikur. Það er neikvætt. Er að fara í steraöndun á morgun og ef það virkar ekki nógu vel þá á ég að hitta lækni á mánudaginn. Einhver sagði mér nú samt að steraöndunin væri last resort þannig ég er svona ekkert rosa sátt með þetta. Hefði viljað að sérfræðingur myndi fyrst kíkja á þetta.

En ég vona að ég verði komin í lag næsta miðvikudag, og helst fyrr, því þá þarf ég að syngja á tvennum tónleikum. Aðrir byrja kl. 20:00 og er ég að reyna að fá að í gegn að atriðin tvö sem ég á að syngja í þar verði fyrst svo ég geti mætt á hina tónleikana sm hefjast kl. 21:00. Erfitt þegar fólk þarf að breyta dagsetningum með svona stuttum fyrirvara.

Fór á Óperuperlurnar í ÍÓ á laugardaginn. Það var mjög skemmtilegt. Þegar söngvarar eru góðir leikarar þá komast þeir upp með fleira en ef þeir væru bara söngvarar. Þetta voru samt allt magnaðir söngvarar og áttu Diddú og Bjarni besta leikinn. Ágúst er orðinn miklu liprari á sviði, en ég man eftir því þegar ég sá hann fyrst í óperu...hann var stífari en spýta...en eins og ég segi alltaf að batna og batna og er orðinn nokkuð skemmtilegur á sviði núna. 'Otrúlega skemmtileg kveldstund í Óperunni.

Svo á sunnudagskveldið fór ég loksins á Killer Joe. Mér fannst þetta stórskemmtileg uppsetning og flottur leikur hjá liðinu. Björn fannst mér alveg óborganlegur...og hann minnti mig svo á einhvern en ég get bara ekki munað hver það er! Allavega virkilega creepy og klikk. Líka gaman að sjá Unni leika svona týpu og gerði hún það mjög vel. Maríanna Clara er gebbað góð! Held að hún eigi vinninginn í þetta skiptið. Þessi stelpa kann sko að leika! Jörundur klikkaði ekki frekar en fyrri daginn. Alltaf sama unun að horfa á manninn leika og gaman að sjá hann aftur á sviði. Held ég hafi ekki séð hann á sviði síðan hann var í Penetreitor. Þröstur Leó var líka alveg fullkominn í pabbann sem er eiginlega alger aumingi. Mæli með þessari sýningu en það eru víst bara þrjár sýningar eftir af þessu núna og er uppselt á allar.

Gaf síðan Fanney systur loksins afmælisgjöf í gær. 3. Serían af Grey's Anatomy. Það þýðir auðvitað að maður er lagstur í gláp og erum við strax búnar með 2 diska af 6 held ég. Enda fátt annað að gera þegar maður er lasinn.

En núna ætla ég að reyna að borða.

Túrílú!

laugardagur, 24. nóvember 2007

Í kveld:

Skemmti ég mér stórvel á Nokia on ice með fríu öli og æðislegum böndum...söngkonan í Bloodgroup er án efa mest sexy kvenkyns performerinn á Íslandi í dag eins og Steini hjá Fréttablaðinu vildi meina...

Fékk ég svo eftir þessa hátíð vinnu á Næsta bar...byrja á morgun...verð að sleppa vinadjammi þá en vinna er vinna!

Fann ég út að mútta er óútreiknanleg á djamminu og hugsar ekki lengra en nef hennar nær...en það er nú bara charisma út af fyrir sig ;o)

Komst ég að því að stjúpfaðir minn er farinn að taka stjúpföðurhlutverk sitt mjög alvarlega ;o)

Missti ég röddina en hún er núna bara svona sexy eins og vinkona mín hún Pheobe vill meina!

Dadadadadadadadadadadada don't worry be happy!!!

föstudagur, 23. nóvember 2007

Hvað gerir maður þegar maður er búinn með Netið?

Fór að leiðast á Facebook þar sem það hrúgast inn invitations og notifications og ég nenni bara ekki að fara í gegnum þetta allt enda er ekki helmingurinn af þessu intressant!!

Þannig ég gúglaði sjálfa mig...Það var fróðlegt!

Komst að því að það er ólíklegasta fólk sem les bloggið mitt og að það er allskonar fólk með mig í tenglum!

Reyndar hef ég náð að halda þessari síðu leyndir frekar lengi og eru margir vina minna búnir að halda í næstum ár að ég sé hætt að blogga :oD Það fannst mér fyndið!

Fór í leikhús í kveld, nánar tiltekið á Frelsarann í Þjóðleikhúsinu. Ég skemmti mér mjög vel og naut sýningarinnar þó svo að það hefði mátt þétta hana til muna og stytta sum atriði og sumum atriðum botnaði maður hvorki upp né niður í...En flott sýning engu að síður og ég sá ekkert eftir því að hafa farið á hana. Strákarnir tveir voru drullugóðir en mér fannst stelpan bara svona lala...hún skemmdi sýninguna samt ekkert, en stundum fékk ég smá svona "æhh" niður bakið.

Fór líka á tónleika hjá Hraun í gærkveldi. Þar voru þeir að spila lög sem koma til greina að fara á næstu plötu og fengu tónleikagestir að hjálpa til við valið. Þeir voru góðir að vanda.

Áðan var síðan hringt í mig og mér boðið VIP á Nokia On Ice eða hvað það nú heitir. Ég sagði nú bara já takk þó svo ég hafi ætlað að vera róleg annað kveld. Fínt að fara og hlusta á góðar hljómsveitir spila og svona :o)

Svo kemur Vala heim á sunnudaginn!!!!!! Hæ hó og jibbíjei!

Og amma Erna kemur til landsins á morgun!!!!! Jibbíjei!

Og ég fæ að sofa út á morgun!!! Hósíanna í upphæðum!!!!

Annað fyndið við að gúgla sig...þá rekst maður á gömul blogg og komment eftir sjálfan sig sem maður man ekki eftir að hafa skrifað og kynnist sér sem skrifara í leiðinni...það er pínu skrítið...!

Annars er aksjónin að gúgla sjálfan sig skrítin. Myndi örugglega flokkast undir sömu skringilegheit og að tala við sjálfan sig. Var ekki alltaf sagt að þeir sem töluðu við sjálfa sig væru geðveikir? Á þá það sama ekki við um að gúgla sjálfan sig? En það er nú ekkert geðveiki að tala við sjálfan sig þar sem það gerir það held ég að minnsta kosti annar hver maður....Á það sama við gúgl? Gúglar sig annarhver maður?

Og er þá annar hver maður geðveikur?

Hefuru gúglað sjálfa/n þig?

þriðjudagur, 20. nóvember 2007

Í dag...

- Vaknaði ég snemma því það þurfti að þrífa herbergið mitt (dekur?)
-Lærði ég 4 lög utan að og loksins loksins resitatívið við Lascia Ch'io pianga (er haldin frestunaráráttu gagnvart resitatívum)
-Notaði ég hálfa flösku af Hot Chilli Sauce við að borða 3 kjötbuff (elska elska elska sósur!)
-Fór ég á búðarráp (hef ekki gert það FÁRÁNLEGA lengi!)
- Það var einstaklega fullnægjandi! (Við erum samt bara að tala um klukkutíma)
-Keypti ég mér bol og lét taka annan frá ( my heart skipped a beat)
- Á ég greinilega einstaklega erfitt með að skrifa KEYPTI (náði held ég öllum öðrum samsetningum á þessum stöfum áður en ég náði að skrifa það)
- Vann ég fyrsta kveldið mitt hjá Miðlun (það var furðulega endurnærandi fyrir sálina)
- ákvað ég að nýta reynslu mína sem sólbaðstofuvörður og sækja um á einhverjum stofum
þar sem að ég er ekkert að heyra frá þessu liði sem ég er búin að vera að sækja um á!

Á dagskrá er svo að sinna skólanum vel, læra Barbarinurulluna með hinum Barbarinunum, fara á Frelsarann, æfa nýtt verk með Hjárómi, vinna aftur á Miðlun, fá bækur að láni og vera til :o)

Leiðinlegt blogg...fínasti dagur.

sunnudagur, 18. nóvember 2007

Íslandsklukkan

Ég kíkti norður (heim) um helgina til að hitta fjölskyldu og vini og til að sjá Íslandsklukkuna sem Leikfélag Húsavíkur var að frumsýna.

Ég er nú frekar mikið tengd þessari sýningu þar sem það var hann karl faðir minn sem leikstýrði, en ég ætla samt að segja hér hvað mér fannst og held að ég sé nú bara nokkuð hreinskilin.

Leikarar- Leikararnir stóðu sig með mikilli prýði og ekkert í leiknum sem fór fyrir hjartað á manni. Misvant fólk á ferð eins og gengur og gerist en allir geta verið ánægðir með frammistöðu sína. Þeir karakterar sem sitja mest eftir í mér eru Snæfríður eldri, Jón Hreggviðsson og Jón Marteinsson, en einnig voru góðir karakterar Domkirkjupresturinn, Júnkærinn, Arnas Arnæus, Snæfríður yngri og Jón Grinvicensis. En eins og ég segi þá var hvergi brotalöm í leiknum og mega því allir vera sáttir með sig.

Tónlist - Tónlistin skipar stórt hlutverk í þessari sýningu hjá Leikfélagi Húsavíkur og lifir tónlistin undir verkinu næstum allan tíman. Tónlistin er frumsamin af Guðna Bragasyni og þjónar verkinu afskaplega vel. Skapar alltaf sterkt andrúmsloft. Hún er einnig þannig að maður tekur endilega ekkert mikið eftir henni þegar hún lifir undir textanum, truflar því ekki, heldur hjálpar án efa mikið. Það er mikill og þungur texti í þessu verki sem oft getur þreytt bæði áhorfandann og leikarann, en það gerir það aldrei í þessu verki. Það var einungis á þremur stöðum þar sem mér fannst að það mætti breyta um stef og oftast breyttist það mjög fljótt eftir að þessi hugsun flaug í gegnum huga minn. Söngurinn hjá Sigga Ill er líka undurfagur.

Lýsing - Lýsingin fannst mér æðisleg. Í forleiknum er hún frekar dimm, græn og dulúðleg og er örugglega mesti faktorinn í að hann virkar. Þar er verið að kalla söguna fram og sjáum við bita og bita úr sögunni koma fram á sjónarsviðið. Lýsingin þar var þannig að mér fannst ég algerlega vera komin í annan heim, missti eiginlega allt raunveruleikaskyn. Það var býsna magnað. Þar sem leikmyndin er einföld er margt skapað með ljósum og tekst það fullkomlega. Skálholt, Þingvellir og Kaupmannahöfn eru líka sýnd með sniðugum lausnum. Man líka að mér fannst lýsingin góð á grímudansleiknum, þegar Snæfríður og Arneus láta sig dreyma um betra Ísland og þegar Snæfríður snýr sér hægt í hring rétt áður en hún talar við Dómkirkjuprestinn.

Búningar og hár - Þjóna sýningunni vel, enda útlitið tekið frá þeim tíma er sagan gerist á. Hrós fá allir sem fórnuðu sér í miklar hárbreytingar og er ótrúlegt hvað fólk hefur samþykkt að láta gera við hausinn á sér!

Leikmyndin - Einföld og stílhrein. Sviðið er grænleitt og er leikmyndin pallar í sama lit sem er raðað mismunandi upp eftir því á hvaða stað við erum. Skiptingar tóku kannski stundum langan tíma en alveg greinilegt að það hefði nú ekki verið hægt að stytta það mikið meira. Svo auðvitað meyjarhaftið sívinsæla ;o) En heildin er góð lausn á litlu sviði.

Heildarsýn - Falleg og yfirveguð sýning sem hefur draumkennda áferð. Er næstum því ekki viss hvort mig dreymdi þetta eða hvort þetta fór fram í alvöru.

Ég kann nú ekki að skrifa um leikhús en ég held að ég sé búin að koma því til skila sem mig langaði að segja um þessa sýningu. Þetta er ekki sýning þar sem maður hoppar úr sætinu strax og henni lýkur og júbbílerar yfir því hvað hún var mögnuð, heldur situr hún áfram í manni og gerjast vel. Aðeins ein önnur sýning hefur gert það en það var Memento Mori. Þessar tvær sýningar eru þó ólíkar í leikstíl. Ég tók ekki eftir því hvað sýningin væri löng og var í raun hissa á að það væri komið hlé strax, en þá var rúmur klukkutími frá því að hún hófst.

Ég mæli bara eindregið með að fólk fari og kynni sér sjálft það sem er í gangi á Húsavík og held ég að ég geti með sanni sagt að það á ekki eftir að verða fyrir vonbrigðum!

Takk fyrir mig og til hamingju með flotta sýningu!

Þetta er nú líkast til orðið ógnarlangt blogg hjá mér. Ferðin var góð í alla staði og hélt ég mér mest með fjölskyldunni minni og skemmti mér vel með henni. Hitti líka Gunnhildi sem var voða gott enda hef ég ekki séð hana í allavega 2 ár! Þegar ég mætti svo á flugvöllinn voru Hanna og Íshildur þar og sátum við í sömu röð þannig ég náði líka góðu spjalli við Hönnu og komst að því að við erum með lík plön á næstunni þannig vonandi á maður eftir að sjá meira af henni, já og þeim mægðum. Skammast mín eiginlega fyrir að segja það en ég held að þetta sé í fyrsta sinn sem ég sé Íshildi :o/ Lélega Jenný!

Og núna er ég heima í Reykjavíkinni að njóta þess að gera ekki neitt þó að herbergið sé í rúst, ég eigi eftir að pakka upp og ætti kannski að vera að læra ;o)

fimmtudagur, 15. nóvember 2007

Maður hefur nú lent í öðru eins í vetur!

Jæjah!

Veit ekki afhverju ég ákvað að blogga...er líklegast að fresta því að fara að hátta...ég er með mikla frestunaráráttu!

Ekki mikið búið að ske...

Er orðin léttari í lund en upp á síðkastið...það er mjög gott! Er að finna nýjar og nýjar aðferðir til að vera jákvæð...það er víst léttara... sögðu kratarnir allavega...!

Framhaldsprófstónleikamaraþon um helgina...Var á tónleikunum hjá Höllu og Ólöfu áðan og þeir tókust mjög vel hjá þeim og mega þær vera mjög stoltar með sig...ég er allavega mjög stolt af þeim :o)

Ætla norður á morgun...Pabbi er búinn að vera að leikstýra af miklum móð fyrir norðan...á Húsavík nánar tiltekið...Ákvað að setja upp Íslandsklukkuna, ekkert minna...Hlakka til að sjá það en frumsýningin er á laugardagskveldið. Nánar um þetta á leiklist.is

Hlakka til að hitta fólkið mitt...ætlaði nú reyndar að fara í dag en þar sem óperudeildin byrjaði svo snögglega aftur þá varð ég víst að fresta brottför um sólarhring. En þar sem ég flýg þá sakar það nú ekki mikið.

Dúbbídúbbídú, dúbbídúbbídú - úr hvaða lagi er þetta? Ein vísbending - það er íslenskt.

Þjóðleikhúsdagskráin tókst vel...betur á sunnudaginn en á þriðjudaginn en mér finnst það einhvern vegin alltaf vera þannig. Held það ætti að taka það upp að þeir sem vilji geti rennt atriðunum sínum fyrir þriðjudagssýninguna.

Held að ég ætli ekki eins mikið til útlanda í sumar eins og planið var...Er að pæla í að fara pínu til útlanda og svo vinna eins og hestur inn á milli...jafnvel fyrir norðan...það væri voða ljúft..enda svosem ekki mikið annað hægt að gera en að vinna þarna og jú slaka á og lesa bækur, horfa á dvd, njóta náttúrunnar, njóta þess að vera með fjölskyldunni, hitta ömmu, hitta vini mína sem búa þar og ég sé alltof sjaldan og heyri alltof sjaldan í...it would be nice...

Er að byrja að setja niður listann minn fyrir 7. stigs prófið og líka fyrir tónleikana mína í mars því eftir áramót mun ég ekki hafa tíma til þess. Ætla þá að vra komin nokkuð vel með þetta og halda þeim við og verða pott þett á þeim. Svo eru það þessar tvær óperuuppsetningar. Kann nú helminginn af því sem Barbarina syngur í Fígaró en þarf að læra kórinn þar og lokasönginn mikla sem hún tekur þátt í. Svo að læra kórinn (heilar 4 bls. er mér sagt) í Cosi. Þá er ég nokkuð sett og get einbeitt mér að læra annað eftir áramótin.

Hlakka svo til þegar nýja árið verður gengið í garð. Það virðist ætla að byrja virkilega VEL. Það er að segja ef planið mun ganga upp, en ég held að þeir sem hafi völd til þess að eyðileggja það muni ekki gera það...vona ég.

En núna ætla ég að hætta að hugsa upphátt.

Guten abend, gute nacht.

þriðjudagur, 13. nóvember 2007

Sá á kvölina sem á völina!

Og ég sem hélt að ég væri búin að skera þannig niður að það yrði ekki mikið að gera hjá mér í vetur! Ákvað að taka ekki þátt í stórri uppsetningu hjá Hugleik, held ég hafi alltaf tekið þátt í einni á hverjum vetri núna eftir að ég flutti suður. Og ég ætla fyllilega að standa við það! Vandamálið er bara að í staðinn mun ég taka þátt í þremur óperuuppsetningum!!

Held það kallist ekki að skera niður!

Reyndar er ein uppsetning búin og í dag byrjaði undirbúningur fyrir næstu sem verður frumsýnd í lok janúar á næsta ári. Það er nemendaóperan í skólanum sem er að setja upp Brúðkaup Fígarós með 40 nemendum! Og hvernig fá 40 nemendur eitthvað að gera í einni uppsetningu? Jú, hlutverkin eru bara bútuð niður og fær hver nemandi sinn bút að læra. Ég er ein af fimm Barbarinum. Reyndar er eitthvað vesen með það þar sem karakterinn syngur bara eina litla kavatínu og bíðum við Barbarinurnar spenntar eftir að sjá hvernig á að leysa þetta.

Seinasta uppsetning vetrarins er hjá Óperustúdíói Íslensku Óperunnar, æfingar hefjast í febrúar. Þar verður Cosi fan tutte sett upp og er maður nú bara í kórnum þar sem hefur nú ekkert agalega mikið að gera en þó eitthvað. Bestu fréttir dagsins voru án efa að fá að vita að það væri hún Ágústa Skúla sem ætli sér að leikstýra herlegheitunum! Er farin að hlakka ógurlega til að sjá hvað kemur út úr þessu. Frumsýning áætluð um miðjan apríl.

Það skemmtilega er að í mars/apríl eiga einmitt 7. stigs tónleikarnir mínir að vera. Þar syngur maður um 10 lög minnir mig og allt á náttúrulega að vera perfect!

Og í mars/apríl er ég búin að ákveða að gera líka svo lítið annað, eins og fram kom í fyrra bloggi. Það þarfnast undirbúnings og mun því taka smá tíma frá mér frá og með deginum í gær.

Og út af þessu öllu saman verð ég að eyða sem mestum tíma í lærdóm og undirbúning núna fyrir áramótin.

Það þýðir að eitthvað þarf að fjúka...því miður...!

Það er erfitt að velja og hafna!

sunnudagur, 11. nóvember 2007

Þjóðleikhúskjallarinn í kveld!

Daddara! Þá er komið að þessu! Þessir tveir einþáttungar sem ég er búin að vera að æfa verða sýndir í kveld, ásamt 4 öðrum, í Þjóðleikhúskjallaranum kl. 20:30 (þá opnar húsið en sýning hefst kl. 21:00) og það kostar bara 1.000 kr. inn...nema ef þú ert skuldlaus Hugleikari þá er það aðeins ódýrara ;o)

Er búin að vera að undirbúa þetta í dag...og núna er ég öll klístruð í tómatsósu, Hersey's sírópi og mold...dammdaramm! Þetta var reyndar bara tilraun en ég vona að hún takist hjá mér...og að þurrkarinn skemmist ekki :o/

Var mjög dugleg og vaknaði aftur kl. 9:00 í morgun og var komin upp í skóla kl.10:00. Ákvað að hita upp og athuga hvað röddin segði gott...hún sagði ekki gott...í dag nær raddsvið mitt yfir 5und...Þannig ég bara hlustaði í tímanum og glósaði hjá mér.

Talaði við Elínu hans Gulla áðan og komst hún að því að þetta væri líklegast ennisholusýking einhver þannig að ég er bara að fara að sækja vikuskammtinn minn af sýklalyfjum og steraúða! Jahú! Hlakka til að fá hljóðfærið mitt aftur! Og að geta andað án hindranna aftur!

En já lítið að frétta annars...enda er þetta örugglega alveg nóg!

En fjölmennið nú í kveld...eða á þriðjudaginn...eða bara bæði!

laugardagur, 10. nóvember 2007

Nýtt líf, sprúðlandi af möguleikum!

Er með stíflu í nefinu sem neitar að fara og gerir það að verkum að við og við yfir daginn liggur við að ég kafni úr hori...no kidding!

Rosalega gaman að sitja í fínu mataboði og það snörlar endalaust í manni!

Dagdraumar eru æðislegir! Sérstaklega þegar maður hefur tíma til að leyfa þeim að grassera smá. Er ein heima í kveld og hef ekkert að gera og læt mig dreyma um líf fullt af hamingju og gleði, átökum og sigrum og síðast en ekki síst, fyllingu.

Er að reyna að finna búninga fyrir morgundaginn...þá er fyrsta mánaðarlega dagskrá Hugleiks í Þjóðleikhúskjallaranum - kl. 21, 1.000 kr. inn, allir að mæta - Er komin með annan búninginn. Það var líka svo auðvelt, bara bolur og buxur sem má skemma.
Hinn búningurinn er ekki eins auðveldur...er pínu týnd því karakterinn breyttist smá á seinasta rennsli og ég bara man ekki hvort búningurinn átti þá að breytast eitthvað! Shit! Annars verður þessu bara reddað með ljósum...right?

Ætti að vera í afmæli, ætti að vera að hitta Guffu, ætti að vera að æfa mig á píanóið, ætti að vera að æfa lögin mín, ætti að vera að lesa hitt og þetta, ætti að vera að skrifa fyrir jólablaðið, ætti að, ætti að, ætti að...en ég bara er ekki að nenna því akkúrat núna...!

Langar meira að segja sjúklega að sauma mér peysu og jafnvel einar buxur, en bara nenni því ekki!

Stundum er gott að vera latur...það má alveg stundum.

Er líka búin að vera svo fáránlega ofvirk í heilt ár eða svo að ég hafði ekki tíma til að átta mig á því!

En núna er ég búin að hvíla mig smá fyrir næstu hrinu sem mun allavega standa frá og með mánudeginu fram í maílok. Og mars og apríl verða hektískir! Var að taka ákvörðun sem passar ekkert rosa vel inn í tímaplanið en ég mun láta það virka.

Og aftur er lífið orðið sprúðlandi spennandi!

þriðjudagur, 6. nóvember 2007

Jólin?!?!

Ég var kvefuð, en núna er ég veik.

Það er samt frekar fínt, ágætt að hafa svona rólegt. Er bara búin að vera að horfa á dvd, hlusta á tónlist, lesa, spila á píanóið og reyndar að vinna smá. Mútta farin að stressast upp og þá getur verið erfitt fyrir hana að skilja að ég þurfi að hvíla mig inn á milli og líka að læra. Þó var það hún sem gerði það skiljanlegt fyrir mér að ég þyrfti að vera heima og hvíla mig, en persónulega fannst mér ég ekki hafa tíma til þess.

Er að reyna að læra ný lög, en það getur verið erfitt þegar nefið er svo stíflað að drullusokkur myndi hjálpa lítið. Er hinsvegar að verða þeim mun leiknari á píanóið. Að spila laglínuna í Oh had I Jubal's Lyre á píanóið er fínasta fingraæfing.

Ég er farin að hlakka agalega mikið til jólanna! Held það sé þessu jólablaði að kenna. Ég er núna búin að lesa heil ósköp af upplýsingum um uppruna jólanna, jólasveinanna, Grýlu, jólakattarins, jólakortanna, jólatrjánna og að gefa í skóinn og búin að lesa hvernig "Gleðileg jól og farsælt komandi ár" er skrifað á yfir 350 tungumálum! Er að berjast við að skella ekki jólatónlist í spilarann!

Er þó að reyna að pæla í jólgjöfunum. Ætla að reyna að vera sniðug þessi jólin. Hef alltaf eytt svo fáránlega miklu í gjafir og þá sérstaklega handa systkinum og bestu vinum. Ætla að reyna að tóna það aðeins niður. Við systur brugðum hinsvegar á það ráð í fyrra að sameinast í gjöfum fyrir fjölskyldumeðlimi. Ótrúlega sniðugt múv sem ég held að við munum endurtaka þessi jólin.

Núna er þetta blogg orðið alltof jólað miðað við að það er 6. nóvember og held ég því að ég segi þetta komið nóg og snúi mér að skrifa eitthvað sem má og á að vera um jólin.

Pozdrevlyayu s prazdnikom Rozhdestva i s Novim Godom

föstudagur, 2. nóvember 2007

Kvef!

Í dag er ég kvefaðri en ég var í gær. Í gær var ég kvefaðri en í fyrradag. Í fyrradag var ég kvefaðir en í hitt-í-fyrradag, en þá var ég ekkert kvefuð.

Er byrjuð að vinna jólablaðið með múttu. Einhver af ykkur má búast við að fá símtal frá mér á næstunni þar sem ég mun láta ykkur sitja fyrir svörum um eitthvað sem er hugsanlega hægt að tengja við jólin.

Er annars að leita mér að vinnu. Hún þarf að vera skemmtileg, sveigjanleg og helst að borga vel. Annars er mér eiginlega sama svo lengi sem hún er skemmtileg og sveigjanleg. Já, og ætli hún verði samt ekki að vera plönuð svona mánuð fram í tíman svo mútta taki hana af alvöru...held henni finnist þjónahopp ekki vera nógu stabílt. Look who's talking ;o) Ég er reyndar búin að sækja um hér og þar en ekkert búin að heyra. Boring!

Annars er mér hætt að leiðast...það var svo leiðinlegt!

Annars er ég að pæla í að fara að lifa eftir stjörnuspá hvers dags. Eins og í dag sagði stjörnuspáin mín mér að ég ætti að fara út og hitta vini mína í kveld og passa að enginn verði út undan í því og það er bara akkúrat það sem ég ætla að gera!

Er að fara á óperuna Die Verschwörenen hjá Tónó í Iðnó. Það eru víst 5 Hugleikarar tengdir þessu og svona fólk sem maður kannast við úr söngnum. Hlakka nokk til.

Og svo eftir það ætlum við að hlamma okkur inn á B5 sem þýðir að maður verður að vera ógó sætur og í fínum fínum fötum og lækka greindarvísitöluna nokkuð mikið svo maður komist inn. Ætli manni sé hleypt inn með lekandi hor? Örugglega ekki! SHit!

Þoli ekki svona dress-cote, cute-cote o.s.frv. Finnst þetta vera vitleysa sem ég skil samt alveg en samt ekki. Þegar þú ferð niður í bæ þá er allskonar lið þar. Ef þú vilt ekki hitta allskonar lið haltu þá bara partý heima hjá þér!

Ætla að fara og athuga hvað ég get mixað til að heilla blessaða dyraverðina....eða þannig!

Sem minnir mig á það að það er verið að gefa þessu liði alltof mikil völd með svona code-dæmi! Einn um daginn hleypti ekki nokkrum venjulega útlítandi stelpum inn því þær voru ekki nógu sætar, alveg nógu fínar, bara ekki nógu sætar! Og svo er verið að hleypa fermingarstúlkum inn því þær eru svo sætar! Þá vel ég nú frekar shabby bar þar sem fermingarstúlkur þora ekki inn. Gæti ælt í 14 metra boga!

En ég ætti nú kannski ekkert að vera að dæma þessar stúlkukindur mikið. Ég var nú sjálf farin að fara á Sjallan þegar ég var 15 ára en ég hef það mér til varnar að ég var ekki byrjuð að drekka, var byrjuð í framhaldsskóla og átti kærasta sem þurfti að fylgjast vel með. Og ég fór ekkert oft þá.

Lífið er þversögn!

miðvikudagur, 31. október 2007

Leiðinlegt, leiðinlegra, leiðinlegast!

Baaaaa...!

Mér leiðist alveg hreint óskaplega þessa dagana...og finnst allt vera leiðinlegt.

Það er leiðinlegt.

Skuggablómssýningar gengu vel og aðsókn var góð.

Frumsýningarlokapartýið var skemmtilegt en ég var alltaf að lenda í einhverjum einkapartýjum inni í partýinu. Það var skrítið en skemmtilegt.

Hjárómur hefur ákveðið að hefja starfsemi aftur og er fyrsta verkefnið að syngja á Jóladagskrá Hugleiks í Þjóðleikhúskjallaranum.

En áður en að sú dagskrá fer fram er önnur dagskrá á sama stað um miðjan nóvember. Það er einþáttungadagskrá Hugleiks. Þar er maður búin að troða sér í tvo einþáttunga. Það er fínt.

Svo í desember verður Óperukórinn ofvirkur. Þá erum við að syngja á tónleikum með Garðari Thor og svo verðum við með árlegu Mozart Requiem tónleikana á dánarstundu skáldsins og að lokum verðum við með Dagamuninn okkar í desember.

Og svo er ég líklegast að fara að syngja á uppákomu hjá einhverju líknarfélagi í byrjun desember. Veit ekki meira!

Nóg að gera svo sem...

...langar bara svo að eiga frítíma.

mánudagur, 22. október 2007

Brought to you by Technicolor!

Heimsku litir!

Ég er að lita kórbúningana...eiginlega búin að vera að því í allan dag...helmingurinn átti að vera fölgrænn...eftir fyrstu litun voru þeir GULIR!

Þá prófaði ég að setja meiri grænan lit og aðeins af gráu með...leit vel út þegar vélin byrjaði...en eftir alla rútínuna voru þeir enn GULIR!

Ég ákvað að geyma græna litinn aðeins og tók til við að lita hinn helminginn af búningunum sem áttu að vera gráir...ákvað að lita einn hvítan kjól sem ég var með sem ég ætlaði að lita svartan, en hvers vegna ekki bara að hafa hann gráan?

Gráu búningarnir komu mjög vel út...en kjóllinn var BLÁR!

Ha?

En aftur tók ég til við græna helminginn af búningunum og ákvað að setja smá grátt í viðbót og athuga hvort það yrði þá grátt með gulum undirtón.

Og útkoman varð að þeir urðu GRÁRRI en gráu búningarnir, þó að það væri 3x minna litarefni sem ég setti í!


Og núna er seinasta tilraunin í gangi og loksins virðast blessaðir búningarnir ætla að verða grænir....bara miklu miklu dekkri en þeir áttu að vera!

Í dag væri lífið einfaldara ef það væri svarthvítt!

föstudagur, 19. október 2007

Persónulegt met!

Í nótt svaf ég í 15 tíma! Það er persónulegt met! Ég hefði örugglega sofið lengur ef Heiðrún hefði ekki hringt í mig og sagt mér að mæta á æfingu, en ég var orðin 2 tímum og seina á hana :o/

Þetta er búin að vera rosalega slítandi vika, en samt skemmtileg. Æfingar fyrir nemendaóperuna á fullu, enda frumsýning á miðvikudaginn! Og í frístundum mínum sauma ég búninga á liðið.

En sem sagt næsta miðvikudag frumsýnum við Skuggablóm, nýja íslenska óperu eftir Helga Rafn. Sýnt verður í Salnum í Kópavogi og bara tvær sýningar; frumsýningin á miðvikudaginn og lokasýning á fimmtudaginn kl. 20:00. Miðinn kostar ekkert og því um að gera að mæta tímanlega upp í miðasölu Salarins og tryggja sér miða. Óperan tekur ca. 45 mínútur í flutningi og er ekkert hlé.

Hlakka til að sjá þig ;o)

sunnudagur, 14. október 2007

Djamm og djamm ofan!

Úffff...seinustu vikur er búið að vera djamm hverja einustu helgi og oftast báða dagana! Og þá er ég ekki að meina bara svona "hei förum að djamma" heldur partý og veislur og dót sem maður þarf að mæta í! Það er búið að vera ógurlega gaman en þetta þreytir mann soldið vel! En eins og planið lítur út núna þá virðist ég ekki þurfa að mæta í neitt partý næstu helgi og það verða stífar æfingar hjá nemendaóperunni. Held þá að kvöldunum verði best varið í videogláp ;o)

Fór á föstudeginum með nemendaóperukrökkunum á Selfoss þar sem áætlað var að hrista aðeins upp í okkur og tókst það með eindæmum vel! Þeir sem mættu skemmtu sér konunglega!

Í gær var svo þrítugsafmæli hjá Steina og lögðum við mörg í púkk og gáfum honum fjársjóðskistu fulla af klinki! Mjög góð hugmynd sem ég held að Bylgja eigi heiðurinn af. Það var mjög fínt í afmælinu og fullt af fólki sem maður hitti. Svo áttum við Hjalti árs sambandsslitaafmæli sem þýddi að það er líka eitt ár síðan við Fannar prufuðum að byrja saman. Ég fékk koss á kinn frá þeim báðum í einu. Gaman að því! Um þrjúleytið var haldið niður í bæ þar sem leiðinn lá auðvitað á Kofann með örstuttu stoppi á Celtic. Maður dansaði frá sér vitið - bókstaflega!

En núna ætla ég að fara og sauma búninga á Skuggablómin, hlakka til að sjá hvernig hugmyndin mín mun koma út!

Túrílú!

fimmtudagur, 11. október 2007

Skórnir!


Halla bað um mynd og hér hefur hún hana :o) Þeir eru samt enn viðkunnanlegri í eigin persónu ;o)

mánudagur, 8. október 2007

Vildi bara deila því með ykkur...

...að nýju skórnir mínir eru komnir og þeir eru enn fallegri enn á myndunum!

Fattaði í morgun þegar ég var mætt á óperudeildaræfingu, drulluþreytt og með uppgefna rödd, að ég hafði skráð mig í prufu fyrir óperustúdíóið kl. 11:30

Það gekk eins og við var að búast miðað við aðstæður og býst ég ekki við að fá neitt að gera þar. En alltaf gott að æfa sig að fara í prufur, verð minna og minna stressuð í hvert skipti.

Og ég er að velta því fyrir mér að fara bar að sofa núna fyrir miðnætti...en hver veit hvernig það fer!?!?!

Stundum botna ég ekkert í sjálfri mér!

Og þannig er það nú bara. En batnandi manni er best að lifa, ekki satt?

Margt smátt í gær og jesúsi minn hvað þetta var skemmtilegur dagur! Sá reyndar lítið af verkunum en held ég hafi náð flestu sem ég hafði ekki séð áður, enda var Hugleikur með meira en helminginn af atriðunum og ég var búin að sjá það allt saman áður. Hentum nokkur í eitt grímumauk í öðru holli sem tókst bara vel miðað við efni og aðstæður. Svo var kjötsúpupartýið frábært, súpan klikk góð og svo var Hraun með open mic þar sem Svavar Knútur var fjarverandi. Það var alveg ótrúlega skemmtilegt að góla í míkrafóninn og að hlusta á gólið í hinum :o) Fórum svo nokkur niður í bæ og þar var líka vibba skemmtilegt!

Svo heldur brjálæðið áfram. Núna í næstu viku verða óperudeildaræfingar á hverjum morgni frá 9-12 og líka á þriðjudagskveldið, sem er nú oftast eina fríkveldið mitt. Og ég þurfti að fá þá snilldarhugmynd að fara í upphristingsferð með óperudeildarliðið og vera yfir nótt, og það verður gert á föstudaginn og farið á Selfoss. Svo get ég aldrei setið á mér þegar mig langar að gera eitthvað og bauðst þess vegna til að sjá eitthvað um búninga í þessari blessuðu uppsetningu! Pffff...

En ég held ég fari að sofa núna svo ég drullist til að mæta einu sinni á réttum tíma á æfingu ;o)

Bíð í ofvæni eftir því að október klárist!

miðvikudagur, 3. október 2007

Tíminn líður hratt...

...alltof alltof alltof hratt!

Er veik í dag og það er bara nokkuð gott því ég er búin að sofa í allan dag! Vá hvað ég þurfti á því að halda! Samt vont að missa af tónheyrnartíma, óperudeildaræfingu og kóræfingu.

Og svo fékk ég miða á Spice Girls tónleikana!!! Sjibbí! Þær ákváðu að hafa aukatónleika í janúar og þann 13. janúar verðum við systur á tónleikum með þeim! Shit hvað ég hlakka til!! Langaði þetta alltaf svo þegar ég var yngri og dýrkaði þær...og mér finnst enn gaman að hlusta á þær við og við...voða stelpuleg og hress tónlist sem kemur mann alltaf í gott skap ;o)

Annars lítið að frétta. Október verður hektískur enda verið að rigga upp einni nýrri óperu á 4 vikum! Skil ekki afhverju þetta er gert svona...líklegast svo fólk þurfi ekki að missa of mikið úr vinnu, en væri ekki betra að hafa lengri æfingatíma með minna stressi? Og kannski að fá þetta viðurkennt sem háskólanám frá 6. stigi? Bara hugmynd...!

Margt smátt er næstu helgi, eða á laugardeginum. Það er einþáttungahátíð BÍL og í ár taka 6 áhugaleikfélög þátt í henni. Sýnir er með tvo, eða réttara sagt sögurnar tvær sem voru í sýningunni í sumar, og Hugleikur er með 8 minnir mig. Svo verða þarna Mosó, Freyvangur, Halaleikhópurinn og Kópavogur...minnir að það séu ekki fleiri. Nánari upplýsingar eru á leiklist.is
Ég verð að leika þar, þar sem að Una sá sér ekki fært að vera með. Er því að læra tvö hlutverk einn tveir og tíu en það er nú bara gaman. Þarf líka að sauma einn búning og redda nokkrum hlutum.

Svo á Kolli bróðir afmæli í dag! Orðinn 32 ára gamall og óska ég honum til hamingju með það!

Fann skó á myspace uppboðssíðu um daginn sem ég kolféll fyrir! Og ég bauð í þá en bjóst við að þeir myndu enda á verði í kringum 20.000 kallinn og bjóst ekki við það að fá þá, þar sem ég skít ekki peningum og á engin peningatrém, en viti menn! Ég fékk þá! Býst við að pósturinn komi með þá ekki á morgun heldur hinn! Og fuck hvað þeir eru flottir!

Föt eru að verða einskonar söfnunarthing hjá mér. Þegar ég bjó á Garðastrætinu voru allir kjólar og peysur og pils hangandi á slá við fótagaflinn hjá mér og stundum lá ég bara í rúminu og dáðist að þeim :oþ Og ég elska að skoða uppboðssíður á netinu og fara á markaði og finna eitthvað soldið einstakt :o) Nammi!

En jæja ANTM er að byrja...hasta la vista!

þriðjudagur, 25. september 2007

Strax kominn þriðjudagur?

Stundum skil ég ekki alveg hvernig heimurinn virkar. Oftast gefur hann minna af sér en hann tekur. Allavega upp á síðkastið (sem er alveg rosalega vítt hugtak). Ætli þetta eigi ekki allt eftir að koma heim og saman þegar maður er orðinn gamall. Lítur yfir farin veg og sér þá hvernig allt sem manni fannst ömurlegt var í raun ekkert svo ömurlegt því ef það hefði ekki gerst hefði ekki eitthvað annað ömurlegt gerst og svo annað ömurlegt og eitt enn og svo eitt gott sem var svo frábært og magnað að tilgangurinn varð ljós. Svo er það nú líka svo að góðir hlutir hafa meiri áhrif á mann en vondir. Kannski þess vegna sem að vondir hlutir koma oftar fyrir en góðir?

Mér líður samt vel í dag :o) Er búin að vera að vinna vel í skólanum og það skilaði sér í Deildinni áðan :o) Var að syngja þar og það gekk nú líka svona glimrandi vel. En alltaf hægt að bæta og slípa, ó já mikil ósköp! Maður hættir því aldrei, vinnur með sum lög alla ævi.

Helgin var rússíbani. Á föstudagskveldinu hitti ég Eddu, Sólveigu, Ásdísi, Möggu, Ottó og fullt af öðru liði sem var á Laugum. Það var mjög gaman enda hef ég ekki hitt þau endalaust lengi! Halla, Helgi og Gulli kíktu á okkur og voru með þvílíkan entrance sem verður aldrei aftur endurtekinn! Svo kíkti stóðið niður í bæ og hópurinn splittaðist upp.

Á laugardeginum var kíkt í partý til Eyþórs vinar Helga. Ég hef nú ekki mikið um það að segja þar sem ég var eiginlega andlega fjarverandi og fór snemma heim.

Á sunnudagskveldið hitti ég pabba. Hann bauð okkur Fanney út að borða á Tapas og svo kíktum við á Heiðu og strákana á Frakkastíginn. Ég vona að ég komist norður fljótlega, þarf sannarlega á því að halda.

Og núna er önnur skólavika hafin og allt á fullu.

Ætla að reyna að finna tvö lög eftir Jórunni Viðar svo ég hafi hugmynd um hvernig þau hljóma!

Seeya!

föstudagur, 21. september 2007

Heyrðu já!

Maður ætti kannski að blogga?

Ég var varla að muna leyniorðið mitt hingað inn, því það er svo langt síðan ég bloggaði!

Held það sé best að fara skipulega yfir það sem á daga mína hefur drifið frá því síðast:

Köben:
Var góð eins og búast mátti við. Mér er þó meinilla við almenningssamgöngur þar, mest vegna þess að upplýsingarnar sem maður fékk voru oftast ekki réttar! Já, og í rauninni fékk maður aldrei réttar upplýsingar ef maður spurði að einhverju! Stórfurðulegt!
Fyrsta deginum var eytt á Strikinu og þá helst í H&M eins og góðum Íslendingi sæmir. Vorum þar inni í 3 tíma held ég og þá átti sá stómerkilegi atburður sér stað að Fanney keypti sér meira af fötum en ég og var enn í essinu sínu eftir 3 tíma en ég var orðin þreytt og leið á þessu! Ákváðum að kíkka í bíó um kveldið en það er bara hrottalegt maus að fara í bíó þarna ef maður er ekki með danskt kort og svo kunnar þeir heldur ekki að telja!
Annan daginn var auðvitað farið á skyldustað nr. 2 sem er Tívolíið. Vorum komnar áður en það opnaði en þurftum bara að bíða í 10 mín. eða svo. Þustum þá inn og hringsóluðum í þeim fáu tækjum sem opnuðu þá...restin opnaði tveim eða þrem tímum seinna! Fengum okkur líka Smörrebröd á meðan við biðum. Þetta tívólí er stórfurðulegt þar sem adrenalíninu leyfist aldrei að fara af stað...ætli þetta eigi ekki að kallast fjölskylduvænt. En þetta var skemmtilegt engu að síður. Já og Danir gera magnaðan súkkulaðiís!! Fórum svo heim og sofnuðum, vöknuðum og fundum okkur mat, átum og sofnuðum svo aftur.
Og þrátt fyrir mikin svefn náðum við að sofa yfir okkur í morgunmat! Ákvaðum að eyða þriðja deginum í safnarölt. Fórum á Ripley's believe it or not, H.C. Andersen og Guinnes world records. Allt saman mjög skemmtilegt og fræðandi þó svo að maður væri eiginlega búin að fylla upp í fræðslumeðtökukvótann á fyrsta safninu, sem var Ripley's. Hefði viljað eiga meira inni fyrir H.C. Andersen en náði þó að graspa eitthvað þar. En í Guinnes fór flest allt fyrir ofan garð og neðan nema þegar kom að vaxmyndastyttunum af konungsfjölskyldunni því þar vantaði hendur og hausa á nokkra fjölskyldumeðlimi, og láu limirnir í kringum það bæði í plasti og berir. Ég hefði bara verið soldið móðguð ef ég hefði verið dani. Á leiðinni heim lentum við síðan inni í skartgripabúð þar sem Fanney fór aftur á meira flipp en ég.
Um kveldið var svo komið af óperunni sem er hryllingsferð sem ég vil helst ekki rifja upp. Óperan sjálf var fín þó svo að uppsetningin meikaði lítið sens og orsakaði nokkur "Bú" frá nokkrum gestum, en það var í fyrsta sinn sem ég hef heyrt búað á sýningu og var það skringileg upplifun...vona að maður eigi helst ekki eftir að lenda í því að það sé búað á mann.
Daginn eftir var svo flogið heim.

Nemendaóperan:
Fékk ekki að syngja fyrir og var sett beint í kórinn. Ekki mikið meira um það að segja. Mér líst stórvel á þessa óperu hjá honum Helga og hlakka til að heyra meira :o)

Flutningar:
Tók þá ákvörðun eftir 6 mánaða ígrundun að flytja til múttu. Sá bara ekki fram á að geta stundað námið af því kappi sem Signý býst við og vinna 3-4 kvöld í viku. Það gangur bara ekki upp andlega séð að vera í skólanum 9 tíma á dag og vinna svo í 6 tíma.. og vera á kóræfingum 2x í viku (en ég tel það vera part af náminu mínu ar sem það nýtist mér vel). Ég var að missa vitið eftir 2 vikur því ég er bara mikil félagsvera og er líka farin að þurfa að eiga frítíma til að slaka á.
Þannig að núna er ég í miðjum flutningum og herbergið mitt að vera voða sætt og lekkert. Hlakka líka til að vera á hollu heimilisfæði :o)

Ballett:
Við erum 15 stelpur í Söngskólanum sem tókum okkur til og ákváðum að byrja að æfa ballett saman. Við fengum inn hjá ballettskóla Eddu Scheving og erum sérhópur þar inni. Æfum 1x í viku og höfum endalaust gaman :oD Hlógum mikið mikið í gær! Og vá hvað þetta tekur á!!! Minn rass og mín læri! Manni langar helst bara til að vera 2x í viku!

Annað sem hefur skeð:
Hrauntónleikar á Næsta bar sem voru mjög skemmtilegir. Það er bara alltaf gaman á Hraungiggum!
Ég stend í lífgunartilraunum á verslunarsíðunni minni - myspace.com/zeta_clothes
Ég kláraði 100 ára einsemd and loved it! Fallega fallega fallega skáldsaga með samt svona mörgu ljótu í. Venjulegheit sem eru samt ævintýraleg. Hvet ykkur til að lesa hana.
Sótti um nýja vinnu - segi meira frá því seinna.

Held það sé ekki fleira en minnið er nú bara eins og það er!

miðvikudagur, 12. september 2007

Köben

Já, er á leiðinni til köben eftir 3 tíma :oD

Heyri í ykkur eftir helgi!

Verið góð við hvort annað og elskið friðinn!

Yours truly

laugardagur, 8. september 2007

Veturinn

Undanfarið hefur fólk mikið verið að spyrja mig hvernig veturinn leggist í mig. Satt best að segja leggst hann ekki vel í mig því mér finnst hann fullur af skyldum en ekki skemmtun. Þegar ég segi fólki þetta verður það alveg steinhissa og spyr hvernig það geti verið? Og þá fór ég að hugsa hvernig stæði á þessu? Ég er í draumanáminu mínu og gengur vel, ég er að syngja með æðislegum kór og það eru mörg skemmtileg verkefni á dagskrá þar og svo er ég í tveimur varastjórnum. Það eina sem breytist frá seinasta vetri er að ég ætla ekki að taka þátt í stóru leiklistarverkefni og verð ekki í nemendafélgasstjórn í Söngskólanum því í vetur ætla ég að einbeita mér að söngnum. Enda sagði Signý við mig í seinasta tíma: Jæja Jenný, núna ertu búin að sanna þig í félagsmálunum, núna er komið að söngnum."

Málið er bara að söngurinn er mér hjartans mál og eitthvað sem ég vil leggja fyrir mig, ekki bara áhugamál eins og stjórnunarstörfin, og því er ég svo dauðhrædd við hann. Frekar klikkað!

Seinasta vetur upplifði ég alltaf fáránlegan sviðsskrekk í hvert sinn sem ég átti að syngja fyrir fólk jafnvel þó ég sé orðin þokkalega sviðsvön. Ég dæmdi sjálfa mig líka alltaf hart og var aldrei ánægð með neitt sem ég gerði. Því veldur söngurinn mér núna kvöl frekar en gleði og í þau fáu skipti sem ég hef leyft mér að syngja í skólanum ánægjunnar vegna þá fær maður hrúgu af gagnrýni yfir sig fyrir að hafa ekki hugsað nógu vel um stuðninginn, raddbeitinguna, dýnamíkina, línuna, o.s.frv.

Ég er ekki að segja að ég þurfi að hugsa endalaust um þetta allt þegar ég syng því mikið af þessu er komið að einhverju leiti inn í systemið en maður getur alltaf gert betur. Og ég veit líka að það er starf kennarans að benda manni á það sem fór miður.

Þegar söng á nemendatónleikum annan veturinn sem ég var í skólanum tókst mér algerlega að gleyma mér í söngnum. Það var magnað og Signý og Lára voru mjög ánægðar með það og sögðu mér það. Það er akkúrat það sem ég vil upplifa. Náði þessu líka á einni sýningu á Galdraksyttunni og þá fann ég líka hversu vel líkaminn var að vinna og ég svitnaði meira en ég hef gert nokkru sinni á ævinni! Þetta er líka eitt mesta kikk sem ég hef fengið...Úfff! Besta tilfinning í heimi!

Þannig nú hefst leitin að gleðinni í söngnum. Og merkilegt nokk þá vekur það upp tilhlökkun fyrir vetrinum.

laugardagur, 1. september 2007

Gleðilegan september!

Þessi vika er búin að vera svo lengi að líða! Enda hef ég ekki verið að drukkna í verkefnum og svo er ég líka bara að bíða eftir að skólinn byrji og þá er tíminn leeeeeengi að líða.

Jei, e-takkinn á tölvunni er að bila!

Er búin að vera að fylgjast með masterklössum hjá Elisabeth Meyer-Topsöe alla vikuna og hún er mjög klár. Kíkti líka í einn tíma til hennar og hún er algert yndi. Kenndi mér nýja aðferð við að læra lög sem ég er að tékka á núna. Það tekur reyndar svona 300x lengri tíma að læra lögin en það á að skila sér í túlkun, framburði og orðamyndun.

Er svo byrjuð í Rope Yoga á fullu. Finnst ég ekkert smá dugleg að geta vaknað sjálf og mætt í tímana sem eru klukkan 7:50 mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Þetta er svo fyrir allar aldir! Vinnur líklegast með mér að það er enn bjart úti á þessum tíma.

Í gærkveldi var smá söngfuglapartý hjá mér. Það var semi-rólegt og fínt. Sumir drukkur og hratt, aðrir og hægt. Spiluðum, horfðum á YouTube, fengum okkur hamborgara og töluðum. Kíktu aðeins niður í bæ en flestir stoppuðu mjög stutt þar. Sjálf var ég komin heim rúmlega þrjú, var engan vegin að nenna þessu. En það eru myndir í myndalinkunum hér til hliðar.

Svo er það bara vinnan eftir klukkutíma og lærdómurinn tekinn þar og svo eru tvö partý á plani í kveld.

En held ég fari núna að henda flöskum og vaska upp.

sunnudagur, 26. ágúst 2007

Haust

Þá er ég komin í sokka og það þýðir að það sé komið haust.

Held að þetta sé besti tíminn á árinu. Verst bara hvað dagarnir eru lengi að líða þar sem maður situr bara í bíður eftir að skólinn verði settur, leiksýningar og óperur frumsýndar, tónleikar haldnir og rútínan komist í gang.

Er fyrir norðan í þessum töluðu orðum. Það var haldið eitt stykki ættarmót um helgina. Hamramenn hittust og glöddust saman, og þessi ætt kann sko að gleðjast!

Það brakar og brestur reyndar í skrokknum við minnstu hreyfingu, og er þannig hjá öllum en vilja flestir meina að Freydís Anna eigi þar mestan hluta í máli þar sem hún stjórnaði leikjum á Hamratúninu af stakri snilld. Held þó að fólk geti að einhverju leiti kennt sér sjálfum um þar sem mikið keppnisskap einkennir þessa ætt. Veit ekki alveg hversu góð hugmynd það er þá að láta alla keppa í leikjum á móti hvert öðru.

En eins og þessi ætt getur verið skapheit þá voru allir í sínu blíðasta formi um helgina og það var mikið gaman.

Þetta verður svo endurtekið eftir þrjú ár.

Á morgun hoppa ég svo heim, kem of seint á masterklassa og fer í einkatíma hjá Elizabeth Meyer-Topsöe. Er svo engan vegin í söngformi þessa dagana en maður lærir víst líka á því þar sem að söngnám snýst aðallega um að geta líka performerað vel þessa 358 daga á ári sem maður er ekki í toppformi.

Og þannig var það nú.

miðvikudagur, 22. ágúst 2007

Andvökunótt og bók

Æji, ég er andvaka!

Oftast er mér sama, því ég er frekar mikill nátthrafn, en þegar ég þarf að mæta í vinnu daginn eftir þá fer það í taugarnar á mér. Finnst erfitt að fara í gegnum daginn lítið sofin.

Þetta pirrar mig líka því ég þurfti að kljást við þetta vandamál næstum allan seinasta vetur.

Er að lesa bók núna sem er svo falleg, jafnvel þó það sé margt ófallegt í henni. Orðalagið er bara svo fallegt og svo hreinskilið sagt frá tilfinningum og hugsunum. Hef lengi ætlað að lesa þessa bók og loksins lét ég verða af því. Hún heitir Hundrað ára einsemd og hef ég heyrt svo vel af henni látið að ég varð að lesa hana. Líkist kannski soldið Heinesen.

Ég er loksins farin að sinna gömlum áhugamálum aftur, eins og að lesa bækur og horfa á bíómyndir. Líður rosalega vel með það! Var farin að sakna þeirra en ég fann aldrei eirð í mér til að horfa á mynd eða lesa bók...það var eins og mér fyndist að ég ætti að eyða tímanum í eitthvað nytsamlegra...og eins skrítið og mér finnst það þá var það þannig!

En núna ætla ég að reyna aftur að sofna...eða halda áfram að lesa.

laugardagur, 18. ágúst 2007

Ég elska tölvuna mína!

Reyndar er þetta ekki tölvan mín...ég er samt eiginlega bara búin að eigna mér hana, meira að segja búin að nefna hana. Hún heitir Muriel the Maid.

Ég elska tölvuna mína því í henni get ég talað við annað fólk, bæði strax og líka skrifað eitthvað sem það les seinna, bæði sérstaklega til einhvers eins, til valins hóps eða eitthvað sem allir í heiminum geta séð (en aðeins um 300.000 manns skilið).

Einnig get ég hlustað á allskonar tónlist þó svo ég eigi hana ekki...en þá má ég líka ekki vera of pikkí. En ef ég vil heyra eitthvað sérstakt lag getur hún líka séð til þess að ég fái að heyra það.

Svo get ég horft á þætti og bíómyndir! Það er eiginlega best! Get horft á það sem ég á og líka fullt af dóti sem ég á ekki! Þetta er eiginlega besti fítusinn og sá sem yljar mér mest um hjartarætur.

Næst besta atriðið eru öll fötin sem ég get skoðað!!!! My oh my! Ég elska föt! Elska að skoða snið, efni og liti! Er voða lítið farin að fara út fyrir MySpace í þessum efnum en fikra mig hægt og smátt út í hinn stóra heim netverslunar. Best finnst mér að ná í hluti sem kosta ekki mikið en eru gebbað flottir!

Margir nota tölvuna sína til að njósna um fólk...ég hef lítið notað það en það getur verið ágætis dægrastytting...en þá veit ég líka að ég er farin að eiga alltof mikin frítíma og tek þá við einhverju félagi til að stjórna ;o)

En það er alltaf gaman að gera fylgst með vinum og félögum án þess að þurfa að hafa of mikið fyrir því eða þurfa að pæla í hvaða tími sólarhringsins sé.

Og núna er ég löggst upp í rúm með elskuna mína og ætla að horfa á einn þátt eða svo :o)

Verið betri hvort við annað...og vakið lengur!

fimmtudagur, 9. ágúst 2007

Nei sko!

Blogg fyrir Fiskidaginn!!! Ekki bjóst ég nú við þessu!

En rigningin blés mér andagift í brjóst...og það að ég nenni ekki strax í sturtu því ég get ekki hætt að hugsa um hvað ég á eftir að gera margt í nótt áður en ég fari að sofa, sem er slæmt því ég fer að vinna í fyrramálið og þarf svo að keyra norður strax eftir vinnu og býst við að vera vakandi eitthvað frameftir á morgun :o/

Þannig til að verða örugglega örmagna næstu nótt þá hef ég ákveðið að blogga!

Langar mest til að leggjast út og láta rigna á mig. Elska svona hellidembu!

Þegar ég var lítil bjó ég í Álfalandinu eitt sumar með pabba og Fanneyju. Þar vorum við hópur ef 10-15 stelpum sem vorum alltaf að leika okkur saman. Í þau fáu skipti sem það kom svona hellidemba hættum við öllu strax, hvort sem við vorum í Fallinni spýtu, hestaleik, horfa á þyrluna taka á loft eða lenda eða bara að rölta, og hentum okkur á næstu stétt og stóðum ekki upp fyrr enn allt var orðið vott í kringum okkur og þá sáum við för, mis-súrrealísk, nákvæmlega mótað eftir legu líkama okkar.

Þetta var voða mikið sport og fyllti mann orkumikilli gleði. Og alltaf þegar ég lendi í svona hellidembu nú til dags langar mig bara að henda mér í jörðina og finna regndropana lenda á andlitinu og gegnbleyta fötin hægt og rólega.

-----------------------------------------------

Ég er í furðulegustu vinnu sem ég hef unnið. Þetta er líklega bara ein furðulegasta vinna sem til er.

Ef ég ætti að lýsa vinnunni minni í einni setningu myndi ég segja að ég ynni við að þurrka upp svita eftir annað fólk, því hún snýst aðallega um það. Og það er skrítið að vinna við ÞAÐ.

Um daginn var viðsiptavinur sem brann svakalega á rassi og efra baki. Honum fannst ekki nóg að sýna mér bara bakið heldur þurfti hann líka að sýna mér rassinn á sér! Og til að toppa allt þurfti ég að vera nokkrar umferðir af After Sun á hann (samt bara á bakið, sem betur fer!).

Fólk gengur líka um á handklæðinu einum fata eins og ekkert sé, bæði karlar og konur í bland. Skemmtileg stemming sem myndast við það!

Svo er ég orðin býsna fróð um hin og þessi krem, eitthvað sem ég hefði annars aldrei sett mig inn í. Við systurnar stóðum okkur svo að því um daginn að vera að ræða þessi krem af ákafa um daginn, en munum aldrei viðurkenna að við vitum eitthvað um þetta.

Svo þarf ég að fara í ljós. Ef ég er ekki brún og sæt þá tekur viðskiptavinurinn ekki mark á því sem ég er að reyna að selja honum, satt og sannað! Það hlýtur að vera innifalin áhættuþóknun í laununum.

-----------------------------------------

Ég er í nýrri tölvu núna. Ný tölva er kannski ekki rétt þar sem þetta er tölva sem mamma er búin að eiga lengi. Samúel Gaylord er við það að gefa upp öndina, er farinn að deyja 3x á dag. Hann deyr líka ef ég fer inn á síður þar sem er mikið af svona Flash-dóteríi...ég get ekki verið inni á www.MySpace.com , því þar eru einhverjar leiðinda auglýsingar, get ekki farið inn á www.director.is því hún er bara of kúl fyrir Samma gamla, get ekki horft á neitt á www.tv-links.co.uk , því að spila video er bara of erfitt, og fullt af fleiri síðum sem ég man ekki eftir akkúrat núna. Stundum deyr hann líka bara alveg að sjálfu sér!

-----------------------------------------

Jæja, þetta er orðið ágætlega langt blogg um ekkert og slefan, sumsé sturtukvikindi heimilisins, bíður ekki að eilífu...eða hvað?

mánudagur, 6. ágúst 2007

Krossfest, dáin og grafin!

Ég er þreyttari en ég hélt að væri hægt án þess að gefa upp öndina!

Erfið helgi að baki sem var samt ótrúlega skemmtileg þrátt fyrir yfirfylli af óvæntum uppákomum!

Erfið helgi framundan...vonandi samt ekki jafnerfið og seinasta helgi!

Vakandi manns draumur gekk vel og líka Rauðhetta...minni á seinustu sýningu í Reykjavík þriðjudaginn 7. ágúst kl. 19:00 í Öskjuhlíð.

Það erfiðasta við að læra er það að vera vitlaus rétt á meðan...
...en maður er þó fróðari eftir á.

Efast um að bloggþörfin hellist það sterklega yfir mig næstu vikuna að hún yfirvinni svefnþörfina.

Heyri í ykkur eftir Fiskidaginn mikla!

mánudagur, 30. júlí 2007

Frumsýningarhrollur!

Jæja, þá eru bara þrír dagar í frumsýningu hjá Sýnum, ef maður telur frumsýningardaginn sjálfan með. Sýningin heitir Vakandi manns draumur og er unnin upp úr tveimur þjóðsögum um álfa.

Það er komin frumsýningarhrollur í mann...og þetta er algerlega ný gerð af frumsýningarhrolli! Hef aldrei tekið þátt í uppsetningu þar sem ég er ekki eitthvað inni á sviðinu. Skemmtileg ný reynsla.

Mér hefur líka aldrei fundist ég eiga svona mikið í sýningu. Ég hafði enga hugmynd (eða ókei kannski obbuponku) um hvað ég var að fara að gera þegar ég tók að mér að vera formaður Sýna og sjá til þess að eitthvað yrði gert. Ég hafði mikla reynslu af stjórnarsetum og formennsku, en aldrei í leikfélagi! En svo settist ég bara niður, skipulagði mig og svo var ég líka svo heppin að vera umkringd fólki sem var endalaust boðið og búið að hjálpa manni. Og sem betur fer voru fleiri sem vildu að leikfélagið lifði áfram.

Núna er svo allt að skríða saman, eða kannski frekar stökkva saman. Það virðist vera að okkur hafi tekist, með góðri samvinnu, að koma upp lítilli, fallegri sýningu sem ég vona að þið komist að sjá.

Frumsýningin er núna á miðvikudaginn, 1. ágúst, í Öskjuhlíðinni í hermannaaðstöðunni rétt við Keiluhöllina.

Aðrar sýningar eru:

4. ágúst á Hamarkotstúni á Akureyri
6. ágúst í Öskjuhlíðinni
7. ágúst í Öskjuhlíðinni
11. ágúst á Fiskideginum Mikla á Dalvík

miðvikudagur, 25. júlí 2007

Sýnir og sólbaðstofan

Jæja, það er greinilegt að það er búið að vera nóg að gera hjá mér seinustu daga!

Vann í 7 daga straight, sem er ansi mikið fyrir bakið ef maður er að bogra við að þurrka upp svita eftir fólk! Mikið líka búið að þurfa að sinna Sýnum, fórum t.d. í æfingaferð til Selfoss seinustu helgi og þar leið mér eins og heimavinnandi húsmóður á risastóru heimili! Tók til mat fyrir þau, vaskaði upp eftir þau og saumaði föt á þau ;o) Það var samt rosalega gaman og vann fólk mjög vel þessa helgi.

Svo er bara að hnýta nokkra lausa enda fyrir frumsýninguna sem verður 1. ágúst næstkomandi í Öskjuhlíðinni.

Alltaf gott að vera í leikfélagi því þá er eins og maður eigi aldrei lausa stund :o)

Við verðum svo á Akureyri um Verslunarmannahelgina, bæði með leikritið okkar og barnaatriði á lokadæminu.

Og verðum auðvitað líka á Fiskideginum Mikla með leikritið og götuleikhúsið.

Ég er að fara norður þrjár helgar í ágúst. Er að velta því fyrir mér að splæsa í flug eina af þessum helgum því ég nenni eiginlega ekki alveg að vera að keyra 3x fram og til baka...er alveg að fá nóg af þessari leið...kannski líka út af því að í svona 50% tilvika er ég að keyra hana ein!

Er að passa kettina hans Sigga á meðan hann er úti í Kóreu...þau eru voða sæt og frekar forvitin ;o) Eru búin að eigna sér stóra púðann ofan á kassanum sem geymir Myspace-fötin og stundum er Snæfríður svo frek að hún leyfir ekki Bjarti að vera þar líka...samt er þetta humongus púði!

En jæja, verð að fara að hefjast handa ef ég á að klára eitthvað af þessu sem þarf að klárast, helst í gær.

Súl súl!

mánudagur, 9. júlí 2007

Stiklað á steinum

Jæja, þá hefur maður aftur ekkert að gera. Ég er samt ekki jafn eirðarlaus og í gær :o)

Ætla að stikla hérna á því skemmtilega sem hefur skeð þessa dagana.

Fór á útgáfutónleikana hjá Ljótu Hálfvitunum og stemmingin var dúndur! Líka gaman að sjá þá loksins á sviði sem var nógu stórt fyrir þá ;oÞ Einir skemmtilegustu tónleikar sem ég hef farið á! Fór líka í útgáfupartýið eftir tónleikana og það var líka óendanlega skemmtilegt þó svo að Bakkus hefði alveg mátt vera fyrirferðaminni.

Fór í gærkveldi á opna æfingu á Memento Mori. Þetta var í þriðja sinn sem ég sé þessa sýningu og ég elska hana! Svo falleg sýning! Hún gerir mig hamingjusama svona eins og Amelie og Canto de Iemanja :o)

Á laugardaginn giftu mamma og Gulli sig :o) Athöfnin innhélt yfirlið, krjúp-vandamál og nokkur já og svo var farið upp í Hvalfjörð á Hótel Glym og þar vorum við með sal út af fyrir okkur þar sem við borðuðum, drukkum, glöddumst og spiluðum Trivial Pursuit til klukkan fjögur um nóttina ;o)

Svo er ég búin að hitta norðan-familíuna aðeins seinustu daga og er það og allt ofangreint það merkilegasta sem hefur verið að gerast hjá mér :o)

Er að spá í að fara að fá mér eitthvað aðeins í mallann og tebolla og fara síðan að lesa smá í The Rough Guide to Opera, svona svo maður viti eitthvað í sinn haus ;o)

Og er ég sú eina sem vill vera plönuð sem 3-4 mánuði fram í tíman?

sunnudagur, 8. júlí 2007

Þankagangur í boði hússins

Voðalega fer sumarið í taugarnar á mér! Fæ miklu frekar þunglyndis-tendensa á sumrin en veturnar! Get alveg orðið vitlaus.

Sérstaklega er sumarið erfitt hérna í borginni. Það einhvern vegin er bara. Ekkert meira.

Ég varð alveg rugluð í hausnum seinasta sumar og það var frekar erfiður tími og núna í sumar virðist það bara að vera að endurtaka sig. Nema munurinn er að núna er ég að taka eftir því.

En voðalega er þetta leiðinlegur tími.

Finnst að við ættum frekar að taka svona frí í desember-febrúar. Það er alveg gráupplagt að leggjast í dvala á þeim tíma árs og nýta svo sumarið í nám og starf. Kannski á þessi skoðun mín eftir að breytast eftir að ég er komin út á vinnumarkaðinn en núna er þetta skoðun mín.

Mér finnst allavega lágmark að bjóða manni upp á það að vera í skólanum á sumrin...já og án þess að maður færi á hausinn við það!

Sem minnir mig á annað sem er óréttlátt og það er að tónlistarnemar fá ekki námslán fyrr en á 8. stigi!!!! Það er rugl og bull og vitleysa! Þetta er orðin mikil vinna á 6. stigi...alveg jafn mikil og ef maður væri í háskóla...allavega í Söngskólanum í Rvk, FÍH og Tónó því þessir skólar (og kannski fleiri) bjóða upp á tónlistarnám á háskólaleveli án þess að það sé að fullu samþykkt!

Þetta er bara vitleysa og hananú!

Íslendingar eru voða stoltir af tónlistarfólkinu sínu...en ekki fyrr en það er farið að gera eitthvað merkilegt og er búið að streða og streða án mikillar hjálpar!

Og þá að öðru.

Voðalega er þetta "bara" leiðinlegt. Eins og í: Ertu bara að vinna? eða: Ertu bara í söngnum?

Mér finnst þetta voðalega leiðinlegt innskotsorð í svona setningar. Þær eiga það til að draga út sjálfstrausti fólks og margt fleira...samt tekur fólk ekkert eftir að það segi þetta...þetta er einhvern vegin fast í málnotkuninni. Ég ætla allavega að reyna eftir fremsta megni að sleppa þessu "bara" orði í svona setningum. Endilega gerið grín að mér ef ég gleymi því ;o)

Mér leiðist og þá bara spjalla ég við sjálfa mig hérna á blogginu :o)

Sem betur fer er myndavélin mín ónýt eða biluð eða eitthvað. Það var nefnilega þannig eftir að ég flutti til RVK (og sossum líka stundum fyrir norðan) að ef mér leiddist þá tók ég bara upp myndavélina og fór að taka myndir af mér...svona að æfa myndasvipinn ;o) Einn daginn ákvað ég svo að taka til í myndasafninu í tölvunni og þá átti ég yfir 900 myndir sem ég hafði tekið af sjálfri mér þegar mér leiddist...er að komast á þá skoðun að ég sé eitthvað aðeins meira en léttbiluð ;o)

Í sumar er ég að læra að eiga frítíma...Það er erfitt...Þess vegna er ég frekar eirðarlaus þessa dagana! Þetta er að gera mig vitlausa! En held ég verði að læra þetta því ég var nú eiginlega að ganga að mér dauðri! Var hættulega nálægt taugaáfalli tvisvar sinnum í vetur og ákvað þá að klára að sem ég var búin að lofa mér í og læra síðan að segja nei!

Mér fannst alltaf frekar erfitt að segja nei...kannski er það af því ég á foreldra sem sögðu afskaplega sjaldan nei við mig...ég veit ekki...en allavega átti ég mjög erfitt með að segja nei. En núna er ég að læra það...er búin að vera að læra það svona seinustu tvö ár og er alltaf að bæta við nýjum og nýjum levelum í það. Stundum getur það samt verið hrottalega erfitt! Ég er nefnilega oftast að segja nei við hlutum sem hljóma skemmtilegir og spennandi en einhvern vegin er það nú svo (og mjög skrítið) að ef maður segir já við öllu sem manni finnst skemmtilegt þá endar það bara í flækju...þannig maður má ekki bara gera það sem er skemmtilegt...er það þetta sem kallast að verða fullorðinn? Að hætta að gera BARA það sem er skemmtilegt...Er það að fullorðnast að gera líka leiðinlegu hlutina? Ætti það þá ekki að þýða að það sé leiðinlegt að fullorðnast?

Held að maður þurfi bara að gera upp við sig hvort manni finnst betra og skemmtilegra; að gera bara það sem maður vill og finnst skemmtilegt eða að gera líka það sem er leiðinlegt og erfitt og hafa lífið aðeins einfaldara.

Og ég veit alveg hvort ég vel...þó svo maður renni stundum aðeins í hina áttina...enn sem komið er ;o)

Og ég er auðvitað að gera þetta soldið svart og hvítt hérna ;o)

Held ég láti staðar numið hér og fari að hitta vinkonu mína hana Meredith Grey sem virðist vera á svipuðum stað í lífinu og ég ;o)

Hafið það gott masstíurnar mínar og verið góð við alla (nema þá sem eru vondir við ykkur)!

fimmtudagur, 5. júlí 2007

WHAT THE FUCK!

Ok, bara eitt í viðbót...

..Spice girls ætla að velja af handahófi þá sem fá miða á tónleikana þeirra...svona svo þetta sé sanngjarnt!

Hvað í andskotanum! Mér finnst það bara ekkert sanngjarnt! Já ég vil fara á þessa tónleika! Ég elskaði þær og skammast mín ekkert fyrir að hafa gert það! Og mig langar svo endalaust mikið að fara á tónleika með þeim því aldrei náði ég því hérna í den!

Núna langar mig kannski bara ekkert lengur!

Sanngirnilegt hvað?!?!

Óðurinn til gleðinnar

Heh bloggerinn búinn að vera opinn hjá mér í svona hálftíma því ég ætlaði að fara að blogga og narta í smá hrökkbrauð á meðan eeeeen ég var svo svöng að ég bara gúffaði þeim í andlitið á mér!

Er í betra skapi í dag enda búin að vera að vinna á fullu!

Ég bara kann ekki að eiga svona mikin frítíma!

Þetta er hræðilegt! T.d. í gær gerði ég ekkert af viti. Hékk með múttu allan daginn og svo fór ég og hitti Völu vinkonu! Og svo horfði ég á tvo þætti af Grey's Anatomy þegar ég átti að vera löngu farin að sofa!

Því í morgun þurfti ég að mæta rétt fyrir 8:00 í vinnuna og það er mér afskaplega erfitt að vakna á milli 7 og 10 á morgnana...Næstum ógerlegt...en fyrir og eftir þann tíma er það kökubiti!

Svo er bara meiri hluti fjölskyldunnar á landinu og það í borginni þessa helgina! Enda ALLT að gerast þessa helgi! Landsmót og leyndó! Segi ykkur frá því eftir helgi ;o)

Shit mér leiðist!

Ætla að reyna að ná í pabba, Heiðu og yngstu bræður mína tvo og athuga hvort þau vilji ekki fá mig í smátíma :o)

Hasta la vista!

miðvikudagur, 4. júlí 2007

Bad temper!

Ég er í vondu skapi þessa dagana. Þá er ég ekkert voðalega fúl svona almennt en það þarf lítið til að ég verði alveg bandbrjáluð. Ég er mjög skapmikil en hef lært að hafa ágæta stjórn á því. En þessa dagana er ég mjög tæp.

Ég er sár og fúl út í mig, vini mína, veðrið, stöðumælaverði, hagkerfi landsins, hveiti, útlönd, úti-á-landi, sauma, IKEA og svona mætti lengi telja.

En það sem gerði mig glaða í dag var að hitta mömmu í góðu tómi, nýtt pils og ermar frá KVK, að hitta Völu núna á eftir (you better!), knús frá Fanney systur, að Kolli og Þóra koma á morgun...

...og núna er Vala komin so...Túrílú!

sunnudagur, 1. júlí 2007

Svarfaðardalurinn

Vá hvað ég hef ekki verið í stuði til að blogga lengi. Ætlaði alltaf að setja færslu um skólann hingað inn bara rétt eftir að ég var komin, svona á meðan þetta væri allt ferskt í hausnum, en gerði ekki. Er samt að pæla í að skrifa um það sem situr enn eftir.

Skólinn var æðislegur í ár, miklu skemmtilegri en í fyrra. Það var svo skemmtileg stemming í gangi. Ég fór á námskeið til Stephen Harper, sem er hreinræktaður snillingur með meiru, og var það mjög skemmtilegt en líka pínu erfitt. Húmorinn var staðsettur fyrir neðan belti og maður hló eiginlega allan daginn. Mér hefur alltaf fundist kokteilsósa lítið spes en allt í einu fékk ég ekki nóg af henni ;o) Við fengum að lemja vini okkar, elska vini okkar, misnota vini okkar, hlæja að vinum okkar og finna til með vinum okkar. Við vorum líka oft með grímur og það var alveg endalaust gaman að vinna með þær!

Og það var farið í blak, gufan var brúkuð á hverju kveldi enda ekkert betra en að sofna eftir góða gufu með innbyggðu nuddi í ;o) Það var kvöldvaka og á henni komst ég að því að ég var víst athyglissjúkasta manneskjan á svæðinu ;o) Víðir var næst athyglissjúkastur. Athyglissýkin lýsti sér að að við stelpurnar sem vorum saman í herbergi (ég, Rósa, Fanney og Una) sungum allar saman, ég söng Svarfaðardalinn með Hrefnu og Árna til að gefa réttu stemminguna í söguna hennar Siggu Birnu, við Árni sungum saman Come what may úr Moulin Rouge og létum taka okkur af lífi og að lokum tókum við Víðir verðbréfadansinn úr Bingói sem tókst líka svona vel :o) Hápunktur kvöldsins var atriðið hjá Gunna og Snorra úr sýningunni Dauði og jarðarber!

Við fórum líka í heimsókn til Berngt (eða hvernig maður skrifar það, ætla ekki einu sinni að reyna við seinna nafnið) brúðusmiðs og skoðuðum verkstæðið hans og fengum að kynnast nokkrum brúðum og sjá Ástarsögu og hlaupigaurinn úr Umbreytingu.

Nú busunin var á sínum stað. Ég var víst enn busi þar sem ég missti af herlegheitunum í fyrra. Þetta var nokkuð skemmtilegt hjá þeim og lögðu böðlarnir mikið í þetta. Una og Rósa voru svo mikil yndi í að vera ógeðslegar, eru bara allt of sætar til að þeim takist það. Víðir var scary og hélt ég að hann myndi kannski bara missa það í alvöru. Fyndnast var samt þegar við vorum sett inn í gufuna, ég vissi nefnilega alveg hvað var að fara að gerast ;o)

Shit ég var næstum að gleyma Bandaleikunum 2007! Þetta er skemmtilegasta keppni sem ég veit um :o) Ég var í hópnum Dyspraxic sem er orðið yfir þá sem hafa ekkert fjarlægðarskyn. Okkur fannst þetta góð hugmynd þangað til við fórum að reyna að borða og drekka. Vorum örugglega mest edrú lið keppninnar ;o) Og svengsta! En sem betur fer var bæði Hjálparsveitarlið og Ofurhetjulið! Og fjórða liðið var Ladies and gentlemen. Allt kvöldið vorum við síðan að labba á, detta, missa hluti, vera langt í burtu, vera alltof nálægt, etc. Fengum líka að hengja þvottaklemmur á allskonar líkamshár kennarans okkar nokkurra og kippa þeim svo í burtu, teikna á borð, syngja lag um það að vera dyspraxískur, veiða skordýr, halda ræðu með engum S-um og kasta pappaflugvél, en okkar flugvél flaug lengst vegna þess að við komum ekki vængjunum á hana ;o) Þegar liðið okkar var svo orðið vel blátt og blóðugt fengum við að vita að VIÐ UNNUM! :oD

Lokakvöldið var mjög skemmtilegt. Við komum Stephen á óvart með því að búa til Stephen-grímur á okkur öll og gáfum honum áfengi og geisladisk og bók sem innhéldu íslenska menningu. Maturinn var góður og svo dansaði maður frá sér allt vit. Svo var stiginn faðmlagadans í rúman klukkutíma þar sem maður var einhversstaðar milli svefns og vöku. Svo fór maður að sofa :o)

Svo útskrifuðumst við öll og kvöddumst.

Eins gott að ég skrifaði þetta ekki fyrr! Hvað ætli það hefði verið langt!

miðvikudagur, 20. júní 2007

Afi Benni

Afi Benni var pabbi pabba. Hann lést í seinustu viku. Hann var alltaf ljúfur og góður, en gat þó alveg verið ákveðinn. Hann bruddi bismark-mola í gríð og erg og laumaði hann oft til manns einum og einum. Man eftir því að hann og amma kíttu um allt og ekkert og okkur krökkunum þótti endalaust gaman að því, enda aldrei nein mikil alvara í því. Hann var líka endalaust duglegur og var að allan daginn, enda sofnaði hann oft yfir sjónvarpinu á kvöldin og var honum leyft að sofa þar til dagskrárloka eða þangað til hann fór að hrjóta. Það var alltaf gott að vera í kringum hann, það kom alltaf viss ró yfir mig. Mér mun alltaf þykja vænt um hann og trúi því eiginlega ekki að hann sé búinn að kveðja.

Takk afi fyrir að vera þú

miðvikudagur, 6. júní 2007

Svik og prettir!!

Þá styttist óðum í Skólann! Er að verða búin að fylla bílinn af farlausum fuglum en er ekki viss hvort allir sem báðu mig um far þurfi far...Þarftu far Sigga Birna? Ef einhver veit það má hinn sami láta mig vita!!! Annars fara Ásta og Una Dóra með mér í bíl alveg pott þétt. Planið er að leggja af stað klukkan 10:00 því ég þarf að "koma við" heima á Laugum og ná í nokkra hluti sem urðu eftir seinast eða komust ekki með. Þannig ég hendi stelpunum út á Akureyri, þar sem er gott að eyða nokkrum klukkutímum, og pikka þær aftur upp um sexleytið myndi ég halda.

Er ekki að nenna neinu þessa dagana sem er ekki gott því að nýjustu fréttir eru þær að gaurinn sem við mamma vorum að vinna fyrir sveik okkur...þannig enn og aftur er maður í atvinnuleit! Er búin að sækja um í apóteki, póstinum og á einhverjum einum stað í viðbót sem ég man ekki hver var...en ef ég verð ekki búin að fá svar frá neinum af þessum stöðum þegar ég kem til baka þá held ég að maður neyðist bara til að athuga með næturvaktir á Subway og Serrano...eins ótrúlega skemmtilegt og það hljómar! En ef þið vitið um einhverja góða og jafnvel skemmtilega vinnu sem er laus sem borgar ágætlega þá má alveg láta mig vita!

Ég er samt búin að vera semi-dugleg seinustu daga...er að verða búin að tæma hitt herbergið svo að Fanney systir geti bara komið sér fyrir um leið og hún kemur frá Kýpur...shit hvað ég hlakka til! Þá kemur líka smá svona fjölskyldustemming inn á heimilið. En já tæma herbergið...losa mig við sófann í kveld til hennar Ágústu og þá held ég að allt verði komið...

...bara verst að ég hef engan stað til að hengja upp alla kjólana mína og pilsin og það dót í nýja herberginu mínu...flest af þessu núna í kuðli á þvottagrindinni eða hangandi í gardínustöngunum já og gardínunum sjálfum...en það má ekki lengi því sólin upplitar fötin! Og það verður allt svo krumpað af því að vera í kuðli lengi! Þarf að koma upp fataslá inni í herbergi.

Og það lítur út fyrir það að við systur munum búa hérna um (langan) óákveðinn tíma þannig reynt verður að koma sér sem best fyrir. Reyndar full sem þarf að laga hérna og er þá sérstaklega baðherbergið sem er í vondu ásigkomulagi! Ojbara ojbara ojbara! Klóaklyktin gæti myrt rottuher og svo er fullt af litlum pöddum út um allt! Enda er á dagskránni að hafa samband við meindýraeyði og skipta um öll klósettmál...og athuga hvort sturtan geti ekki gert eitthvað meira en að slefa á mann! En þangað til verð ég bara ofvirk á ryksugunni og klósetthreinsinum og læt mig bara hafa það að þvo mér upp úr slefi ;oP

Ef það er ekki bað á baðherberginu er það þá sturtuherbergi?!?

Já, ég bulla mikið í dag enda hef ég eiginlega ekkert að gera!

Langar í helgarferð til London í sumar, helst með einhverjum. Langar líka til Eistlands með Fanney ef hún fer, en efast um að ég hefði efni á því. Langar líka til Kosovo svona á meðan maður getur gert það á ódýrari hátt en ella, en hef ekki einu sinni efni á því að gera það þannig. Langar til þess að vera heima á Laugum í svona 2 vikur...og geri það bara kannski!

Þoli ekki svikara!

Og ég þoli ekki að vera fátækur námsmaður!