sunnudagur, 30. desember 2007

Brjálaða veður!

Það er bara brjálað veður! Nema á Laugum. Hérna er bara smá vindur í gangi. Það ríkir nefnilega svo mikil veðursæld hérna, jájá. Man einhvern tíman þegar ég var í Litlu-Laugaskóla þá var öllum skólum í sveitunum í kring aflýst vegna veðurs em hérna á Laugum var blankalogn og skólastarf hélst óbreytt.

Ég ætlaði nú samt að vera komin suður núna. Skiptir samt litlu hvort ég fari í dag eða á morgun. Flugið mitt er í athugun kl. 6:45 í fyrramálið. Það finnst mér reyndar svakalegur tími. Þýðir að ég þarf að leggja af stað héðan upp úr 5 (ef við miðum við að vera komin hálftíma fyrir fyrirhugaðan brottfarartíma).

Það er hinsvegar soldið eins og hvirfilbylur geysi hérna á heimilinu, enda erum við núna búin að vera 7 manna fjölskylda í 3 daga. Mikið stuð í gangi ;o)

Og af því ég er föst hérna næ ég að fá buffalo wings a la pabbi í kveldmat :oÞ Það er alveg hrottalega gott!

Ætti kannski líka að pakka í kveld :o)

Von + hræðsla = lífið

Ég er hrædd núna. Nokkrir hlutir í gangi sem hræða mig. Finnst það pínu óþægilegt, en sumt af því er líka mjög spennandi og skemmtilegt. Veit að það á allt eftir að fara vel. Þetta er bara lífið að minna aðeins á sig. Það fer allt á besta veg. Ég bara veit það. Ég vona það!

Ég nenni ekki neinu núna. Nenni ekki að vera í fríi. Nenni ekki að byrja aftur í skólanum. Nenni ekki að undirbúa mig undir inntökupróf. Mun samt gera þetta allt. Ég geri lang oftast allt sem ég þarf að gera...nema stundum.

Það er margt sem mig langar núna. Sumt af því er það sem er að hræða mig. Sumu af því nenni ég ekki þó mig langi. Það er líka skrítið að vera farin eða vera á leiðinni að gera það sem MIG langar að gera. Það hefur vantað það í suma hluta af lífi mínu hingað til.

Er svo mikið að passa mig við að raða öllum púslunum rétt núna. Kannski að passa mig of mikið? Ég er bara svo voðalega forvitin að sjá hver heildarmyndin verður því kassinn með myndinni utan á er týndur. Ég verð því bara að ímynda mér hvernig púslið lítur út í raun og veru. Þetta er allavega litrík mynd.

Það er skrítið að upplifa svona sterka von og mikla hræðslu bæði í einu. Það er eins og það sé rafmögnuð kúla í sálinni sem sendir við og við strauma út í allar æðar líkamans. Best er þó þegar vonin vinnur því þá skjótast milljón volt út í alla útlimi líkamans og út um fingur, tær og hnakka og skjóta manni upp í loftið og maður hringsnýst á ógnarhraða út um allt þangað til maður svífur létt til jarðar sem tekur manni opnum örmum og maður lendir í mjúkum faðmi hennar.

Skemmtilegt hvað þetta á við ALLT! - ást, markmið, vinnu, kynlíf, vináttu, fjölskyldu, mat, skwmmtun og margt fleira. Í öllu þessu leitumst við eftir því að fá vissa fullnægju.

Og þetta er í allavega annað sinn í þessum mánuði sem ég lendi í einhverri væminni hunangsleðju...er að verða svo væmin...er ekki búin að ákveða hvort mér líki við það eða ekki...

Og nýtt mer sett í fjölda blogga í einum mánuði! Skúbbidí!

Er farin að sofa og/eða bíða eftir því að síminn gefi frá sér hljóð!

þriðjudagur, 25. desember 2007

Gleðileg Jólin!!!!

Góð jól og allt það en áður en ég fer í allt það dæmi verð ég að segja eina sögu meðan ég man eftir því:

Ég var bara rétt í þessu að koma af Facebook og þar rak ég augun í soldið á news-feedinu:

Helga Ragnarsdóttir Compared friends.
In her network, people have voted Jenný, Hanna, Jóna, and Zoe as best mother (potential).

WTF!! Fékk nett hjartaáfall! Voða fínt að fólk hafi trú á manni og allt það en visst sjokk sem fylgir þessu sérstaklega þegar maður er svona óralangt frá því að einu sinni hugsa um þetta!

Komst reyndar að því í gær þegar ég var að tala við Völu vinkonu í síman að ég ætti mögulega aldrei eftir að upplifa jól án barna. Yngsti bróðir minn er eins árs og jólagleðin verður örugglega gífurleg næstu 10 árin amk hjá honum og mun ég líkast til eyða jólunum alltaf með þeirri fjölskyldu minni...og eftir 10 ár er alveg líklegt að maður verði kominn með einn krakkalakka.................................!


Alltof mikið af börnum í þessu bloggi en ég ætlaði að skrifa meira um jólin en það verður bara að koma seinna því við erum að fara að tína til afgangana góðu á borðið :o)

Og allir í náttfötum frá Joe Boxer ;o)

sunnudagur, 23. desember 2007

Gusgus ekki að halda sér!

Fór í Sjallan á Gusgus í kveld...borgaði fucking 2500 kr. fyrir sem er rán en maður sætti sig við það hérna á norðurhjara veraldar! Það hefði svosem verið í lagi ef þau hefðu drullast til að spila eitthvað!!!!

Kvikindin mættu ekki á svið fyrr en rétt fyrir 3 og við erum að tala um að það er bara opið til 4¨!!!!! Enda hættu þau að spila 10 mín. í 4¨!!!!!! Þetta er ekkert nema glæpastarfsemi og hananú!

Hefði átt að fara á Túpílakana á Húsavík!!!

En ég hitti þó Guffu og Fanney vinkonu...!

Og mikið ósköp fer maður að finna á sér við að vera í bíl í hálftíma!!

Vildi óska að nokkrar manneskjur hefðu verið hérna í kveld...

Og mikið er fólk hérna fyrir norðan lágvaxið....og slatti af vitleysingum!

Gaman að þessu...hef ekki hlegið svona mikið lengi

og hvað er málið með Sjallann?

En það verður náttúrulega að taka með í reikninginn að það er 18 ára þarna inn...enda voða mikið af krökkum þarna...mér leið eiginlega eins og ég væri bara gömul bytta...eða næstum því....allavega gömul...skrítið

enda byrjaði ég að djamma á Sjallanum þegar ég var 15 ára gömul....það er bara glæpur! Hef það mér til varnar að ég var ekki byrjuð að drekka þá...en skýrir kannski út margt sem ég varð vitni að í kveld.

Góða nótt!

laugardagur, 22. desember 2007

Frekar langt blogg sem er mikill vellingur!

Það er skrítið að vera hérna á Laugum aftur í meira en nokkra daga. Hef bara haft tíma til að kíkja í mesta lagi 5 daga seinustu árin og var búin að gleyma hvað það er ekkert að gera hérna. Núna er líka enn minna að gera hérna því það er ekkert Laugasel/Laugabær og flestir vinir mínir sem bjuggu í nágrenninu eru fyrir sunnan eða í útlöndum...eða bara einhversstaðar annars staðar á landinu.

Hlakkaði til að koma hingað og bara vera að lesa og kannski klára að læra lög og texta fyrir 7. stigið en ég er svo fáranlega eirðarlaus að ég hef ekki upplifað annað eins í háa herrans!

Það er heimskulegt að vera eirðarlaus...Það er heimskulegt að vera vakandi klukkan 20 mín. yfir 5 um nótt...það er heimskulegt að vera eirðarlaus og vakandi kl. 20 mín. yfir 5 um nótt.

Þannig ég ætla að bulla aðeins á blogginu mínu til að stytta mér stundir.

Er búin að liggja uppi í rúmi síðan á miðnætti og skoða flestallar íslensku hljómsveitirnar á myspace sem mig langaði að tékka á. Fann margt gott og annað ekki eins gott. Fannst VilHelm eiginlega bestur. Elska teateríska og karnivalíska tregafulla tónlist. Svo uppgötvaði ég líka Klassart fyrir alvöru. Þau ödduðu mér fyrir löngu síðan en ég hafði ekki tíma til að tékka alminnilega á þeim. En svo urðu þau á vissan hátt á vegi mínum aftur nýlega og ég ákvað að sjá hvernig þetta væri og finnst þau bara mega góð. Eru allavega ekki að gera bara eins og allir aðrir.

Fann það einmitt út á þessum rúnti mínum að sumar nýjar hljómsveitir eru eiginlega bara að apa eftir eldri hljómsveitum. Alveg fínt stöff en það er bara visst mikið af þessu væli sem maður þolir. Já þetta var flest allt í vælugeiranum...samt ekki strákabandavælageiranum...LÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖNGU komið nóg af því!

Athugaði líka hljómsveit sem heitir Rökkurró og það er rosa sæt sveit. Finnst gaman að þau syngi á íslensku og það passar merkilegt nokk vel við lögin. Oft passar íslenska ekki við lög (nefni Hara-systurnar sem dæmi) en hún sómir sér vel í þessum lögum.

MSN er erfið leið til að tjá sig...og SMS líka. Ég hrúga alltaf inn brosköllum, upphrópunum og punktum svo fólk nái tóninum í því sem ég er að rita en það kemst ekki alltaf til skila...svo skilur fólk líka þessi merki og kalla á mismunandi vegu. Er að reyna að venja mig á að hringja frekar en að senda SMS, en ég er forfallinn essemmessari...og emmessennari ef út í það er farið. Svo hentugt því maður truflar fólk eiginlega ekkert með því að senda því skilaboð og svo er alltaf hægt að taka sinn tíma í að svara...en það er eini ókosturinn við að tala í síma eða face to face...fólk bara fríkar út ef það koma þagnir!

Sjálfri finnst mér þögn ekkert svo erfið...eiginlega bara notalegt að þegja soldið inn á milli. Hún getur náttúrulega verið erfið á vitlausum augnablikum...en að þegja svona inn á milli umræðuefna er bara fínt. Hitt stressar mig of mikið....hugsa bara "shit þetta umræðuefni er að verða uppurið!! Hvað í fjandanum er hægt að tala um þá???"

Ég þegi líka alltaf ef ég er að kynnast fólki í hóp. Ef einhver talar samt við mig one-on-one þá er þetta ekkert vandamál! En ef ég er innan um hóp af fólki sem ég þekki misvel þá kýs ég að þegja en fylgist þeim mun betur með!

Komst að því í kveld að ég er orðin Starari. Við Fanney vorum að snæða á Búllunni á Ak. og þar er fjölskylda greinilega búin að mæla sér mót. Þegar meirihlutinn af fjölskyldunni kemur inn fara þau beint að manninum sem var einn að bíða eftir þeim og hrúgast öll utan um hann. Það var svo mikill kærleikur fólginn í þessu að ég hélt áfram að fylgjast með þeim. Það var svo gaman. Og þegar Fanney sagði "You're staring!" þá fór ég að hugsa út í þetta og komst að því að ég er farin að gera mikið af því að fylgjast mislaumulega með fólki...Kenni einmanalegum kaffihúsabiðum alfarið um þetta.

Og ég sem hef aldrei þolað hvað fólk starir á annað fólk!

Þessa dagana er ég svefnlaus, eirðarlaus, hamingjusöm og skíthrædd! Ein tilfinning kom fyrst og leiddi af sér aðra tilfinningu sem leiddi svo af sér þá þriðju sem leiddi af sér eina tilfinningu í viðbót...er ekki viss um hver af þeim kom fyrst. Verður maður hamingjusamur af svefnleysi og svo skíthræddur við það sem endar í eirðarleysi? Eða verður maður eirðarlaus af hamingju sem leiðir af sér ótta sem er fylgt fast á eftir með svefnleysi? Stundum er ein tilfinning ráðandi en svo hellast þær stundum allar yfir mig í einu eins og foss. Tilfinningastríð eru stórskemmtileg, maður lærir svo margt :o)

Lék mér við Benna bróður heillengi hjá ömmu í dag. Höfum aldrei leikið okkur svona mikið saman. Fórum út og allt. Það var ótrúlega gaman og helst hefði ég bara viljað skrópa í leikhúsið og halda áfram að leika við hann :o) En ég fór heim að skipta um föt og undirstrika andlitsfallið og þar var Þói sprækur og var allt í einu til í að leika við mig þó að pabbi væri heima, en hann er mikill pabba-og mömmustrákur og vill hvergi annars staðar vera en í fanginu á þeim ef þau eru nálægt. En nei nú var hann til í að leika sér! Þannig það tók aðeins lengri tíma að taka mig til :o) Svo vildi hann bara fara með mér þegar ég var að fara.

Og þess vegna er ég að drepast úr væmni í kveld.

fimmtudagur, 20. desember 2007

Svefnleysi og hamingja

Góður dagur í dag...byrjaði reyndar ekkert alltof vel þar sem ég þurfti að VAKNA...en eftir það varð allt betra og betra.

Svaf óþarflega stutt í nótt miðað við það að ég er í jólafríi...oftast erum við að tala um 10 tíma þá en ég held ég hafi bara náð rúmum 5 í nótt, enda var fjölskylduferð inn á Ak. þar sem ég fékk Nings sem var ekki gott og keypti mér meira hunangssjampó sem var aftur á móti gott. Svo er það bara kósíheitabað á eftir.

Er eiginlega bara nokkuð hamingjusöm. Búin að vera að leika fullt við litlu bræður mína tvo í dag sem er mjög skemmtilegt og svo var farið í spurningaleikinn góða við matarborðið. Það er að verða hefð sem á sér stað í næstum því hverjum matartíma. Leikurinn hafði nú þróast ögn síðan ég var hérna síðast þannig ég tapaði eiginlega þó ég vissi svörin því ég fór ekki eftir reglunum. En þessi leikur er smíð hans Benna bróður...hann er svo yndislega mikill njörður :o) Og Þói alger prakkari. Hann reyndar er alveg að mastera taktana við eldamennskuna. Þegar pabbi er að elda þá verður hann að fá að sjá hvað hann er að gera og fylgist grant með. Þegar hann er svo að leika sér í sínu eldhúsi þá fer hann eins að að öllu...meira segja hægt að biðja um smakk og alles! Stundum finnst mér soldið leiðinlegt að sjá þá ekki oftar.

Ætluðum til ömmu að baka sörur í kveld en það verður gert yfir daginn á morgun í staðinn. Svo eru það Óvitarnir með Fanney systur annað kveld og Stúfur á laugardaginn. Gæti jafnvel verið að maður kíki eitthvað um kveldið á Ak. Sé samt til...verð alltaf svo löt hérna :o)

Jæja, ætla að fara að lesa eða horfa á That 70's show eða eitthvað í þá áttina.

Mér er illt í maganum!

Er fyrir norðan og lítið að frétta...Óhóflegt át hafið nú þegar og alltof mikil tölvuleikjanotkun!

Ætla samt að reyna að fara út úr húsi a.m.k. einu sinni á dag...!

Fór .t.d. í sund í kveld og á morgun er ferð inn á Ak. með allri familíunni...sem betur fer erum við á 2 bílum...þetta er svo stór fjölskylda að hún passar ekki í einn bíl ;o) Og þann 28. des. verðum við fleiri...þá kemur Magnús bróðir líka norður!

Sem betur fer er restin af systkinunum komin með sína eigin fjölskyldu og þau halda sig bara heima hjá sér!

En ætla að reyna að finna eitthvað á netinu núna til að horfa á/sofna yfir.

Jólin eru ein stór sukkhátíð!

mánudagur, 17. desember 2007

Plankastrekkjari

Pabbi gamli bara kominn á netið...nema hann er ekkert svo gamall akkúrat þarna.

föstudagur, 14. desember 2007

Djöfullinn og dádýrið

Er það nú lifnaður á manni! Er í ofvirkniskasti ein heima að fara að éta pasta út pakka kl. 01 og er að pæla í að fara að þvo þvott! Jólin eru sko mætt á svæðið...eða þetta er svona týpískt pre-jóla-ástand...

Var að átta mig á að ég væri bara búin að borða eitt snickers og eina pylsu í dag...það er ekki nógu gott! Því leyfi ég mér að borða djöfulinn sjálfann - Pakkapasta með ostasósu!

Á nú ekki eftir að gera það margt áður en ég fer norður en mig langar svo að hafa allavega laugardaginn sem fríastann :o) Þá reynir maður að pakka þessu saman eitthvað fallega.

Verst bara hvað ég er strax búin að snúa sólarhringnum við!

Var á jólatónleikum í skólanum áðan og það var bara mjög gaman...besta atriði kveldsins var klárlega Babba-kvartettinn! Mér var sagt að syngja ekkert og ég var því ekki að syngja...ekki einu sinni í samsöngslögunum! Verð að vera ósyngjandi í 3 vikur...það er ótrúlega erfitt!
Byrjaði að syngja með í fyrsta samsöngnum og mundi svo bara í miðju lagi að ég mætti ekki að vera að syngja...pfffff!

Hvernig fer maður í gegnum heil jól án þess að syngja?

Jæja ætla að sinna matnum og þvottinum :o)

Jólin!

fimmtudagur, 13. desember 2007

Tannpínupúki?

Held ég verði bara að sætta mig við þessar hænur...fínt að hafa hænsnagarð á blogginu sínu og ekki amalegt að það séu þá rokkhænur sem segjast vera vinir mínir.

Jólatónleikar í skólanum í kveld. Ég ætlaði að syngja með Heiðrúnu en ég er orðin ömurleg. Verð núna að andskotast til að syngja ekki neitt næstu 3 vikur. Og kannski fá lyf sem virka. Helvítis húmbúkk!

Á eftir að gera alltof margt áður en ég fer norður! Tíminn hleypur á harðaspretti frá mér! Ég er líka rosalega utan við mig þessa dagana. Hef verið að gleyma dagbókinni minni mikið heima og að ég eigi hana yfir höfuð og það þýðir að ég man ekkert hvar ég á að vera hvenær.

Verð að muna eftir að fara til tannlæknis á morgun. Það hefur ekki verið litið upp í kjaftinn á mer síðan ég var 17 ára gömul. Veit að það er ekkert það gáfulegasta en það hefur allavega ekkert verið að bögga mig í tönnunum. Gott samt að fara og láta hreinsa þær alminnilega við og við. Kvíði samt svakalega fyrir!

Held ég fari núna og reyni að taka til í herberginu mínu. Það hefur eki litið svona svakalega út síðan ég flutti hingað!

miðvikudagur, 12. desember 2007

Er eiginlega bara orðlaus...

Hvað á maður að gera þegar þrjár hljómsveitir sem maður þekkir eru með lag í jólalagakeppni rúv? Bölvað vesen er þetta á ykkur! Endaði samt með því að ég kaus gamla góða Hraunið...svona fyrst maður er búin að gaula svona einu sinni með þeim í því lagi og allt það...sveik þar með frænda og góða vinkonu..það er vandlifað! Veit ég get kosið oftar en mér finnst það pínu kjánalegt....er ég ein um það? En hypjið ykkur inn á http://www.ruv.is/heim/vefir/poppland/jolalagakeppni/ og kjósið....t.d. Hraun eða Túpílaka eða H&H eða Hraun ;o)

Hálsinn í fýlu við mig eftir síðustu daga....söng í 12 lögum í Kjallaranum á sunnudeginum og í gær urðu þau allt í einu 13...þannig það gekk ekkert rosa vel á æfingu í morgun á Brúðkaupinu þannig ég ákvað bara að þegja...Tækla þetta jólafríinu. Svaf svo yfir mig í söngtíma :o/

Annars er bara margt að gerast hjá mér þessa dagana...allt mjög gott en soldið scary...en ég bara brosi :o)

Svo er ég búin að fresta norðurferðinni um einn dag og gæti kannski verið að ég seinki því um einn dag í viðbót...nenni ekki að vera að keyra norður daginn eftir djamm...sé til hvort ég fari í þetta partý á laugardaginn. En svo er skyldumæting bæði til Rósu og í jólapartý NFSR...maður getur ekki gerst félagsskítur þó svo maður sé ekki í stjórn ;o)

Alltaf skal þetta líf koma manni í opna skjöldu!

mánudagur, 10. desember 2007

Afsakið óreiðuna

Ákvað að gera tilraun til að breyta lúkkinu á þessu bloggi aðeins, skreyta það smá, en þegar ég var búin að velja mér útlit þá sá ég að ég þyrfti að breyta því og lagfæra það mikið til að það yrði eins og ég vildi hafa það. Ákvað því bara að halda mig við þetta svarta og fjólubláa þangað til ég nenni að vera að föndra við þetta. Verst bara að ég sat eftir með þessar ljótu hænur þarna...ef einhver veit hvernig ég get losnað við þær má sá hinn sami endilega láta mig vita!

Frábær helgi að baki. Jólahlaðborð með vinnunni á fimmtudeginum. Fórum á Fjörukránna. Það var soldið spes en mjög skemmtilegt. Vinguðumst við hóp af norðmönnum sem voru á næsta borði. Fórum svo auðvitað á Næsta og vorum leiðinlega liðið sem er ógeðslega lengi að hypja sig út þegar það er búið að loka!

Á föstudeginum var ég búin að gleyma að það væru tónleikar mað Hálfvitunum og Hvanndalsbræðrum og sagði því við Grjóna að ég skyldi taka vaktina hans það kvöld fyrir hann. Hann varð glaður og fór á tónleika. Ég bölvaði mér í hljóði.

Á laugardaginn var ég eiginlega að æfa allan daginn. Þreytti það þrekvirki að mæta á æfingu til Rósu kl. 11:00 þegar ég hafði verið að vinna til 5 um nóttina. Fór svo og keypti nokkrar jólagjafir. Var svo pínu föst og komst ekki á eina æfingu en náði að mæta seint á þriðju æfingu dagsins. Eftir það var haldið til Einars og Gunnu og borðaður dýrindis kjúklingur...át næstum tvær heilar bringur og fullt af meðlæti! Varð að yfirgefa veisluna fyrr en aðrir því við vinirnir vorum búin að lofa að hittast í tilefni af því að við hefðum endurheimt Völu. Byrjuðum á því að hittast hjá Helga og spiluðum Kana og ég rústaði Helga í Hæ Gosa 2x því hann bara varð að reyna að vinna mig í því...ég hef bara aldrei tapað í Hæ Gosa og ætla ekki að byrja á því núna. Svo var haldið niður í bæ sem var frekar hljóður svona í prófatíðinni. Ég fóðraði liðið á ostum og snakki á Næsta. Svo ráfuðum við eitthvað í leit að einhverjum stað að fara á og enduðum á að fara á Ellefuna en þar týndum við Vala Höllu og Helga. Það var voða lítið að gerast þar og því röltum við yfir Laugaveginn og tókum okkur stöðu í röðinni fyrir utan Kaffibarinn. Eftir að hafa beðið slatta og leyft fullt af fastagestum fara á undan þá trompaðist Vala við dyravörðinn og húðskammaði hann en viti menn þá hleypti hann okkur loksins inn. Þetta var eini staðurinn sem við fórum á þetta kveld sem var eitthvað af fólki á og eins og í den þegar við Vala vorum alltaf að djamma á Kaffibarnum þá byrjum við að blaðra við hina og þessa, en blöðruðum reyndar merkilega mikið við hvor aðra líka. Í lok kveldsins kom strákur til okkar þar sem við bíðum á barnum eftir afgreiðslu og býður okkur drykki og segir svo "mér var annars sagt að ég þyrfti bara að bjóða þér upp á kokteilsósu til að ná í þig." Og þetta er svo mikill einkahúmor sem aðeins svona 18 í heiminum skilja :oD En ég dó næstum úr hlátri og ákvað að næst þegar ég hitti Snorra að þakka fyrir mig. Pott þétt besta pikk öpp lína sem ég hef heyrt! Og þið haldið núna að ég sé eitthvað klikk...

Anyway þetta var stórskemmtilegt kveld en ég fékk að finna fyrir því daginn eftir. Verð afskaplega sjaldan þunn en það gerðist á sunnudeginum og var ég eiginlega hálftíma sein allan daginn. Ég og Rósa vorum löööööngu búnar að ákveða að fara í Kolaportið að grúska en þegar við loksins komum þangað var klukkan orðin alltof margt miðað við að við áttum eftir að taka okkur til fyrir Kjallarann um kveldið. Uppgötvuðum samt nýjan æðislegan bás. Fór heim og setti nýtt met í að taka mig til en ég var mætt með þeim fyrstu niður í kjallara. Prógrammið tókst vel miðað við æfingaleysi, allavega í mínu tilviki. Þeir sem misstu af geta séð þetta næsta þriðjudag. Þið voruð ótrúlega ódugleg við að mæta! Það voru bara 3 á mínum vegum sem mættu og það telst slæm mæting hjá ykkur masstíurnar mínar! Eftir dagskrána var aðeins kíkt á Ölstofuna og súpt aðeins á bjórnum...langt en skemmtilegt kveld ;o) "Ég ætla að fara... niðr'í bæ"

Var ekki að nenna að vakna um hádegisbilið en það marðist á endanum. Núna ligg ég og er að velta því fyrir mér hvort ég eigi að taka til í herberginu mínu en það eru föt út um allt. Það er nú líka eina draslið þannig lagað sem myndast í herberginu því það er bara ekki pláss fyrir þau öll í þessari einu kommóðu og eina skáp sem ég er með...þetta bara gubbast út úr þeim!

En þetta er orðið langt og leiðinlegt blogg sem er fullt af einkahúmor...

Túrílú

miðvikudagur, 5. desember 2007

Enn ein andvökunóttin

Þá er maður enn og aftur andvaka. Hefur reyndar ekki gerst frá því í sumar.

Requiem var æði. Byrjaði að skjálfa þegar kaflinn á undan Lacrimosa var að klárast því ég vissi alveg hvað var að koma. Kiknaði svo í hnjánum. Riðaði til lengi eftir á. Heppni hvað ég þurfti að keyra stutt.

Er búin að vera að njósna um allskonar fólk á netinu. Gamlir skólafélagar, fólk sem maður kannast við, fólk sem maður þekkir ekki baun. Gaman hvað fólk er atorkusamt og hugmyndaríkt.

Er orðin soldið stressuð yfir því að vera andvaka því ég þarf að vakna fyrir 8:00 í fyrramálið og mæta á Brúðkaup-Fígarós-æfingu...reyndar bara kóræfingu. Ætla líka ekki að syngja. Þarf að spara röddina fyrir kveldið. Var ráðlagt í dag að vera ekki að syngja á meðan ég væri svona slæm í hálsinum. Það verður athugað betur í söngtíma á morgun.

Er líka stressuð yfir því að vera ekki sofnuð því þá næ ég litlum svefni og þá bætist þreyta ofan á allt raddvesenið. Afhverju gat ég ekki bara ákveðið að verða eðlisfræðingur eða geimfari eða ávaxtabóndi? Þá hefði nú litlu skipt þótt ég gæti ekki sungið.

Annars finnst mér nú eiginlega bara mjög kósí að vera vakandi á næturnar. Svo mikil kyrrð yfir öllu, ekkert áreiti. Loftið eins og það sé aðeins hreinna, svalt og frískandi.

Akkúrat núna væri ég til í að það væri nótt snemma í ágúst. Þegar það verður ekki alveg dimmt, þegar himininn verður bara svona dimmblár. Það er komið smá haust í loftið og því byrjað að vera pínu svalara á næturnar. Döggin liggur létt yfir öllu og það er stjörnubjart. Að ég væri uppi í sveit og væri liggjandi uppi í heiði, heyrði ekki í neinu nema náttúrunni og fyndi fyrir rakanum á jörðinni við andlitið. Fullkomin hamingja!

Það er risa, uppblásinn jólasveinn með ljósi inni í á svölunum á neðri hæðinni og það eru rosa læti í honum. Hann malar allan sólarhringinn. Truflar soldið næturfriðinn sem ég var að sækjast eftir þegar ég opnaði gluggan áðan. Hann er samt voða sætur því það er eitthvað svo einlæglega barnslegt að setja risavaxinn jólasvein á litlu svalirnar sínar.

Held ég ætti að fara að sofa. Umferðin er líka farin að aukast. Fólk á leiðinni í vinnuna sína í bakaríinu, líkamsræktarstöðinni og hvar sem maður byrjar að vinna svona snemma. Svo eru kannski sumir á leiðinni á flugvöllinn í KEF að sækja einhvern sem er að koma frá útlöndum, eða til að fara til útlanda sjálfir.

Það er oft merkilega mikil umferð um Reykjavíkurflugvöll upp út miðnætti...upplifði það bæði í Kvisthaganum og í Garðastrætinu.

En nóg af vanilluhungangssullumbulli í bili!

þriðjudagur, 4. desember 2007

Er hvítlauksbragð af jólunum?

Bahhh...!

Röddin í meira messi í dag en seinustu daga. Þetta fer að verða þreytandi! Held ég verði að sleppa Sull'aria á morgun á seinni tónleikunum. Sé til á morgun hvernig söngtíminn fer í mig.

Er að fara á Mozart Requiem á eftir. Verður flutt á dánarstundu tónskáldsins. Í fyrra flutti ég þetta verk á sama tíma en núna ætla ég bara að njóta þess að hlusta á það. Hlakka mikið til enda finnst mér þetta eitthvað það fallegsta tónverk sem samið hefur verið. Kikna í hnjánum í Lacrimosa kaflanum.

Svo er Þetta mánaðarlega í Kjallaranum hjá Hugleik að bresta aftur á...verð ekkert að leika í þetta skiptið en syng alveg eins og óð...gleymi alltaf að ég sé fokkt í hálsinum. En allavega mun Hjárómur syngja þarna vel valin jólalög, bæði sér og í leikþætti. Svo ætlum við Rósa að syngja saman eitthvað skemmtilegt og svo erum við nokkrar að fara að syngja sem kirkjukór í öðrum leikþætti. Ætti að verða hin skemmtilegasta dagsrká og er voða kósý stemning á jóladagskrám Hugleiks þannig endilega mætið, annað hvort á sunnudag eða mánudag kl. 21:00 held ég alveg örugglega...kem svo með betra plögg þegar nær dregur.

Er farin að hlakka voða til að fara heim, norður, um jólin. Fer eftir bara 10 daga! Held líka að ég hafi ekki verið svona lengi í einu fyrir norðan frá því ég flutti suður. Það verður næs! Fann bragðið af hvítlaukssmurostinum hans pabba á tungunni á mér um daginn. Þá kom jólaandinn yfir mig :o)

Ætla að tékka á samlokunni sem ég er að grilla mér í kveldmat. Hún er voða girnó! Með mango-chutney, skinku, spínati, parmesanosti og camenbertosti :oÞ

Verði mér að góðu!

mánudagur, 3. desember 2007

You're like a stinky old cheese babe!

Hef komist að því að ég get klárað lítra af Sól-appelsínusafa á mjög stuttum tíma án þess að taka eftir því. Var eitthvað að maula þrjú hafrakex og ákvað að vera með djúsinn svona til að súpa aðeins á með þeim en svo er ég næstum því búin með hann á undan kexinu. Ég elska líka þennan djús!

Mikil og menningarleg helgi að baki. Fór á Hamskiptin á laugardag og Konan áður á sunnudag. Báðar sýningarnar eru góðar.

Hamskiptin var mjög flott sýning og leikurinn var æði. Allt í einu byrjaði samt Nína Dögg að fara pínu í taugarnar á mér, veit ekki hvað það var. Ingvar var geðveikur! Líka ótrúlegt hvað Gísli Örn hefur mikið vald á líkamanum. Var eins og hann væri ekkert að hafa fyrir þessu. Maðurinn við hliðina á mér sagði "ótrúlegt" eða "djöfull er hann flinkur strákurinn" í hvert sinn sem Gísli hékk einhversstaðar eða gerði einhverjar fimleikakúnstir, og var því næstum masandi alla sýninguna ;o) Leikmyndin er líka mjög flott og ég fór næstum því að grenja í lokin. Ótrúlega falleg sýning í alla staði. Elska líkamlegt leikhús.

Konan áður var líka fín sýning. Leikurinn var kannski ekki nógu góður á öllum póstum en flestir í sýningunni stóðu sig vel. Edda Arnljóts var geheðveik! Djöfull er hún góð! Vignir stóð sig líka vel. Leikritið sjálft er líka svo gott að heildarútkoma sýningarinnar er góð. Maður varð eiginlega að taka smá tíma eftir það til að jafna sig. Mæli alveg með að fólk kíki á þessa sýningu.

Svo vann ég bæði kveldin á Næsta og var mikið stuð á laugardeginum, en þá myndaðist allt í einu röð fyrir utan því það var pakkað inni! Fólk var líka að hegða sér mjög furðulega og að gera allt allt allt sem mátti ekki gera. Mér fannst þetta samt mjög skemmtilegt kveld. Ég er kannski eitthvað skrítin en mér finnst óendanlega skemmtilegt að vera edrú innan um drukkið fólk. Fólk verður svo skrítið og fyndið í glasi, nema þegar það er með vesen.

Mætti líka á nokkrar Hjáróms- og Skuggablómsæfingar. Það gekk.

Rétt svo náði að vakna í morgun til að mæta á Brúðkaup Fígarós-æfingu. Þar átti maður gjössovel að ná upp á H svona nokkrum sinnum. Það var ekki að ganga vel enda neita raddböndin að mynda tóna fyrir ofan F með þessa sýkingu í öndunarveginum, sem er ekki nógu gott þar sem það eru tvennir tónleikar á miðvikudaginn sem ég er að fara að syngja á. LHÍ kl. 20:00 og Áskirkja kl. 21:00.

Hef líka komist að því að Hairspray-diskurinn er ágætis meðal við skammdegisþunglyndi.