mánudagur, 30. apríl 2007

Spaghetti með tómatsósu

Um helgina:
- Fór ég á tónleikana Reisum Rósenberg, bæði laugardagskveld og sunnudagskveld og sé ekki eftir því! Frábærir og mjög ólíkir tónleikar sitthvort kvöldið. Þetta lið sem stóð að þessu á bara hrós skilið! Frábært framtak!
-djammaði ég...allavega á laugardagskveldið...einhverra hluta vegna man ég ekki hvað ég gerði á föstudagskveldið en ég veit að ég var að vinna og svo held ég það hafi bara verið Dr. House...ef einhver hefur einhverjar aðra upplýsingar eru þær vel þegnar (en ég held að ég muni það ekki því ekkert gerðist sem er ekki bara í rútínunni).
-En já ég djammaði í gærkveld eftir tónleikana. Út um allar koppagrundir...það var gott og gaman fyrir utan það að...
-...ég fór í söngtíma í morgun...eða klukkan hálf eitt...smá reykur á röddinni og pínu þreytt (reynið að dansa á djamminu og syngja ekki með því litla sem þið kunnið í lögunum) en ég hafði passa mig vel á því að verða ekki drukkin þannig engin var þynnkan :o)
-Lærði ég...jábbs próf í hljómfræði á morgun klukkan 13:00 að staðartíma. Rúlla þessu upp eins og vindlingi! Er núna að fara að læra..var bara að bíða eftir að pastað myndi sjóða :o)
-Kom það í ljós að við fáum að sýna Bingó 3x í viðbót! Og því fylgir plögg....

...BINGÓ 3X Í VIÐBÓT!!!

SÝNINGAR:

MÁNUDAGINN 30.04.07 KL. 20:30
ÞRIÐJUDAGINN 01.05.07 KL. 20:30
MIÐVIKUDAGINN 02.05.07 KL. 20:30

Í FÉLAGSHEIMILINU Í KÓPAVOGI

MIÐAPANTANIR Á WWW.HUGLEIKUR.IS

Ég verð ógeðslega sár ef ÞÚ kemur ekki!

fimmtudagur, 26. apríl 2007

Sorgarfréttir!

Bingó hefur nú verið sýnt sex sinnum....Og líklegast verða ekki fleiri sýningar! Kannski á mánudaginn ef aðstæður leyfa...!

Ástæðan er sú að bæjaryfirvöld í Kópavogi ætla að rífa innviði hússins og búa þar til bæjarskrifstofur. Þeir vilja líka endilega byrja NÚNA! Þeir geta ekki beðið fram til 19. maí.

Fengum þessar fréttir rétt áður en við mættum í smink í gær. Sýningin litaðist kannski aðeins af þessu. En salurinn var mjög þéttsetinn!

Og margir ætluðu að koma seinna...well það verður líklegast ekkert seinna...nema ef einhver af einskærri góðmennsku láni okkur sal sem helst er black box...það er samt frekar ólíklegt :o(

Megnið af söngskólaliðinu mætti í gær og þótti mér vænt um það. Enda lét ég Völu senda út neyðarsms á alla!

Ég ætla að fara og gráta.

mánudagur, 23. apríl 2007

Hvernig væri að fara að koma á Bingó?

Já, sunnudagaskólinn...ég vann einu sinni í sunnudagaskólanum og þá vorum við bara að leika við krakkana og kenna þeim biblíusögur og vera góð við hvort annað...man ekki eftir neinum áróðri! Eins þegar ég var í sunnudagaskóla þá var ég aldrei beðin um að gefa pening! Við vorum bara að syngja og hlusta á sögur! Voðalega hefur þetta breyst á stuttum tíma! Ég er sammála þér Fanney mín að þetta er asnalegt...það er allt í lagi að börn viti að ekki hafa það allir jafn gott, en að vera að ala hjá þeim samviskubit út af einhverju sem þau geta ekkert gert í...!

En annars er fínt að frétta..bara að leika, drepast og syngja.

Ég er ekki sátt við mætinguna hjá Hugleiksfólki eða söngskólafólki á Bingó!! Manni getur nú sárnað! Og ef enginn mætir þá verður náttúrulega bara hætt að sýna og þið fáið aldrei að sjá þetta! Það á nefnilega að fara að útrýma Hjáleigunn og við erum soldið fyrir. Þannig rífið ykkur nú upp og drífið þetta af lömbin mín ;o)

Annars er Hugleikur bara að verða heavy-aktíft félag! Eiginlega alltaf tvennt sem fólk getur valið um á kvöldin þar sem meðlimir Hugleiks koma við sögu...Og það er búið að vera að bitna mikið á Bingói! Og okkur sem erum í Bingói! Komst ekki á Ljótu Hálfvitana og Túpílakana á laugardagskveldið og ekki á Þetta mánaðarlega í kvöld...Svo á ég pantaðann miða á Leg á fimmtudagskveldið en ætla að reyna að breyta því svo ég komist nú að sjá dagskrána...!

Allt fínt að frétta af brjósklosi. Er bara á dópi allan daginn þannig ég finn ekkert fyrir því og fer til sjúkraþjálfara í fyrramálið. Hinsvegar eru allskyns annars konar krankleikar farnir að koma fram sem mjög hugsanlega eru afleiðing dópneyslunnar! Svimi, mikið orkuleysi, þreyta, furðulegir herpingar í maga og öðrum líffærum og margt annað skemmtilegt. Og mér líður eins og aumingja!

Svo er ég byrjuð að vinna í nýrri vinnu...vil ekki vera hötuð af ykkur þannig ég ætla ekkert að ræða starf mitt hér en ég lofa að ÉG mun aldrei gera ykkur lífið leitt í vinnunni minni. En ég er sátt þar og þau mjög sátt við mig.

En svo þarf ég að finna mér sumarstarf...pfff það er alltaf jafnleiðinlegt!

En næsta sumar er ég komin með gott plan...þarf bara að gera góða beinagrind og þá er ég góð...og svo bara að krossleggja fingurnar og vona það besta!

Ætti maður svo kannski að skella sér til Kosovo í ágúst? Og jafnvel kíkja á Eistland í leiðinni? Eða á maður að fara á ítölskunámskeið í 6 vikur?

Lífið er ekkert nema ákvarðanir :o)

miðvikudagur, 18. apríl 2007

Sólin skín

Og allt að fara fjandans til! Held að þetta sé afleiðing ólifnaðar Reykvíkinga seinustu misseri já og sukks og svalllifnaðar! Því ákváðu guðirnir að brenna aðaluppsprettu ósómans - Pravda!

Bara verst að þeir skuli hafa tekið Rosenberg með! Ég græt það að hann hafi þurft að fylgja með! Var það nauðsynlegt? Þar hittist einungis hið prúðasta lið til að njóta (mis)blíðra tóna, ræða málin eða grípa í spil.

Þetta er næstum því á við að brenna sunnudagaskólann!

Eða þannig...!

Og svo bara skellt einu brennandi flóði líka inn...veit ekki hvað það átti að fyrirstilla...en vegir guðs eru órannsakanlegir!

En ég sit annars ein heima og neyðist víst til að læra því allir duglegu söngskólavinir mínir eru að gera það sama því stutt er í próf og því mesta firra að ætla að dröslast niður í bæ í reyksvælu! Og hinir fáu vinir mínir sem eru búsettir í borginni og eru ekki að læra söng eru annaðhvort að djamma með hinum vinum sínum eða eru fjölskyldufólk :o) Og svo er ég eiginlega ekki með nein símanúmer í nýja símanum mínum...!

Ég er að pæla í að panta mér svona vin til að geyma inn í skáp nema þegar mig vantar einhvern til að hanga með...þá dreg ég hann út og hann verður að hlægja að öllu sem ég segi og á að vera fyndið og alltaf vera sammála mér og finnast ég frábærust og æðislegust!

Nei, annars ég held það væri leiðinlegt...ég myndi örugglega skila honum eftir viku!

Enda ætti ég að vera að læra...Bjarki ákvað að flýta tónlistarsöguprófinu um 6 daga! Sex dagar telja mikið þegar maður er að læra fyrir próf! En það jákvæða er að með þessari breytingu get ég einbeitt mér meira að hljómfræðiprófinu sem er rúmri viku á eftir og krefst í raun og veru miklu meiri einbeitingar!

Ég ætlaði nú samt að segja ykkur eitthvað...man ekki hvað það var þannig það getur ekki hafa skipt máli!

Þannig núna ætla ég að fara að horfa á House (sem ég er orðin háð!) og læra!

laugardagur, 14. apríl 2007

Frumsýningardagur!

Jæja, þá er dagurinn loksins runnin upp! Bara nokkrir tímar í frumsýningu á verkinu Bingó!

Generallinn tókst eins vel og leyfilegt er ;o)

Svo kom pabbi óvænt í bæinn þannig það eru 99% líkur að hann komist í kvöld sem myndi gleðja mig ósegjanlega mikið því oftast er fjölskyldan mín ekki á svæðinu þegar frumsýnt er.

Annars heyrist mér að öllu að Helgi ætli að koma og Una og Sóley með henni. Já, svo var Vala systir henna Þóru í gær og þegar hún heyrði að familían mín kæmi sjaldan á frumsýningar bauðst hún strax til í að koma, enda næstum því fjölskylda...er hún ekki svilkona mín? Man ekki alveg útskýringuna.

Annars bíð ég bara eftir orði yfir stjúpmömmu stjúpu minnar...það er svo langt að segja þetta...og stjúpamma er meira konan sem er gift afa mínum...og svo vil ég fá fleiri línur í allar kannanir þar sem skýra á frá fjölskylduhögum...man í grunnskóla var maður alltaf að gera svona kannanir og línurnar fyrir upptalningu á systkinum voru alltaf helmingi og stuttar...og núna hafa 2 bræður bæst við! Eru orðin 7 í heildina :o) Vona að það verði búið að breyta þessu þegar Benni og Þói fara að taka svona kannanir.

Verð að vera mætt 15:30 út í Hjáleigu því við ætlum að renna einu sinni yfir stykkið fyrir frummara, svona fyrir tæknina...já og fyrir okkur. Fínt að hita upp með því að renna stykkinu einu sinni ;oþ

En ætla að koma mér í sturtu og svo kíkka aðeins í Koló...athuga hvort ég finni ekki eitthvað sniðugt fyrir vini mína í tilefni dagsins ;o)

föstudagur, 13. apríl 2007

Brjósklos!

Jæja, eftir að hafa verið að sálast úr bakverkjum, og bíta svo mikið á jaxlinn að hann er búinn, í viku ákvað ég að fara til læknis (gerði það ekki fyrr en systir mín sagði mér að ég væri heimsk). Hann skoðaði mig eitthvað og komst að þeirri niðurstöðu að ég væri með brjósklos.

Ég fékk brjósklos við það að beygja mig niður og taka upp flíkur af gólfinu! Og það viku fyrir frumsýningu!

Þannig í næstu viku hefst sjúkraþjálfun en þangað til og í og með verður það bara Parkódín-og-Íbúfen-kokteill í æð.

Hamingja!

p.s. var að spá í að vera ekki með neitt plögg í þessari færslu því það getur orðið leiðingjarnt að lesa alltaf það sama eeeeeeeen endilega farið og pantið miða á www.hugleikur.is ;o)

fimmtudagur, 12. apríl 2007

BINGÓ - enn og aftur


Jæja, þá styttist í frumsýningu og af því tilefni ætla ég að reyna að plogga meira hérna. Hérna sjáið þið fallega Bingó-plakatið okkar! Getið þið fundið út hver er hvað af þessum brúðum?

Leikfélagið Hugleikur og Leikfélag Kópavogs hafa sameinað krafta sína og setja nú upp leikritið Bingó eftir Hrefnu Friðriksdóttur í leikstjórn Ágústu Skúladóttur.

Í leikritinu Bingó hittast fimm manneskjur reglulega og spila Bingó. Eins og leikurinn er í eðli sínu einfaldur og segir sig nánast sjálfur, er eitthvað með tölurnar sem tengir okkur nánar persónum verksins, ekki ósvipað og tölurnar gera sig í Lost á mánudagskvöldum. Persónurnar bregðast við þeim tölum sem bingóstjórinn kallar upp, berast fram og aftur í tíma og leynt og ljóst er takmarkið bundið við stóra vinninginn.

Hefur þú bragðað Bingóte? Séð Bingóbók? Dreymir þig stóra vinninginn? Hefur þú leikið þennan leik? Hvaða tölu viltu helst fá? Hvaða tölur eiga að vera á bingóspjaldinu þínu? Ef þú vandar þig eins og þú getur muntu þá örugglega vinna – eða kannski ekki ... Vinnurðu eða taparðu?

Bingó var leiklesið í Þjóðleikhúsinu 2004.

Miðaverð er kr. 1.500 og miðapantanir eru á hugleikur.is og í síma 823 9700.
Sýnt verður í Hjáleigunni í Kópavogi, en ljóst er að þetta verður síðasta sýning Leikfélags Kópavogs í því húsnæði.

Þegar er uppselt á frumsýningu, en næstu sýningar eru:
Sun. 15/04 kl. 20:30
Fim. 19/04 kl. 20:30
Sun. 22/04 kl. 20:30
Mið. 25/04 kl. 20:30
Mán. 30/04 kl. 20:30

Koma svo! Allir að panta miða!

Já, og ef þið eigið myspeis þá er ég búin að fara hamförum í lúkkinu á síðunni minni - myspace.com/jennzla - og búin að bögga marga vini mína með auglýsingum í komment hjá þeim og pósa bulletin...vona að þetta virki að einhverju leiti...annars var þetta bara skemmtilega heimskuleg tímeyðsla ;o)

miðvikudagur, 11. apríl 2007

BINGÓ

Hérna er smá sýnishorn af því sem má vænta í Bingói ;o)

Hægt að panta miða í símanum sem er gefinn upp í lokinn eða á hugleikur.is :o)

þriðjudagur, 10. apríl 2007

Ný ást!


Hef fundið nýja ást sem kyndir vel undir mér, er alltaf til staðar þegar ég þarf á honum að halda og lætur mig slaka vel á! Hann heitir Tóti...og er því miður bara í láni :o/ Tóti er hitapoki. Hér með óska ég mér heitast af öllu að eignast hitapoka! Skil ekki að ég hafi ekki kynnst þeim fyrr!

Bakið var verra í dag en í gær en samt ekki jafnvont og í fyrradag. En núna í kvöld versnaði það til muna...held að leikæfing og Bjarkartónleikar hafi ekki bætt úr skák!

Já, ég fór á Bjarkartónleikana og þeir voru magnaðir! Hélt að ég myndi ekki fara því ég á tæplega núll krónur en svo hringdi Vala í mig klukkan sj...Nei, afsakið hún hringdi ekki í mig þar sem það er með öllu ómögulegt...hún sendi mér skilaboð á msn klukkan sjö og spurði hvað ég var að gera. Þá var ég nýsest niður fyrir framan House - seríu 2 cd 2 - með kvöldmatinn minn, sem samanstóð af kakósúpu(bragðbættri með dökku Hersey's súkkulaðidufti og heslihnetusýrópi), buffalo-vængjum (rest af því sem ég gerði alveg sjálf og ein á Páskadag), samloku með gúrkum og kindakæfu, tómat og appelsínutrópí með aldinkjöti (geri aðrir betur!). En aftur að Völu. Hún bauð mér þá að koma á Bjarkartónleika þegar ég yrði búin að éta þar sem að hún ætti aukamiða (en Sebastian hennar fékk heilahristing og komst ekki). Góðir tónleikar með góðri vinkonu (sem ég sé alltof sjaldan!)

En bakið mitt var ekki sátt við að ég stæði í 2 tíma!

Er komin með nett í magann af því að Bingó verður frumsýnt á laugardaginn næsta! JÁ NÆSTA LAUGARDAG!!!!! Endilega komið á sýningar því ekkert af ykkur hefur verið duglegt að mæta á það sem ég er að gera! Og hana nú! Nema mamma og hún er helminginn af árinu úti í Kosovo! Fólk sem býr í Bretlandi, Bandaríkjunum, Danmörku og Hollandi fær undanþágu nema ef vera skyldi að það sé á landinu í apríl eða maí. Endilega tékkið hvaða dag þið komist á Hugleikssíðunni! Og pantið miða strax því það verður selt hratt og fast á þetta stykki! Á síðunni er líka verkið kynnt sem og höfundur og leikstjóri, sem eru algerar klassakonur ;o)

Læt eina mynd fylgja hérna sem tengist einmitt Bingói og ég hló í hálftíma og hlæ enn þegar ég sé hana! Efast um að það sé til fyndnari mynd af yours truly!

laugardagur, 7. apríl 2007

Skin og skúrir

Gærdagurinn var í senn skemmtilegur og ömurlegur. Hann hófst á því að ég vaknaði og átti erfitt með að komast úr rúminu vegna þess að ég hafði tognað í kviðnum á leikæfingu daginn áður. Ég ákvað að vera dugleg og taka til í herberginu mínu, sem var eiginlega bara orðið ein stór hrúga af fötum sökum annríkis. Í miðjum klíðum gerðist eitthvað og ég fékk þetta svakalega tak í bakið og festist. Náði þó að losa mig en síðan þá er þetta tak búið að vera þarna og varla möguleiki fyrir mig að gera neitt nema að vera bein í baki nema ég sé tilbúin í ágætis sársauka.

Þannig ég lagðist upp í rúm og fór að hlaða inn tónlist á tölvuna mína af diskum sem ég fékk lánaða hjá mömmu. Þegar líða tók á kvöldið var ég orðin soldið þreytt á að vera ein með sjálfri mér og þar sem ég sat og var að velta því fyrir mér hvað hægt væri að gera í því msn-aði Pétur mig og bauð mér að kíkja yfir til hans þar sem hann og félagar hans sátu yfir bjór. Ég dreif mig yfir. Þar var setið fram á nótt og þá var ákveðið að drífa sig í bæinn.

Fórum og hittum Höllu, Kalla og kærustu Kalla/vinkonu Höllu á Kúltúra og fljótt bættust við Oddur og Óli vinur hans. Eftir einn drykk vildu Kalla og kærastan hans fara á Sólon og við Halla töltum með en ég var samt ekki alveg að fíla þetta því ég fer helst ekki á Sólon og þegar ég sá að það var svona hálftíma röð þá ákvað ég beila.

Heyrði í Pétri og þá voru þeir í röðinn hjá Ölstofunni. Mér leist betur á það og hitti þá þar. Sátum þar í góða stund í spjalli og tróðum okkur svo inn á Vegamót þar sem var dansað eins og vitleysingar. Þar ætlaði ég líka að kaupa mér drykk en neinei það var engin heimild á kortinu. Og þegar ég hætti að dansa fann ég að helvítis takið í bakinu var farið að sækja í sig veðrið. Ég og Pétur töltum þá heim á leið og ég sendi eitt sms úr símanum mínum, stakk honum í vasann en fór síðan að spá í hvað klukkan væri. Þannig ég stakk hendinni ofan í vasann til að ná í símann en nei þar var enginn sími! Pétur hringdi strax í hann og þá var búið að slökkva á honum. Við erum að tala um svona 2 mínútur sem liðu á milli vasapotana! Pétur gaf mér því pítsu og hjálpaði mér að finna út úr því hvernig ég ætti að ná að vakna eftir 5 tíma til að mæta á leikæfingu, því ég á engann annann vekjara en símann minn!

Þannig ég sendi Erlu Dóru sms af netinu og bað hana um að koma til mín klukkan hálf tólf og banka hjá mér svo ég myndi örugglega vakna. Hún gerði það en ég reyndar svaf illa í alla nótt og var alltaf að kíkja á klukkuna á tölvunni minni til að passa að ég væri ekki að sofa yfir mig. Held að þetta fái viðurkenninguna Ömurlegast sólarhringur seinustu ára! En ég skemmti mér samt mjög vel um kveldið þannig þetta voru engar hamfarir.

Svo núna ligg ég upp í rúmi þar sem ég er búin að liggja frá því um sjöleytið, á hitapoka sem Erla Dóra yndi kom með til mín (og gaf mér líka nammi og lánaði mér dvd). Hún er alger gullmoli sú stúlka. Hitapokinn er að vinna á takinu, hægt og bítandi, og á meðan ligg ég í dvdinu enda er ég búin að stunda það afskaplega lítið í vetur að horfa á myndir sem er eiginlega frekar undarlegt þar sem ég elska bíómyndir!

Ætti að vera að læra...en nenni því ekki þegar ég er svona farlama. Ætti kannski að vera að syngja líka en ofan á allt er ég á hraðri leið að fá hálsbólgu. Ætti að vera að sauma til að ná að selja eitthvað og fá pening, en þá komum við aftur að því að ég er ónýt.

Held að líkami minn sé bara að verða að drasli!

Ætla að halda áfram að horfa á kvikmyndir og borða nammi og jafnvel hita mér te með engifer út í.

Ef einhver vill koma og vorkenna mér er það leyfilegt. Bara koma og banka upp á, þýðir lítið að hringja í mig ;o)

föstudagur, 6. apríl 2007

Já, langt síðan síðast enda er Fanney systir búin að vera í bænum og þá er oftast bara sinnt því sem maður er skyldugur að sinna og allt annað fær að sitja á hakanum ;o)

Árshátíðin gekk vel og mættu nokkrir söngfuglar í fyrirpartý í Núpalindina en ég náði því miður lítið að sinna þeim vegna óvænts atviks :o) Salurinn var æði, skemmtiatriðin auðvitað frábær ;o), hljómsveitin fín og allir svo góðir að dansa ;oP Ég lenti í einhverskonar spennufalli þegar maturinn var að klárast og var eiginlega bara alveg út í móa restina af kveldinu en ég skemmti mér samt mjög vel :o)

Svo eru Bingóæfingar á fullu, LOKSINS! Og allt að smella saman! Jei! bara nokkrir daga í frumsýningu og bíðið bara ég á eftir að elta ykkur uppi á láta ykkur kaupa miða :o) Við verðum nefnilega að selja sem flesta miða á sem flestar sýningar STRAX svo við fáum að halda húsinu í þann tíma! Læt ykkur vita um sýningartíma þegar þeir verða komnir á hreint, sem ætti að vera eftir helgi .o)

Okkur úr Bingóinu var boðið á útgáfutónleika Silvíu Night á miðvikudagskveldið og var það alveg ágætasta skemmtun, bjóst samt einhvern vegin við meiru. Og afhverju geta sumir ekki skilið orðið Nei! sama hversu oft maður segir það?

Kíkti á Kofann eftir á og þar var eitthvað af liði sem maður þekkti og dansaði ég eins og maniac restina af nóttinni! Mjög góð útrás!

Djöfull hlakka ég samt til þegar allt verður orðið reyklaust!

Svo er maður bara búin að vera að vinna og í skólanum!

Tognaði reyndar í kviðnum á leikæfingu í gær! Það er frekar vont sérstaklega þar sem ég er með pínu kvef og þarf þess vegna að hnerra við og við ;o) Og held ég verði að láta rope yoga bíða næstu vikuna :o/

En núna er ég rokin!