miðvikudagur, 31. október 2007

Leiðinlegt, leiðinlegra, leiðinlegast!

Baaaaa...!

Mér leiðist alveg hreint óskaplega þessa dagana...og finnst allt vera leiðinlegt.

Það er leiðinlegt.

Skuggablómssýningar gengu vel og aðsókn var góð.

Frumsýningarlokapartýið var skemmtilegt en ég var alltaf að lenda í einhverjum einkapartýjum inni í partýinu. Það var skrítið en skemmtilegt.

Hjárómur hefur ákveðið að hefja starfsemi aftur og er fyrsta verkefnið að syngja á Jóladagskrá Hugleiks í Þjóðleikhúskjallaranum.

En áður en að sú dagskrá fer fram er önnur dagskrá á sama stað um miðjan nóvember. Það er einþáttungadagskrá Hugleiks. Þar er maður búin að troða sér í tvo einþáttunga. Það er fínt.

Svo í desember verður Óperukórinn ofvirkur. Þá erum við að syngja á tónleikum með Garðari Thor og svo verðum við með árlegu Mozart Requiem tónleikana á dánarstundu skáldsins og að lokum verðum við með Dagamuninn okkar í desember.

Og svo er ég líklegast að fara að syngja á uppákomu hjá einhverju líknarfélagi í byrjun desember. Veit ekki meira!

Nóg að gera svo sem...

...langar bara svo að eiga frítíma.

mánudagur, 22. október 2007

Brought to you by Technicolor!

Heimsku litir!

Ég er að lita kórbúningana...eiginlega búin að vera að því í allan dag...helmingurinn átti að vera fölgrænn...eftir fyrstu litun voru þeir GULIR!

Þá prófaði ég að setja meiri grænan lit og aðeins af gráu með...leit vel út þegar vélin byrjaði...en eftir alla rútínuna voru þeir enn GULIR!

Ég ákvað að geyma græna litinn aðeins og tók til við að lita hinn helminginn af búningunum sem áttu að vera gráir...ákvað að lita einn hvítan kjól sem ég var með sem ég ætlaði að lita svartan, en hvers vegna ekki bara að hafa hann gráan?

Gráu búningarnir komu mjög vel út...en kjóllinn var BLÁR!

Ha?

En aftur tók ég til við græna helminginn af búningunum og ákvað að setja smá grátt í viðbót og athuga hvort það yrði þá grátt með gulum undirtón.

Og útkoman varð að þeir urðu GRÁRRI en gráu búningarnir, þó að það væri 3x minna litarefni sem ég setti í!


Og núna er seinasta tilraunin í gangi og loksins virðast blessaðir búningarnir ætla að verða grænir....bara miklu miklu dekkri en þeir áttu að vera!

Í dag væri lífið einfaldara ef það væri svarthvítt!

föstudagur, 19. október 2007

Persónulegt met!

Í nótt svaf ég í 15 tíma! Það er persónulegt met! Ég hefði örugglega sofið lengur ef Heiðrún hefði ekki hringt í mig og sagt mér að mæta á æfingu, en ég var orðin 2 tímum og seina á hana :o/

Þetta er búin að vera rosalega slítandi vika, en samt skemmtileg. Æfingar fyrir nemendaóperuna á fullu, enda frumsýning á miðvikudaginn! Og í frístundum mínum sauma ég búninga á liðið.

En sem sagt næsta miðvikudag frumsýnum við Skuggablóm, nýja íslenska óperu eftir Helga Rafn. Sýnt verður í Salnum í Kópavogi og bara tvær sýningar; frumsýningin á miðvikudaginn og lokasýning á fimmtudaginn kl. 20:00. Miðinn kostar ekkert og því um að gera að mæta tímanlega upp í miðasölu Salarins og tryggja sér miða. Óperan tekur ca. 45 mínútur í flutningi og er ekkert hlé.

Hlakka til að sjá þig ;o)

sunnudagur, 14. október 2007

Djamm og djamm ofan!

Úffff...seinustu vikur er búið að vera djamm hverja einustu helgi og oftast báða dagana! Og þá er ég ekki að meina bara svona "hei förum að djamma" heldur partý og veislur og dót sem maður þarf að mæta í! Það er búið að vera ógurlega gaman en þetta þreytir mann soldið vel! En eins og planið lítur út núna þá virðist ég ekki þurfa að mæta í neitt partý næstu helgi og það verða stífar æfingar hjá nemendaóperunni. Held þá að kvöldunum verði best varið í videogláp ;o)

Fór á föstudeginum með nemendaóperukrökkunum á Selfoss þar sem áætlað var að hrista aðeins upp í okkur og tókst það með eindæmum vel! Þeir sem mættu skemmtu sér konunglega!

Í gær var svo þrítugsafmæli hjá Steina og lögðum við mörg í púkk og gáfum honum fjársjóðskistu fulla af klinki! Mjög góð hugmynd sem ég held að Bylgja eigi heiðurinn af. Það var mjög fínt í afmælinu og fullt af fólki sem maður hitti. Svo áttum við Hjalti árs sambandsslitaafmæli sem þýddi að það er líka eitt ár síðan við Fannar prufuðum að byrja saman. Ég fékk koss á kinn frá þeim báðum í einu. Gaman að því! Um þrjúleytið var haldið niður í bæ þar sem leiðinn lá auðvitað á Kofann með örstuttu stoppi á Celtic. Maður dansaði frá sér vitið - bókstaflega!

En núna ætla ég að fara og sauma búninga á Skuggablómin, hlakka til að sjá hvernig hugmyndin mín mun koma út!

Túrílú!

fimmtudagur, 11. október 2007

Skórnir!


Halla bað um mynd og hér hefur hún hana :o) Þeir eru samt enn viðkunnanlegri í eigin persónu ;o)

mánudagur, 8. október 2007

Vildi bara deila því með ykkur...

...að nýju skórnir mínir eru komnir og þeir eru enn fallegri enn á myndunum!

Fattaði í morgun þegar ég var mætt á óperudeildaræfingu, drulluþreytt og með uppgefna rödd, að ég hafði skráð mig í prufu fyrir óperustúdíóið kl. 11:30

Það gekk eins og við var að búast miðað við aðstæður og býst ég ekki við að fá neitt að gera þar. En alltaf gott að æfa sig að fara í prufur, verð minna og minna stressuð í hvert skipti.

Og ég er að velta því fyrir mér að fara bar að sofa núna fyrir miðnætti...en hver veit hvernig það fer!?!?!

Stundum botna ég ekkert í sjálfri mér!

Og þannig er það nú bara. En batnandi manni er best að lifa, ekki satt?

Margt smátt í gær og jesúsi minn hvað þetta var skemmtilegur dagur! Sá reyndar lítið af verkunum en held ég hafi náð flestu sem ég hafði ekki séð áður, enda var Hugleikur með meira en helminginn af atriðunum og ég var búin að sjá það allt saman áður. Hentum nokkur í eitt grímumauk í öðru holli sem tókst bara vel miðað við efni og aðstæður. Svo var kjötsúpupartýið frábært, súpan klikk góð og svo var Hraun með open mic þar sem Svavar Knútur var fjarverandi. Það var alveg ótrúlega skemmtilegt að góla í míkrafóninn og að hlusta á gólið í hinum :o) Fórum svo nokkur niður í bæ og þar var líka vibba skemmtilegt!

Svo heldur brjálæðið áfram. Núna í næstu viku verða óperudeildaræfingar á hverjum morgni frá 9-12 og líka á þriðjudagskveldið, sem er nú oftast eina fríkveldið mitt. Og ég þurfti að fá þá snilldarhugmynd að fara í upphristingsferð með óperudeildarliðið og vera yfir nótt, og það verður gert á föstudaginn og farið á Selfoss. Svo get ég aldrei setið á mér þegar mig langar að gera eitthvað og bauðst þess vegna til að sjá eitthvað um búninga í þessari blessuðu uppsetningu! Pffff...

En ég held ég fari að sofa núna svo ég drullist til að mæta einu sinni á réttum tíma á æfingu ;o)

Bíð í ofvæni eftir því að október klárist!

miðvikudagur, 3. október 2007

Tíminn líður hratt...

...alltof alltof alltof hratt!

Er veik í dag og það er bara nokkuð gott því ég er búin að sofa í allan dag! Vá hvað ég þurfti á því að halda! Samt vont að missa af tónheyrnartíma, óperudeildaræfingu og kóræfingu.

Og svo fékk ég miða á Spice Girls tónleikana!!! Sjibbí! Þær ákváðu að hafa aukatónleika í janúar og þann 13. janúar verðum við systur á tónleikum með þeim! Shit hvað ég hlakka til!! Langaði þetta alltaf svo þegar ég var yngri og dýrkaði þær...og mér finnst enn gaman að hlusta á þær við og við...voða stelpuleg og hress tónlist sem kemur mann alltaf í gott skap ;o)

Annars lítið að frétta. Október verður hektískur enda verið að rigga upp einni nýrri óperu á 4 vikum! Skil ekki afhverju þetta er gert svona...líklegast svo fólk þurfi ekki að missa of mikið úr vinnu, en væri ekki betra að hafa lengri æfingatíma með minna stressi? Og kannski að fá þetta viðurkennt sem háskólanám frá 6. stigi? Bara hugmynd...!

Margt smátt er næstu helgi, eða á laugardeginum. Það er einþáttungahátíð BÍL og í ár taka 6 áhugaleikfélög þátt í henni. Sýnir er með tvo, eða réttara sagt sögurnar tvær sem voru í sýningunni í sumar, og Hugleikur er með 8 minnir mig. Svo verða þarna Mosó, Freyvangur, Halaleikhópurinn og Kópavogur...minnir að það séu ekki fleiri. Nánari upplýsingar eru á leiklist.is
Ég verð að leika þar, þar sem að Una sá sér ekki fært að vera með. Er því að læra tvö hlutverk einn tveir og tíu en það er nú bara gaman. Þarf líka að sauma einn búning og redda nokkrum hlutum.

Svo á Kolli bróðir afmæli í dag! Orðinn 32 ára gamall og óska ég honum til hamingju með það!

Fann skó á myspace uppboðssíðu um daginn sem ég kolféll fyrir! Og ég bauð í þá en bjóst við að þeir myndu enda á verði í kringum 20.000 kallinn og bjóst ekki við það að fá þá, þar sem ég skít ekki peningum og á engin peningatrém, en viti menn! Ég fékk þá! Býst við að pósturinn komi með þá ekki á morgun heldur hinn! Og fuck hvað þeir eru flottir!

Föt eru að verða einskonar söfnunarthing hjá mér. Þegar ég bjó á Garðastrætinu voru allir kjólar og peysur og pils hangandi á slá við fótagaflinn hjá mér og stundum lá ég bara í rúminu og dáðist að þeim :oþ Og ég elska að skoða uppboðssíður á netinu og fara á markaði og finna eitthvað soldið einstakt :o) Nammi!

En jæja ANTM er að byrja...hasta la vista!