fimmtudagur, 29. mars 2007

Nenni ekki!

Í dag elska ég heiminn :o) Í gær hataði ég heiminn :o( Og í fyrradag elskaði ég heiminn :oD

Skemmtilegt að þetta raðist svona á annan hvern dag ;o)

Það er bara allt á einhvern vegin réttu róli :o) Og svo er sólin byrjuð að skína meira :o) Eins og ég elska haustið þá nær sólin alltaf að gleðja mig á vorin :o) Já og fuglasöngurinn og blómin sem byrja að spretta og hlýnandi veðurfar :o)

Vorvæmnin var í boði Peter Pan hnetusmjörs!

Haustið er bara einhvern vegin svo angurvært og dulúðugt :o) Aðeins dramatískara en vorið :o)

En þó ég sé yfirmáta kát og ánægð nenni ég ekki neinu! Nenni ekki í skólann á eftir, nenni ekki að taka til í herberginu mínu sem er í messi því seinustu daga hef ég ekki nennt að ganga frá öllu strax (en ég hef verið að reyna að temja mér það seinustu vikur), nenni ekki að læra, nenni að fara út í búð að kaupa eitthvað alminnilegt að éta (þannig í hádegismat var brauð með hnetusmjöri og kakómalt, sem stangast algerlega á við heilsusamlega mataæðið sem ég er búin að vera að reyna að temja mér seinustu vikur), nenni ekki að elda það sem er til að éta, nenni ekki að sauma, nenni ekki að fara yfir handritið mitt, nenni ekki að setja listann fyrir próf í rétta tímaröð, nenni ekki að henda ruslinu í ruslatunnuna úti í garði (þannig pokinn er bara úti á tröððum), nenni ekki að taka myndir af nýju dóti til að setja á uppboðssíðuna mína, nenni ekki að kíkja á myspace-ið mitt, nenni ekki nenni ekki nenni ekki nenni ekki!

En ég nenni að leyfa dagdraumunum að njóta sín til hins ítrasta ;o)

Nennti að skoða mögulegar sumarvinnur og sækja um 3 :o)

Og nennti að vakna klukkan 10 :o) Glaðvaknaði reyndar um hálf 9 en bara nennti ekki fram úr þannig ég lá dormandi til 10...er svona semi-sátt við það...!

Ætti að fara að gera eitthvað...eins og t.d. að klára að breyta kjólnum sem ég er að pæla í að vera í á árshátíðinni :o)

Jæja, látum hendur standa fram úr ermum! (Því annars getur maður dottið og meitt sig!)

þriðjudagur, 27. mars 2007

Hitt og þetta

Jæja já!

Carmina Burana tónleikarnir gengu báðir mjög vel :o) Fyrri tónleikarnir voru kraftmeiri en seinni tónleikarnir þéttari og öruggari...Allavega fannst mér það :o) Þetta var allavega magnað!

Svo fór ég á leikæfingu í gærkveldi með Víði og Ágústu. Við vorum að æfa samrunasamningsdansinn! Og my god það tók á! Er með vott af harðsperrum í maganum núna! En hann á eftir að verða djöfulli flottur ;o) Arrrrrrrrrrriba!

Svo er það árshátíð næstu helgi! Úje! Fanney systir ætlar að koma mér mér og fer allur dagurinn í þetta stúss...nema svo þarf ég kannski að mæta á stutta leikæfingu og syngja á einum stað áður en ég fer í fyrirpartý! Missí bissí!

Á reyndar eftir að ákveða hvaða kjól ég ætla í og er mikið að pæla í að fara í einum nýjum en þá þarf ég að klára að breyta honum sem ég veit ekki alveg hvort að ég hef tíma í :o/

Svona er að vera farin að vinna á fullu! Þá hefur maður ekki tíma fyrir "hobbíin" sín!

En núna ætla ég að koma mér í sturtu og svo í söngtíma og eitthvað meira ;o)

Be good my children!

laugardagur, 24. mars 2007

KNÚS!

Fór á frumsýningu á Epli og eikum hjá Hugleik í gær. Var alveg komin með fiðring í magann, líkum þeim sem maður fékk á jólunum sem krakki, og gat ekki beðið eftir að sjá og heyra! Og varð ekki fyrir vonbrigðum! Ótrúlega fyndið leikrit með mjög flottri tónlist! Leikararnir hver öðrum betri, persónurnar æðislegar, hljómsveitin mögnuð, leikmyndin, búningarnir, lýsingin og bara allt :o) Loved it! Spekkið þetta á Hugleikssíðunni.

Fór svo í afmæli/innflutningspartý hjá Björgu og var hún über-hress! Og svo mætti Bjarni á svæðið og var líka über-hress! Aðrir voru frekar rólegir ;o) Enda meira en helmingurinn í Óperukórnum og því ekki á dagskrá að rasa út á tónleikahelgi ;o)

Fór svo þaðan í frumsýningarpartý hjá Hugleik og þar var sungið og sungið eins og vera ber ;o) Já og nokkur trúnó í gangi í öllum hornum...eiginlega eins og vera ber líka ;oþ

Það eina sem er svo eftir þessa helgi eru Carmina Burana tónleikarnir. Æfing á eftir og svo tvennir tónleikar á morgun. Shjæsen-feldenkræsen! Býst við að sjá þig þar! Nánari upplýsingar er að finna í tenglinum í blogginu hér fyrir neðan.

Annars er ég bara alger lufsa þessa dagana...líður eins og það hafi skriðdreki keyrt yfir mig og bakkað svo yfir mig líka! Týndi mér svo gjörsamlega nýverið! Veit ekki hvaða manneskja kom í staðin! Mér líkaði allavega ekkert rosalega vel við hana...fannst hún eiginlega bara ömurleg! En núna er Jenný að koma til baka, hægt og rólega, og jafnvel betrumbætt ;o)

Þannig ef þið hittið mig eitthvað næstu daga þá er góður knús mjög vel þeginn!

mánudagur, 19. mars 2007

Hvað verður þú að gera á sunnudaginn?

Á sunnudaginn verð ég þarna...endilega kíkiði!

Skilst á öllu að ekkja Carls ætli meira að segja að spekka þetta!

sunnudagur, 18. mars 2007

I'm on top of the world, looking down on creation!

Gaman að sjá eitthvað af þessum njósnurum gefa sig fram ;o)

Ég er búin að vera í tiltektaræði núna seinustu daga! Get eiginlega ekki verið heima hjá mér án þess að taka til og þrífa! Er búin að fara í gegnum allt draslið mitt og vera hrottalega grimm í að henda bara og henda! og svo er komin ansi massív flokkun ;o) Og stofan er orðin mönnum bjóðandi en hún er búin að vera notuð sem geymsla frá áramótum...en núna kúrir þar lítið sófadýr ;o) Það hefur nefnilega bæst við hérna einn heimilismeðlimur en hún Una mín er flutt til mín :o) Það er voða næs að hafa aðra manneskju hérna :o)

Svo er ég búin að skrá mig í skólann í sumar :o) jibbí! Ákvað að fara á sérnámskeiðið hjá Stephen :o) Hlakka til og er næstum því byrjuð að telja niður dagana!

En fyrst er það Bingó! Vorum að renna í dag og my oh my! Þurfum að fara að grípa þetta þéttari tökum! En margt fínt líka :o)

Uppáhaldssetningin mín þessa dagana er "ég vinn!" og ég er bara alltaf að vinna :o) Það er mjög upplífgandi :o) En ég tapaði líka soldið í gær, ekkert mikið, en bara pínu :oþ En annars er ég bara með "I'm on top of the world, looking down on creation..." á heilanum! Er svo gott að vera kátur :o) Er alveg á fljúgandi farti!

Fór í afmæli til Höllu í gær en hún varð 20 ára gömul akkúrat og einmitt í gær :o) Það var gaman, þó að manni hafi seinkað pínku, og ég, Helgi og Vala gáfum henni lag eftir mig og Helga í afmælisgjöf sem við sungum í þrem röddum :o) Og hún var svo sæt :o)

Svo var kíkt aðeins inn á Rosenberg þar sem var nú bara ættarmót í gangi og mjög gaman að hitta ættingjana, sem maður sér satt að segja allt of sjaldan!

Og svo á maður ekki að fara niður í bæ á veturnar! Raðir eru frá helvíti! En ég gat þó skemmt mér að því að sjá fólk liggja kylliflatt í hálkunni :oD

Fanney systir kíkti líka í borgina um helgina og náði maður að sjá aðeins framan í hana :o) Hlakka svo til þegar hún kemur suður fyrir fullt og allt ;o)

En núna er ég orðin yfrmáta andlaus og ætla því að reyna að læra aðeins yfir sjónvarpinu :o)

Verið jákvæð, það er léttara!

þriðjudagur, 13. mars 2007

Ert þú creepy njósnari?

Jájájæjajamm :o)

Var lasin í gær...Gubbedígubb :o/ Það var samt soldið næs því þetta var alveg heill dagur sem ég þurfti ekki að gera nokkurn skapaðan hlut!

Bjó reyndar til eina auglýsingu fyrir árshátíðina og nemendafélagaðist eitthvað, en það kallast nú varla að gera eitthvað ;oþ

Náði líka að taka vel til í skipulaginu hjá mér og það bætir alltaf og kætir :o) reyndar bara í daglega amsturs-skipulagunu mínu...skipulagið á heimilinu verður að bíða betri tíma, ég tala nú ekki um ef maður er svo að fara að flytja bráðum! Þarf samt að fara að kaupa möppur fljótlega og koma skipulagi á nótubunkana sem ég á! Úff!

Svo er ég líklegast komin með sumarvinnu :o) Jei! Það léttir alltaf lundina að vera búin að koma þeim höfuðverk frá sér ;o) Kemst líka þá aðeins af malbikinu sem er frábært!!

Það ætlar stundum alveg að drepa mig að vera ekki nær náttúrunni...það er svo friðsælt og orkugefandi...Þarf bara að fara að gefa mér tíma til að keyra stundum út fyrir borgarmörkin ;o)

Var ég búin að segja ykkur að ég er komin með dökkfjólublátt hár með rauðum glampa? Mér finnst það horror en öllum öðrum virðist finnast þetta flott...Þið eruð öll skrítin ;o) Þetta gerist þegar maður hættir á að setja hárið sitt í hendurnar á einhverjum öðrum!

Ég er farin að halda að það séu bara svona "creepy njósnarar" sem lesi þessa síðu þar sem fólk bara kommentar ekki og held ég að þetta sé samt auðveldasta kerfið til að kommenta í ;o)

En þegar öllu er á botninn hvolft erum við þá ekki öll að njósna þegar við lesum blogg einhvers sem veit ekki af því jafnvel þó maður þekki viðkomandi?

mánudagur, 12. mars 2007

Afhverju er ég enn vakandi?

Ja, ég spyr!

Og eftir smá bið fékk ég svarið:

"Því þú vaknaðir ekki fyrr en 14:30!"

Afhverju í andsk... vaknaði ég svona seint?

Af því að ég var lítið búin að sofa tvö kvöld á undan og var í einhverju furðulegu sjálfshaturskasti á meðan ég svaf!! Man eftir að hafa vaknað nokkrum sinnum og verið mjög vonsvikin með sjálfa mig og því vildi ég ekki vakna! En svo vaknaði ég þarna klukkan 14:30 og fór að pæla afhverju ég væri svona sjúklega vonsvikin með sjálfa mig og fann ekkert svar! Þetta er alveg með því furðulegasta sem ég hef lent í!

En dagurinn var góður, eins og helgin öll :o)

Djammaði reyndar óvart bæði kvöldin....ætlaði að djamma hvorugt kvöldið...bara var allt í einu byrjuð að djamma :oþ En ótrúlega gaman og ekkert heavy djamm en miðað við hvað ég er búin að vera róleg í vetur og sérstaklega eftir áramót, þá kallast þetta djamm ;o)

Ég er að hugsa svo mikið þessa dagana en næ einhvern vegin ekki utan um það sem ég er að hugsa þannig ég kemst aldrei að neinum niðurstöðum og er ekki að fíla það! Ég vil helst alltaf hafa allt á hreinu, þó ég missi mig stundum, og ég bara er ekki að nenna þessu non-sensi! Það er nóg komið af því í lífi mínu!

Ég er líka orðin rosalega leið á því að búa ein! Bjó ein í litlu herbergi í fyrra en svo bjuggum við Hjalti saman í sumar en svo er ég aftur í vetur búin að vera ein...og ég bara meika það eiginlega ekki lengur! En Fanney systir flytur til mín í vor og þá lyftist nú kannski á manni brúnin ;o) Fólk sem býr eitt og hefur gert það lengi eru hetjur í mínum augum!

En núna er brúnin farin að þyngjast...en maginn líka farinn að hrópa...þannig ég ætla að gera eitthvað í öðru hvoru málinu...!

Nighty-night!

miðvikudagur, 7. mars 2007

AAAAAAAAHHHHHRRRRRRRG!

Ég er að verða vitlaus á röddinni minni þessa vikuna! Alla þessa viku geri ég ekkert annað en að pressa og pressa og hálsinn á mér! Ó, grey hálsinn minn! Hef aldrei fengið svona illt í vöðvana í hálsinum af því að syngja!!! Hvað er í gangi??? Og ef ég reyni að slaka á og einbeita mér og finna hvað ég er að gera vitlaust þá bara verður þetta verra!

Eins og hún var nú þokkaleg í seinustu viku!

Hún er reyndar að breytast, já eða opnast meira þessa dagana og stundum veit ég ekkert hvar ég hef hana. Þarf kannski bara að venjast þessum breytingum...!

Svava nuddari sagði að ég ætti að fara í huganum á stað þar sem mér liði best og væri fullkomlega frjáls og með hjartað opið...já að ég ætti að fara þangað þegar ég væri að syngja. En það er ekkert grín! Maður verður að pæla í svo mörgu á meðan maður er að syngja...já, svona allavega á meðan maður kann ekki lagið aftur á bak og áfram...en þá get ég alveg gleymt mér í söngnum og þá virðist allt koma rétt!

En kennararnir vilja að þetta flæði um leið og maður les lagið eiginlega bara í fyrsta sinn!

Pressa!

Og það eru æfingabúðir hjá Óperukórnum um helgina :o/ Verð að gera eitthvað í þessu raddvandamáli fyrir það :o/

Voðalega er Bryn Terfel sveittur! Er að horfa á Don Giovanni og það drýpur svoleiðis af manninum sem gerir Don Giovanni bara enn ógeðslegri en hann er!!!

Þegar ég keyrði norður og suður aftur var ég á með tónlist á fullu, eins og alltaf þegar ég keyri ein, og einn diskurinn sem ég var að hlusta á var diksur með Mozart aríum með Renée Fleming. Aría númer 3 byrjaði og vakti hún strax áhuga...svo hélt hún áfram og varð bara magnaðri og magnaðri með hverri sekúndunni! Ég fór að pæla í hvaða aría þetta gæti verið, því persónulega finnst mér ekki vera varið í margar sópran-aríur (væri t.d. miklu frekar til í að vera bassi, en hei!) Svo kíkti ég á lagalistann aftan á disknum og var þetta þá ekki bara aría úr Brottnáminu úr kvennabúrinu!!! Þegar ég fór á það í Íslensku Óperunni í vetur fannst mér eiginlega ekkert varið í þessar aríur þarna hjá konunum, en þessi er mögnuð í flutningi Renée! Ótrúlegt hvað það getur skipt máli hver er flytjandinn!

Vá, mér líður eins og einhver haldi utan um hálsinn á mér og sé að reyna að kæfa mig hægt og rólega! Kannast einhver þarna úti við þetta?

mánudagur, 5. mars 2007

Ég er alltaf að gleyma að setja haus á bloggin!

Ég er enn að drepast úr þreytu í dag, enda asnaðist ég til þess að vera hjá mömmu og Gulla til miðnættis í gær! Kjánabjáni! Vaknaði svo klukkan sjö í morgun (alveg hreint ótrúlegt að það skuli hafa tekist!) og fór í Rope Yoga með mömmu, Elínu (dóttir Gulla) og Eddu (vinkonu mömmu) og shit hvað það er gott! Var svo þreytt að ég var að sofna allan tímann en samt að púla og kviðurinn er alveg á fullu að vinna úr þessu öllu núna! Verð kominn með svaka sixpack eftir sumarið ;o) Og svo slökun...ég elska slökun!

Ég get tekið annað fólk í slökun en ég get ekki tekið sjálfa mig í slökun...Það verður alltaf einhver annar að blaðra á meðan...enda getur maður líklegast ekkert slakað á ef maður er á fullu að hugsa sjálfur ;oþ

Er að gera upp við mig hvað ég eigi að fara að gera núna...Verð að æfa 6 lög í dag en það er líka rosalega freistandi að leggja sig smá...! Tricky, very tricky!

Hitti Hjalta aðeins í gær...sárvantaði svo knús! Komumst að því að það eru eiginlega bara ár og aldir síðan við náðum að tala saman! Hann á til dæmis allt í einu bíl! Og er búinn að eiga hann í smá tíma! Óþolandi svona fólk eins og við sem höfum engann tíma til að hittast og spjalla ;o)

Kannski þess vegna sem ég hugsa svona mikið til núverandi og fyrrverandi vina þessa dagana...bara er orðin vinasvelt ;o)

Vá, held ég verði að leggja mig í hálftíma!

sunnudagur, 4. mars 2007

Ekki lesa þetta ef þér leiðast persónuleg blogg eða blogg um daginn og veginn

Skrapp heim í sveitasæluna yfir helgina. Litla sálartetrið mitt vara bara orðið alveg uppgefið á þessari geðveiki sem einkennir líf mitt um þessar mundir og ég þurfti bara að komast aðeins heim í rónna og umhyggjuna.

Lofaði systur minni um áramótin að ég myndi einhvern tíman fara með henni á Palla í Sjallanum fyrst ég fór ekki með henni þá. Og viti menn, var hann ekki bara í Sjallanum í gær! Mín var samt bara róleg og sá um að keyra. Vorum komin heim rúmlega 5 og ég lagði af stað í bæinn klukkan 9 í morgun til að ná prufum fyrir Sumaróperuna.

ÞREYEYEYEYETT!!!!

Prufan gekk vel miðað við ástand og ég er bara sátt. Tricky undirleikari!! Erum við kannski dekruð í Söngskólanum? Það eru samt rosalega fáir sem munu komast að og ég efast líka um að ég gæti verið með! Fer allt eftir því hvenær æfingar hefjast hjá þeim og hvenær Bingó verður frumsýnt. En þetta er alltaf reynsla og gott að þjálfa sig í að fara í inntökupróf.

En vá hvað ég er þreytt!

Og ég get með sanni sagt að "Gullna röddin" virkar vel!

Er bara að skrifa og hugsa, skrifa og hugsa. Ég er eiginlega alveg hætt með persónuleg blogg svona í seinni tíð. Þegar ég byrjaði að blogga og lengi framan af var ég mjög persónuleg og blaðraði allri líðan út úr mér og bara öllu! Hef minnkað þetta held ég. Skrifa núna bara hvað ég geri á daginn. Það er gott fyrir vini manns og ættingja sem búa úti á landi eða erlendis. En stundum eru það voðalega leiðinleg blogg. En það eru vælublogg líka.

Var ég búin að segja ykkur að ég á að taka 6. stigið í söng í vor? Smá pressa í gangi en ég vinn víst svo vel undir pressu. Það er ekkert smá samt á einu ári, miðstig og 6. stig. En 6. stigið er nú eiginlega bara millistig í framhaldsstiginu.

Hef voða mikið verið að hugsa til vina sem hafa komið og farið, hvað þeir gáfu mér (sumsé andlega) og hvað ég gæti hafa gefið þeim. Ég sakna þeirra flestra, en svona er þetta stundum. Suma langar mig reyndar voða til að hitta og taka létt spjall, það kannski gerist bara einhvern tíman óvart :o)

Einu sinni var ungur svanur sem festi sig í neti. Einn af fiskimönnunum sá svaninn, sem barðist um í netinu. Fiskimaðurinn byrjaði að labba rólega að honum og veitti svanurinn því athygli. Þeir náðu augnsambandi og á sama augnabliki róaðist svanurinn algerlega. Fiskimaðurinn var nú komin alveg að svaninum, tók af sér hanskana og fór að gæla við hann. Svanurinn naut snertingarinnar og stóðu gælurnar yfir í nokkra stund. Þá tók fiskimaðurinn svaninn og sneri hann úr hálsliðnum.

Voðalega hoppa ég úr einu í annað núna.

Held ég ætti að fara að halda kjafti núna ;o)

föstudagur, 2. mars 2007

Skrítið blogg!

Ég er nú meiri klikkhausinn!

Og búin að komast að því að klóakið í íbúðinni sem ég bý í er ekki í lagi! Eintóm hamingja í gangi!

Annars segi ég nú bara gott :o) Fyrir utan nokkur skitin smáatriði en það er svo auðvelt að vera sama um þau, sérstaklega ef maður hefur bara heyrt þau út undan sér.

Mér hefur alltaf fundist best að vera hreinskilin en núna hef ég lært að maður á að ljúga.

Alltaf gott að læra nýja hluti :o)

Ekki halda að ég sé bitur eða að vera kaldhæðin því í þetta skipti er það ekki málið :o) Ég er bara fullkomlega ánægð :o)

Ég sakna vina minna soldið þessa dagana. Bæði nýrri og eldri vina. Það er svo á stefnuskránni fyrir næsta vetur að hafa ekki svona mikið að gera og geta sinnt vinum mínum betur. Já, og mér sjálfri!

Þetta er samt búinn að vera mjög góður vetur í að átta mig á sjálfri mér. Týndi mér nefnilega eiginlega í sumar. En er öll að koma til núna og er eiginlega bara að batna til muna, jafnvel miðað við hvar ég var áður en ég týndi mér aftur.

Ég týndist nefnilega einu sinni áður, eftir að ég útskrifaðist úr framhaldsskóla, hætti með stráknum sem ég elskaði og flutti að heiman, allt á mjög stuttum tíma...og flutti meira að segja suður í helvíti.

Mér fannst nefnilega Reykjavík vera helvíti og að hér byggju aðallega tussur og fífl! En ég hef allavega hitt á mjög fáar tussur og fífl síðan ég flutti...auðvitað lendir maður á einhverjum þannig týpum en þá bara er málið að henda þeim í ruslið...og ég hef aðallega kynnst yndislegu fólki :o)

Ég er eitthvað svo undarlega hamingjusöm í dag sem er svo klikkað að ég get ekki gert annað en að hlæja og verða bara enn þá glaðari :oD

Eins og ég segi þá er ég biluð!