þriðjudagur, 11. mars 2008

Flutt!

Ehhh já ég er flutt í bloggheimum...

...þessar hænur eru bara alltaf að vekja mig svo snemma á morgnana með gaggi!

jennzla.blog.is

Mér er ekki viðbjargandi!

mánudagur, 10. mars 2008

Góðan daginn

Ég er enn netlaus á nýja staðnum, en finnst það merkilega ágætt!

Er heima á Laugum að hafa að næs. Þetta er reyndar mjög stutt stopp en mig var bara farið að langa svo mikið að sjá fjölskylduna mína.

Spenningurinn fyrir fimmtudeginum farin að magnast upp...varla neitt annað sem kemst að hjá mér núna. Næstu dagar fara nær eingöngu í undirbúning og að gera þetta fyrir mann og annan. Ég hef ekki fundið fyrir svona miklum spenning og stressi lengi! Gaman gaman!

Búningarnir fyrir 39 og 1/2 viku komnir vel á veg og ég er líka að fá liðsauka í búningaöflunina. Reyndar nokkurra daga pása í þeim núna þar sem ég er að einbeita mér að öðru.

Líka endalaust gaman í Óperustúdíóinu! Partýjuðumst aðeins á laugardeginum og ég sigraði ávaxtaleikinn! Held að allir hafi skemmt sér mjög vel það kveld.

Fleira er ekki í fréttum.

mánudagur, 3. mars 2008

Helstið

Þá er maður orðin netlaus!

Er flutt í Hagana og líður vel þar eftir eina nótt :o) Fæ svo rúmið MITT í vikunni og þá fer allt að koma heim og saman. Komst að því að ég á viðbjóðslega hrottalega mikið af fötum, en bara það sem hékk uppi í skápnum tók 3 svarta plastpoka!

Fékk bréf í dag um hvenær ég megi mæta í inntökupróf og það er bara á fimmtudaginn í næstu viku! Var voða fegin þegar ég sá að ég ætti að mæta 14:30, en vinkona mín þarf að mæta kl. 8:15 og það hefði verið svakalegt! Er ekki alveg þessi morgunmanneskja en ég er strax byrjuð að vinna í því að breyta því...er t.d. núna í viku eða eitthvað búin að vakna um 10-leytið :o) Hef fulla trú á mér auk þess sem ég er að pæla í að reyna að fá vinnu í sumar þar sem þarf að mæta 8.00...ég held ég geti þetta alveg!

Annars er fátt að frétta...nema ég skipti um Sjeikspír...enn og aftur...en þetta er sá sem ég vildi upphaflega hafa en var of langur...en frétti síðan að maður mætti stytta þannig ég gerði það bara :o)

Svo var helgin biluð! Vann í 17 tíma á föstudeginum til 4 um nóttina og var svo mætt í óperustúdóið á laugardag kl. 10:00 og þaðan í búningapresentation hjá Hugleik og svo að æfa mig aðeins fyrir framan fólk fyrir inntökuprófið og svo vinna í Óperunni og svo aftur á Næsta til kl. 6:00 um morguninn...glaðvaknaði svo, einhverra hluta vegna, kl. 11:00 á sunnudagsmorguninn og gat ekki með nokkru móti sofnað aftur. Pakkaði öllum mínum föggum og flutti.

Og svo svaf ég yfir mig í morgun, en við Helgi vorum búin að stefna okkur saman að vinna smá í morgun. Hefði getað sofið endalaust en var í staðin mjög pródöktív og við unnum vel.

Allt að smella saman á öllum vígstöðvum!

miðvikudagur, 27. febrúar 2008

Fréttaskítur

Frekar mikið að gera þessa dagana og svo er tölvan búin að gefast upp sem er algerlega fullkomið því þá er netið ekki að trufla mig eins mikið. Kemst yfir alveg hreint endalaust mikið meira en þegar ég átti tölvu.

Er líklegast búin að fá aðra vinnu sem ég er ótrúlega sátt við. Fæ það alveg á hreint á morgun!

Þá er bara að finna sér sumarvinnu!

Búningar ganga vel
Undirbúningur gengur vel
Óperustúdíóið gengur
Skólinn jájá
Næsti fínn

Allt í svona þokkalegu orden!

Er samt farin að sjá apríl í hyllingum!

sunnudagur, 24. febrúar 2008

Interval

Jáhh ég náði að gleyma að blogga á bloggafmælinu sjálfu! Mjög vel spilað!

Er viðbjóðslega þreytt enda eeeeeeeeeeeeeendalaust margt búið að vera að gerast síðan síðast, eins og:

Setti búningaplan upp
Fann mér nýjan Spíra-mónólóg
Sá mann misþyrma húðflettum kindaskrokki allsvakalega!
Hamaðist á 6 tíma leiklistarnámskeiði
Hannaði atriði
Varð næstum því vitni að fundi eilífrar hamingju
Svaf lítið
Myrða enn eina tölvuna
Eignast stjúpsysturson
Sjá 31 pissuprufuglas með innihaldi
Vita meira um inntökuprófið
Gubba
Fara á kaffirí
Fara í hlutverk reykingarlögreglu
Finna mér leiðbeinendur

Þetta finnst mér bara nokkuð vel af sé vikið á nokkrum dögum. Er voða stolt af því hvað ég er dugleg og löt.

And the show must go on...

fimmtudagur, 21. febrúar 2008

Reality check!

Ekki svo mikið andvaka lengur....sef bara og sef!! Er ekki viss um að það sé eitthvað skárra!

Stressið er alveg að fara með mig...er búin að hringsnúast í hausnum á mér í sólarhring núna...ætla samt að reyna að setjast niður núna og skipuleggja mig alminnilega! Er búin að leyfa mér að vera bara hálfskipulögð í vetur, því ég þurfti nauðsynlega að læra að slappa af, en núna dugar það ekki lengur!

Þetta er allt að verða svo raunverulegt núna, með inntökuprófin. Hef komist að því að Shakespeare sökkar og hefur í raun litað 99% af leikritun heimsins...sem ætti samt að þýða að 99% ef leikritum heimsins sökki...en þau gera það náttúrulega ekki...og ekki heldur verkin hans Sjeika...bara hlutur kvenna...

Er að fara að hitta eina stelpu á sunnudaginn og sýna henni hvað ég er komin með og spyrja hana allra heimskulegra spurninganna sem mig vantar svör við...stresshress! Er að pæla í að kannski gera það fyrir framan einhvern sem ég þekki þá á morgun eða eitthvað...! Og ef einhver vill sjá má hann alveg láta mig bara vita ;o)

Og svo er það spurningin um atriði eða gjörning...er komin með eina hugmynd en vantar þá hjálp frá einni manneskju sem er bara mest bissí manneskja sem ég þekki þannig ég er ekkert svakalega bjartsýn á það, en það væri bara gebbað!

Ætla að tékka á sýningum hjá F&F á laugardaginn til að fá kannski smá inspírasjón...

Svo er Fanney systir farin norður í hálft ár allavega...það er pínu leiðinlegt en ég öfunda hana líka smá...merkilegt hvað það er erfitt að slíta sig frá fjölskyldunni sinni...!

Vá ég er vælukjói í dag!

Lofa að vera það ekki á morgun...og ég lofa líka bloggi á morgun (eða í nótt) því þá er eitt ár síðan ég flutti inn á þetta bloggheimili!

miðvikudagur, 20. febrúar 2008

Munnræpa í tilefni andvöku minnar

Baaaa....andvaka...!

Reyni að sofna og er víðáttuþreytt en um leið og ég loka augunum hlaðast upp hugsanir á ógnarhraða og ég næ bara ekki að vinna úr þeim öllum og þá fylla þar hraðar og hraðar upp í plássið þangað til að allt springur!

Nei, það er nú kannski ekki svo drastískt en engu að síður erfitt...er líka komin aftur með svakalega vöðvabólgu í axlirnar...

...og ég er búin að hugsa til enda hvað gæti orsakað þetta allt saman og hef komist að niðurstöðu:

Þetta er út af því ég er með ónýtan kodda. Hann er einfaldlega orðin ofnotaður. Byrjaði að nota hann aftur fyrir nokkrum nóttum því ég var orðin leið á að sofa alltaf á púða, en viti menn púðinn er bara betri!

Stefni á að finna mér alvöru rúm (ekki sófa dulbúin sem rúm) alminnilegan kodda og nýja sæng!

Stefni líka á að finna vinnu sem getur verið sveigjanleg án þess að yfirmenn og samstarfsfólk verði fúlt. Er samt ekki að fara að hætta á Næsta...vantar bara smá meiri vinnu svona fyrst maður er að fara að leigja og búa sjálfur og svona. Það er bara erfiðast í heimi að finna vinnu þegar maður veit hvernig næsta vika lítur út með vikufyrirvara.

Er farin að hafa áhyggjur af búningadæminu fyrir Hugleik. Dreymdi reyndar seinustu nótt lausnir á öllu og bara gebbaða hugmynd fyrir verkið. Því miður man ég ekki mikið af því núna. Man bara eftir einni hugmynd en ekki fyrir hvaða karakter það var.

Og er að fá hjartaáfall yfir því hvað er stutt í inntökuprófin....BRAAAAA!

Mætti galvösk á Óperustúdíóæfingu í kveld og kunni flestalla kórana...en það vantaði fólk í mezzoinn en þar sem sópranar byrja oftast að kipra saman varirnar og, einhverra hluta vegna, klemma saman lærin þegar þær eru beðnar um að syngja fyrir neðan G þá ákvað ég að skella mér í neðri rödd, eins og svo oft áður, enda þykir mér alveg óendanlega gaman að leika mér með neðra sviðið. En það þýðir að ég þurfti að læra alla kórana upp á nýtt, en þá kann ég þá bara í báðum röddum. Þýðir þá kannski líka að ég mun ekki njóta mín eins vel í þessu eða fá eitthvað mikilvægt út úr þessu raddlega séð. Oh well!

Núna er ég bara byrjuð að blaðra og blaðra.

Þegar ég var lítil náði ég að láta frænda minn borða lambaspörð með því að ljúga því að honum að þetta væru risa-krækiber. Fékk samviskubit eftir á en þetta fær mig samt til að brosa í dag. Samt ekki fallega gert.

Ég bjó líka til leikhús í kjallara vinkonu minnar sem bjó við hliðina á mér. Svo æfðum við upp leikrit, þar á meðal eitt sem mig dreymdi og skrifaði svo niður, og gáfum miða með tombóluvinningum, en við vorum mjög duglegar við að halda tombólur. Vorum með sjoppu, einn væng og læti.

Labbaði ég oft í skólann í hálftíma því ég nennti ekki í strætó.

Lék ég mér í Ráðhúsinu án þess að maður þekkti nokkurn sem ynni þar. Vorum mikið í bílakjallaranum, utan í húsinu og á fyrstu hæðinni, enda erfitt að komast nokkuð annað.

Röltum við systur oft inn á Sólon bara tvær og heilsuðum upp á lið sem við vissum að var oft þar. Vinsælust hjá okkur var Magga Vill...shit hvað við höfum verið leiðinleg börn.

Við settumst líka oft niður í barnadeildinni í Eymundsson í Austurstræti og dunduðum okkur við að lesa og lesa bækur.

Var ég alltaf með festi um hálsinn sem samanstóð af allskonar lyklakippum!!! Var samt bara með 3 lykla á þeim...!

Fór líka á námskeið í 7. bekk þar sem ég lærði að framkalla svarthvítar myndir.

Svaf alveg nokkrum sinnum yfir mig í 2.-4. bekk þó ég þyrfti ekki að mæta fyrr en hálf eitt!

Skemmtilega useless upplýsingar um barnæsku mína í tilefni af andvöku minni. Man samt ekki bestu söguna sem ég ætlaði að segja...það verður bara að hafa það!

En núna SKAL ég sofna því það er söngtími eftir 6 tíma...

mánudagur, 18. febrúar 2008

Úti í haga...

...kenndum við Nes, þar mun ég brátt búa.

Ætla að fara að leigja með henni Særúnu og líst bara vel á það. Fín staðsetning og verður gott að standa aftur á eigin fótum.

Skúbbidí!

Stressfress

Svaf mikið í nótt. Það var gott þar sem ég vakti alltof mikið um helgina!

Lenti á óvæntu smá-djammi eftir vinnu á laugardaginn með staffinu. Spiluðum heil ósköp og hlógum endalaust mikið. Mjög hressandi eftir erfiða vinnuhelgi.

Var komin með hjartað í buxurnar þar sem að það leit út fyrir að Óperustúdíóið hefði ákveðið að breyta æfingaplönum en svo var að koma í ljós núna að þetta var vitleysa. Er ógurlega fegin þar sem ég er að verða megasegastressuð út af inntökuprófunum :o/ Bara mánuður í þau kvikindi!

Svo þarf ég að flytja...pínu bögg akkúrat á þessum tímapunkti en líka voða gott. En það þýðir líka að ég þarf að fara að vinna meira og því hefði það verið mjög erfitt ef Óperústúdíóið hefði breyst, en nú lítur allt vel út :o)

Spennandi tímar framundan!

laugardagur, 16. febrúar 2008

Ósanngjarnt!

Ég kem heim eftir bilaða vakt...

...og um leið og ég er komin upp í rúm byrja pípulagningargaurarnir að bora í vegginn!!

Verður "fríhelgin" mín svona?!?!?!

föstudagur, 15. febrúar 2008

Scrambled eggs

Á frí í dag til kl. 22:00 og er því merkisdagur í dag :oD

Hef aðeins afrekað að fara í laaaaangt bað, búa til nokkuð gott salat miðað við hvað var lítið til og taka á móti nokkrum rafmagnsofnum, en það þarf víst að rífa allt ofnasystemið í öllu húsinu upp og skipta um og ég veit ekki hvað og hvað!

Þess vegna var ég skilin eftir ein heima um helgina í hitalausu húsi...I feel loved ;o)

Mér voru að berast fréttir um Varúlf í kveld...long time no seeing! Heyrist samt að þetta sé ný varúlfahjörð!

Er búin með Harry Potter og við tók þá LOTR í lengri útgáfum. Fínt að geta skroppið svona í frí frá raunveruleikanum :o) er reyndar búin að horfa líka á Fight Club í millitíðinni og komst að því að ég hef líklegast aldrei horft á hana alla...hvernig getur maður gleymt svona enda?

Var að ákveða rétt í þessu að fara til Rósu og gefa henni með mér af nautalundinni minni...hún ætlar að preppa salat og sósu með. Gaman að geta gert eitthvað smá þó maður þurfi að vinna. Svo reyndar finnst mér afskaplega gaman í vinnunni minni.

Og er að fatta loksins núna að ég hef ekkert að segja :oÞ

Allir á Næsta bar í kveld!

fimmtudagur, 14. febrúar 2008

Hæ og bæ

Þá er það búið. Fígaró giftur og skilinn. Takk og bless.

Partýuðumst pínu eftir á í skólanum og var það voða næs. Helsta umræðuefnið var samt afhverju það væru svona margir á lausu í skólanum og afhverju fólk væri ekki að draga sig meira saman innan skólans. Það komu engin svör fram svo ég viti. Þetta er samt soldið merkilegt.

Er soldið þreytt í dag og voða fegin að þetta sé búið en samt með smá söknuði í hjarta...En samt eiginlega meiri tilhlökkun fyrir næsta hausti og næstu uppsetningu.

En næst á dagskrá er það óperustúdíóið. Tækla kórana í því um helgina og mónólóg nr. 3 :o)

Ætla ekki í 7. stigið í vor. Tók þá ákvörðun alveg ein og sjálf. Langar bara að vera betur undir það búin þegar ég fer í það. Svo er margt að gerast í röddinni og öllu systeminu og ég vil að það sé búið að settlast alveg inn þegar ég fer í prófið.


En Sólveig sæta mín er komin í heimsókn.

Seeyall

þriðjudagur, 12. febrúar 2008

Þunn?

Fígaró tók á, en tókst nokkuð vel. Held að allir hafi sloppið nokkuð skammlaust frá sínu. Svakaleg og skemmtileg upplifun!

Enda er ég alveg búin á því í dag..eins og flestir sem voru í sýningunni. Fáir mættu í Deildina og helmungurinn af þeim sem mættu fóru fyrr úr tímanum til að sofa og mörgum leið eins og þeir væru þunnir, ég meðtalin. Samt á góðan hátt :o)

Er að reyna að endurskipuleggja líf mitt í augnablikinu. Held ég þurfi að sleppa einhverju þetta vorið, held ég að ég þurfi annars að gera erfðaskrá! Held ég sé komin með einn hlut sem ég sleppi og einn sem ég fresta. Þarf að tala við alla aðila sem eru málinu viðkomandi áður en ákvörðun verði tekin, en býst við að mæta miklum skilningi.

Í dag er ég líka búin að vera dugleg þrátt fyrir þunnindin. Er búin að læra einn kórpart í Cosi fan tutte og er að leggja í einn mónólóg núna fljótlega. Hef samt leyft mér smá dýfingar í Facebook og ætla seinna í kveld að velta mér upp úr kvennatímaritum og horfa svo á Harry Potter nr. 5 og er ég þá búin að ná öllum Harry Potter myndunum í röð á stuttum tíma. Einstaklega ánægjulegt :o)

Herbergið hefur hinsvegar fengið að vera í friði...og fær að vera það fram á sunnudag held ég...nema ef Mary Poppins kemur í heimsókn...aldrei að vita!

Á morgun er svo lokasýning á Fígaró. Mæli alveg með að fólk komi og kíki á þetta. Ég verð reyndar ekki með sóló á morgun þannig þið verðið bara að gera ykkur hina að góðu ;o) Nei endilega kíkið!

Hef ekkert gáfulegra að segja

Amen

mánudagur, 11. febrúar 2008

Brúðkaup

Þá er loksins komið að því!

Brúðkaup Fígarós fer fram í kveld kl. 20:00 í Langoltskirkju!

Allir að drífa sig!

sunnudagur, 10. febrúar 2008

Ertu ekki gellan þarna sem fór í júróvisjón?

Fór á 11una og þar hélt slatti af fólki að ég væri Ágústa Eva...soldið skondið

Ekki eins skondið að ég fór aðeins seinna heim en ég ætlaði!

Var samt bara nokkuð spök í kveld :o)

laugardagur, 9. febrúar 2008

Yummie Yummie Yummie

Ég er þreytt...alltof þreytt...þetta er búin að vera svakaleg törn! Allar helgar síðan í byrjun janúar og náttúrulega á virkum dögum líka og alltaf 3-5 tímar á dag upp á síðkastið. Enda er þetta að verða búið...og svo er þetta líka búið að vera mjög gaman.

Kvöldið í kvöld náði samt að láta mann slaka aðeins á og hræra upp í orkunni sem er eftir.

Halli og Heiðrún buðu mér í heimsókn þar sem við elduðum saman og horfðum svo á La vie en rose, drukkum smá rauðvín og bitum í nokkra osta og skellti Heiðrún svakalegum gúmmelaði ísrétt í skál. Nú er ég líka alltof södd en mjög ánægð með gott kvöld. Var akkúrat eitthvað svona sem mig langaði að gera :o)

Og núna ligg ég í sófanum hennar Fanneyjar, en hún er fyrir norðan, og er Harry Potter að veita mér félagsskap. Horfði á mynd nr. 1 í gær og núna er nr. 2 í gangi. Hef bara horft á þær einu sinni.

Og svo er æfing með hljómsveitinni á morgun kl. 9:00 sem er í sannleika sagt bara glæpsamleg tímasetning!

Og allir á midi.is að kaupa miða á mánudagssýninguna af Brúðkaupi Fígarós!

miðvikudagur, 6. febrúar 2008

Draumar

Núna er svona slide-show-screen-saver búinn að vera í gangi í nokkra daga í Samma og ég er búin að sjá HAUG af fötunum mínum sem ég hef ekki hugmynd um hvar eru niðurkomin núna! Giska á að ég hafi gefið þau eða selt þau...en sum þeirra er ég ekkert viss um að ég hafi losað mig við því þau voru og eru í miklu uppáhaldi (er alveg með nokkra kassa úti í bílskúr sem innihalda föt sem eru í uppáhaldi en ónotanleg nú til dags). Sum held ég að ég hafi lánað og langar að fá þau aftur. Veit ekki með flest. En ég sakna þeirra ógurlega (núna þegar búið er að minna mann á þau).

Tónleikarnir í gær tókust ágætlega. Ekkert meira um það að segja.

Fígaró gengur vel. Búningar og props alveg að klárast (bjartsýna Jenný hélt hún væri sloppin þegar hún væri búin að skila öllu af sér, en það má víst alltaf breyta og bæta).

Mig langar að fá svona 5-6 vaktir í mánuði á Næsta. Er samt ekki sú vinsælasta hjá eigandanum eftir að ég gekk út á föstudagsvaktinni minni því það var verið að leyfa reykingar (my own personal protest).

Dreymdi í nótt að Gunnar Björn og Snorri væru að gera nýja kvikmynd. Hún kallaðist Sportópía (voða frumlegt!) og fjallaði um íþróttalið (í frjálsum held ég) á óræðum tíma. Ég fékk að eiga gamlan HSÞ-jakka frá 1970 og svo voru þeir með alla HSÞ-búningana sem við notuðum í Landsmótinu þarna og haug af fleiri gömlum íþróttabúningum. Þetta er það eina sem ég man af draumnum.

Reddaði mér miða á generalinn á La Traviata í kveld. Verður voða forvitnilegt að sjá enda er maður búin að heyra smá af lýsingum á hinu og þessu og ég bara hlakka til að sjá. Svo reynir maður kannski að berjast fyrir miða á sýningu seinna meir. Er það ekki general-reglan? Kannski erfitt að framfylgja henni þegar allar sýningar eru kjaftuppseldar.

Er pínu að pæla í að leggja mig...mamma hélt mér vakandi á snatti til 3 í nótt...þó ég segði henni ótal sinnum að ég þyrfti að vera mætt upp í kirkju kl. 9:00. Ég bara fúnkera ekki ef ég fæ ekki mína 7 tíma!

mánudagur, 4. febrúar 2008

Snyrti mig og snurfusa

Sneri mér í nokkra hringi fyrir klukkutíma síðan og er enn með svima :o/

Æfingar á Brúðkaupinu á fullu og ég er búin að skila flestum búningum af mér- hægt að fá miða á midi.is en ég mæli með að fólk komi á fyrri sýninguna ;o)

Bjó mér til snyrtiborð um helgina. Setti fallegan antik-spegil á fallega litla skrifborðið mitt og nú er þetta hið fínasta snyrtiborð. Alltaf gaman að hafa fallega, stelpulega hluti inni í herberginu sínu :o) Hressir, bætir og kætir! Núna sest ég á hverju kvöldi og hverjum morgni fyrir framan snyrtiborðið og snurfusa mig. Góð byrjun og góður endir á deginum :o)

Fór á Sweeney Todd í gær með Fanney og Helga og fannst hún flott. Finnst svo gaman að Tim Burton, Frank Miller og Peter Jackson því myndirnar þeirra eru svo flottar fyrir augað!

Minnir að ég sé ekki búin að sjá neitt í leikhúsi síðan um jólin en er að fara að bæta úr því...fljótlega...erfitt að vera fátæk námsmær! Verð samt að kíkka á Útsýni fljótlega og mæli með að sem flestir geri slíkt hið sama - hugleikur.is

Hah! Nú var ég að plata fór á Fool for love um daginn...held meira að segja að ég hafi verið búin að tjá mig eitthvað um það hérna...jú er það ekki?

Langar að læra að spila á mandólín!

sunnudagur, 3. febrúar 2008

Nostalgía

Er búin að vera að sauma, laga og lita í allan dag. Bara ein svunta eftir og vestið er í litun. Á reyndar eftir að lita feldinn fjólubláan en það verður pínu maus þannig það verður bara gert á morgun.

Bakið er reyndar að verða búið eftir þessa törn. Held ég neyðist bara til að panta mér nuddtíma ;o)

Er með gömu tölvuna, a.k.a. Samuel Gaylord, í gangi því í honum er öll góða tónlistin mín (þökk sé Bóbó :o) ) og ég ákvað að setja My-pictures-screensaver í gang og er því búin að vera að sjá skot úr fortíðinni líða hjá á meðan ég sauma. Og núna skil ég loksins fólk sem talar um að framhaldsskóla árin séu þau skemmtilegustu. Hef hingað til viljað halda því fram að ég sé að upplifa mín skemmtilegustu ár núna eeeeen nei. Það sem framhaldsskólaárin hafa fram yfir þessi ár er einfaldleikinn. Lífið var frekar auðvelt þá. Enginn ætlaðist til neins af manni nema bara að ná prófum, það eina sem tilvonandi kærasti þurfti til að bera var að vera sætur, maður fékk matinn tilbúin nokkrum sinnum á dag, þurfti ekki að pæla í neinum reikningum eða skuldum, og þó svo maður kæmist kannski ekki inn á staði þá bara djammaði maður samt (og oft voru það skemmtilegri djömm en þegar maður er inni á einhverjum stöðum).

Tæknilega séð gæti ég verið að lifa eins lífi núna, það bara passar ekki. Maður er komin af stað að móta framtíðina sína enn frekar og því fylgir ábyrgð og skuldbindingar. En mikið væri ég til í að geta hoppað aðeins til baka og upplifað þetta aftur.

Svo er ég líka búin að sjá andlitum bregða fyrir á myndunum af fólki sem ég hef misst sambandið við og uppgötvaði að ég sakna margra þeirra þó nokkuð, og sé eftir sumum.

Af hverju er maður á réttum stað á röngum tíma?

föstudagur, 1. febrúar 2008

Glitský og norðurljós

Glitský í morgun

Norðurljós í kveld

Maður fyrirgefur kuldanum þegar maður sér svona skemmtilega hluti.

Svo mætir maður í vinnuna og þá á að marinera mann í sígarettureyk!!!!!

Nei takk sagði ég og fór heim.

Hefði nú í það minnsta verið hægt að tékka hvort maður sætti sig við breytt starfsumhverfi!

Þá hefðu þau allavega vitað það með meiri fyrirvara að ég gerði það ekki.

Lífið er fullt af óvæntum uppákomum.

Á harða spretti

Langar svo að kúra mig undir sæng, kveikja á kertum og góðri tónlist og leggjast í kvöldlangan dvala.

En vinnan kallar og matur hjá Arnrúnu systur og ef ekki það þá búningafiff og -framleiðsla.


Voða geta endasprettir verið gefandi...en erfiðir!

miðvikudagur, 30. janúar 2008

Good day

Dagurinn byrjaði ekki vel. Svaf yfir mig!

En svo rættist bara úr honum með hverri mínútunni!

Fín æfing, fínt hangs í nemendaherberginu og svo fékk kauppúkinn í mér ærlega útrás þar sem ég eyddi restinni af deginum í að rölta laugaveginn og nágrenni í leit að allskonar búnigakyns dóti! Fór inn í allar uppáhaldsbúðirnar og allt!

Fann reyndar pels sem mig langar í, en ég er mjög pikkí á pelsa og sá seinast pels sem mig langaði í í London febrúar 2006. Þetta gerist því ekki á hverjum degi. Bögg!

Það er drullukalt í dag. Kannski þess vegna sem mig langaði allt í einu í pels.

Hitti Elfu á miðjum Laugaveginum og kláraði hún rúntinn með mér sem var vel þegið því ég var orðin ansi frústreruð þegar ég hitti hana.

Og eins og svo oft áður þá var mest að finna í Hjálpræðishernum! Meira að segja dökkgræn garðyrkjusvunta!

Og næst er það matur hjá Kolla og Þóru og svo Hraun á Organ :o)

þriðjudagur, 29. janúar 2008

Þreytudagur

Ég er úrvinda í dag!

Las svo eina af stjörnuspánnum mínum (já ég les alltaf nokkrar og vel svo síðan þá sem mér finnst best ;oÞ) og hún sagði mér að ég væri þreytt í dag, og að reyndar væri þetta erfiður dagur fyrir alla, en ég þyrfti ekkert að kippa mér upp við það því þetta yrði bara þessi eini dagur og allir þyrftu jú einhvern tíman að hlaða batteríin.

Hresstist merkilega mikið í skapinu við þessa lesningu, en er enn þreytt...og er að pæla í að njóta þess bara smá.

Ætla að heimsækja hinn unaðslega heim kvikmyndanna í DVD-formi!!!

...eða kannski taka öll fötin mín út úr skápnum og fara yfir þau og uppgötva hvað ég á mikið af fötum svo kauppúkinn í mér róist ;o)

mánudagur, 28. janúar 2008

Hamm amm namm?

Sólveig hún á afmæli, hún er 23 ára í dag, til hamingju með afmælið, til hamingju, til hamingju með afmælið, til hamingju!

Og erum við búnar að vera að bardúsa helling saman í dag í tilefni af því :o) Góður dagur í alla staði!

Byrjaði á æfingu á Brúðkaupinu bara í næstu götu, en við erum byrjuð að æfa í Langholtskirkju. Píanóið er staðsett fyrir aftan okkur á sviðinu eins og er gjörsamlega ómögulegt að heyra í því um leið og maður er sjálfur að syngja sem gerði það að verkum að við gátum ómögulega verið jöfn píanóinu heilt lag! Svo er allt að gerast í þessum búningamálum en síminn stoppaði varla á sunnudaginn. Allir að hringja og tékka á hinu og þessu.

Svo er það bara Næsti í 3 tíma í kveld. Aron þarf að skreppa á æfingu þannig ég hoppa bara aðeina þarna inn á meðan. Það er fínt því ég þarf alveg smá aukapening!

Svo verð ég að reyna að gera eitthvað í þessum sumarfiðring sem er í mér. Er alveg að fara yfirum! Næ ekki að njóta vetursins ef ég er með sumar á heilanum!

Bara Hjálmar í græjurnar og sóllampa í plönturnar!

sunnudagur, 27. janúar 2008

Dúbbídúbbídúbbí

Í dag er veðrið í stíl við líðanina...eða allavega eins og það er í Reykjavík.

Ætla samt ekki að standa í einhverju volæðiskjaftæði...það er bara alltof leiðinlegt!

Það var kíkt út á lífið í gær með Rósu...var nokkuð skemmtilegt framan af...svo fauk eitthvað í mig og þá kom ekki annað í mál en að sturta í sig...er merkilega hress samt sem áður!

Lítur svo allt út fyrir að rólegheitatímabil sé að fara að hefjast þar sem maður verður að vera hress hverja helgi fram í miðjan apríl :o)

Á morgun byrjum við að æfa Brúðkaupið í Langholtskirkju. Það verður gaman að fara að æfa það á sýningarstaðnum og laga það að því. Svo verð ég að fara að hreinsa þessa kórtexta hjá mér! Svo held ég að við Barbarinur fáum að vita á morgun hverjar fá að syngja sóló...!

Jájá...

fimmtudagur, 24. janúar 2008

Fréttaskot

Og sólin heldur áfram að skína í mínum eigins heimi...verst hvað þessi snjór er alltaf að þvælast fyrir á bílnum mínum!

Held að það sé það eina sem ég þoli ekki við veturinn - AÐ SKAFA AF BÍLNUM!

Finnst fínt að hafa kalt, hálku, snjó, éljagang (og uppgötva nú að ég hef aldrei skrifað þetta orð, er það skrifað svona?), snjóstorm og læti, bara ef snjórinn vildi gjöra svo vel og sleppa því að fara á bílinn minn. Nei, reyndar er mér sama þó ég þurfi að sópa af bílnum, þoli bara ekki að SKAFA hann!

Fanney systir að fara í fyrsta inntökuprófið úti um helgina...er að verða stressuð fyrir hennar hönd. Finnst nógu stressandi að vera að fara í mars og bara hérna heima!

Brúðkaupið gengur vel og verður rennt yfir allt heila klabbið á morgun. Ekki er samt enn orðið ljóst hvaða Barbarinur fá lengra sóló eða á hvaða sýningu.

Er svo að fara á fyrstu æfinguna á 39 1/2 vika á eftir hjá Hugleik. Þar er maður víst búin að koma sér í stöðu búningaumsjónarmanns. Það verður gaman :o)

Og er búin að finna búninginn á Barbarinu en á eftir að gera slatta af blómum, setja blátt á jakka Cherubinos, fjólublátt á hatt Marcellinu og örugglega eitthvað fleira. Frumsýningu var líka frestað um viku því hljóðfæraleikararnir gátu ekki spilað með okkur á hinum dagsetningunum, en það er eiginlega bara alveg ágætt. Getum vel nýtt þá viku.

Mig langar á Þorrablót.

mánudagur, 21. janúar 2008

Skúbbidí!

Mig langar í útilegu, berjamó, labba upp á heiði, keyra út í buskann, bjartar nætur, mývarga, lækjanið, fuglasöng, þurrt gras, sóleyjar og fífla, áhyggjuleysi, sól, dögg á grasi, grillaðan mat, gítarglamr...mmmm

Held að næsta sumar verði gott :o)

Ég veit ég er kannski klikkuð að vera farin að hugsa um sumarið núna en það er næst á dagskránni þar sem þessi önn er eiginlega fullbókuð fram í maí!

Svona á lífið að vera :o)

Hver er memm í útilegu í sumar?

laugardagur, 19. janúar 2008

Eyru

Ég hef komist að því að ég myndi líta betur út með engin eyru...

...any tips?

fimmtudagur, 17. janúar 2008

Rolling Stone

Svona er maður nú töff!


Jejejejejejeje!!!!

;o)

Losun

Urr...mjá...voff!

Og takk fyrir það!

Vildi óskaóskaóska að það væri kominn svona 12. maí og allt væri komið á hreint og allt hefði fengið jákvæðustu niðurstöðu! Og að ég væri búin að vinna í lottói eða eitthvað álíka!

Þetta var góður dagur og allir dagar eru búnir að vera góðir...en svo fyrir svona hálftíma varð ég ill í skapinu! Er að reyna að láta það líða út úr mér núna...svona beint upp úr hausnum...!

Er búin að vera í svo góðu jafnvægi, glöð og hamingjusöm og orkumikil núna seinustu daga og ég bara neita að leyfa því að breytast!

Shit hvað mig er samt farið að langa til að taka þátt í leikriti! Verð samt að láta mér nægja þessar tvær óperur sem ég er í...og að hanna búninga...og að skipuleggja sumarið hjá Sýnum...! Það er reyndar líka voða gaman!

Finn ekki helvítis kórnóturnar mínar!!! Og ég sem ætlaði að byrja að mæta á kóræfingar aftur!! Held að ég neyðist til að hvolfa herberginu mínu í leit að þeim og taka svo vel til á eftir...

Hef annars voða lítið að segja...

þriðjudagur, 15. janúar 2008

Kryddpíurnar

Þær stóðu fyrir sínu. Mikið show og mjög absúrd lífsreynsla. Maður var komin 10 ár aftur í tíman, gróf upp gelgjuna í sér en var samt stödd á árinu 2008. Þetta kitlaði tárakirtlana aðeins því ég ímyndaði mér að ég væri aftur orðin 13 ára. Þá var þetta minn helsti draumur! Og þarna var ég! Sé sko alls ekki eftir þessu og er eiginlega enn að átta mig á þessu öllu saman! Læt hérna nokkrar myndir fylgja með sem maður náði af þeim stöllum.

Allt ætlaði um koll að keyra þegar þær tóku Wannabe!


Jájá, ein mynd af mér líka ;o) Ég fyrir utan Höllina með auglýsingarnar á bakvið!


Hérna má sjá nýja versjón af Breska-fánakjólnum sem er orðinn klassískur!


Það var skipt um föt á sviðinu og læti!


Við systur að bíða spenntar eftir því að sjóvið byrji!

Það er búið að taka agalegan tíma að koma þessu inn og tölvan mín vill ekki koma öllum myndunum fyrir á netinu...allavega ekki í dag. Þannig ég nenni ekki mikið lengur að vera í tölvunni.

Annað sem er að frétta er:
Ég er að fara að sjá um búninga í Brúðkaupi Fígarós hjá Söngskólanum, en þar syng ég líka hlutverk Barbarinu eins og svo oft hefur komið fram.
Er líka að fara að sjá um búninga í 39 og 1/2 vika hjá Hugleik en gaf ekki kost á mér í leik þar því ég mun bara verða og bissí til þess.
Er að verða búin að læra öll lög sem ég ætla að hafa á 7. stigs lista og það er nýtt því oftast hafa verið svona 2-3 lög á lista hjá mér sem ég bara kann ekki!
Er svo byrjuð að undirbúa lög fyrir nemendatónleika sem verða 5. febrúar.
Er glöð og ánægð og jafnvel farin að finna fyrir hamingjunni minni aftur :o)

Spice up your life!

fimmtudagur, 10. janúar 2008

Þrítugir og þvottur

Doddi vinur minn jók brosprósentur vikunnar um helming þegar hann sagði mér frá því hvað kom fyrir hann í dag.

Doddi er þrítugur, tveggja barna faðir sem býr með sambýliskonu sinni í úthverfi í Reykjavík. Hann hefur góða menntun og góða stöðu í vinnunni sinni. Hann ákveður að sanna fyrir konunni sinni að hann geti þvegið þvott og það sé voða auðvelt. Hann skellir í vél og þurrkara. Þegar þvotturinn er síðan tekinn út kemur í ljós að margt hefur minnkað og annað er orðið bleikt, helmingurinn ný föt konunnar.

Hvernig getur maður verið þrítugur, kominn þetta langt í lífinu en ekki þvegið þvott án þess að gera svona heimskuleg mistök?

Doddi horfðir þú aldrei á Friends? Bendi þér á að tékka á fyrstu seríunni ;o)

þriðjudagur, 8. janúar 2008

Dugnaður og leti

Í dag er ég búin að vera rosalega dugleg og líka frekar löt. Mætti í skólann á réttum tíma klukkan 9:00 í morgun á æfingu á Finale í 4. þætti í Brúðkaupinu. Æfði mig svo ein á þeim parti þannig ég held að hann ætti að vera komin á hreint núna. Heima fann ég síðan allskonar dót sem tengist þessum 4 lögum sem ég á eftir að læra alminnilega af þessum 20 sem ég þarf að hafa fyrir 7. stigs prófið, þannig ég er komin langt með þau, auk þess sem ég tók tvö af þeim og fór vel yfir laglínuna.

Þá var klukkan orðin 4 og ég ákvað að leyfa mér að hvíla mig smá og tók smá House syrpu, fyrst maður er komin með 3. seríu í hendurnar ;o) Náði að halda mér vakandi í gegnum fyrstu tvo þættina en steinsofnaði yfir þeim þriðja! Svaf í tvo tíma sem er ekki nógu gott því ég er að reyna að berjast á móti þessum svefnsjúkdómi sem allt í einu herjaði á okkur systur. Sé til hvernig fer með að sofna í kveld!

Svo er ég búin að kynna mér slatta vel kórpartana í Brúðkaupinu en á morgun er einmitt kóræfing í því dæmi.

Þannig ég er búin að vera aðeins meira dugleg en löt ;o)

Svo líður mér líka skringlega...Nenni innilega ekki að gera neitt en geri það bara samt og meira til! Mjög skrítið! Er líka að finna fyrir því aftur, frá því snemma í haust, að ég sé að fá eitthvað út úr því að vera dugleg...ekki jafn mikið og áður fyrr, en samt eitthvað.

Er til eitthvað sem heitir Workaholic Anonymous? Það er nefnilega alveg jafn alverlegt að vera vinnufíkill eins og hvers konar annar fíkill. Held samt að það sé ekki litið þannig á það. Eða hvað?

Langar rosalega mikið þessa dagana að verða aftur vinnualki! It's my weakness! Og það er nokkuð góð leið að fara til að þurfa ekki að takast á við lífið því flestum finnst maður bara rosa duglegur og allir voða stoltir af manni...annað en ef maður væri alkóhólisti, dópisti, kynlífsfíkill, matarfíkill eða eitthvað þannig...en ég ætla ekki að leyfa mér það...nema bara upp að vissu marki...eða hvað?

Er farin að leita að Pollýönnu!

sunnudagur, 6. janúar 2008

Frí

Jæja, þá er fríið loksins að klárast.

Ég hef komist að því að ég er ekkert rosa hrifin af fríum. Það virðist ekkert ganga upp í þeim. Eða kannski er það bara ég :o)

Þetta var samt fínasta jólafrí og það gerðist svo margt að mér líður eins og þetta hafi verið miklu lengur, jafnvel hálft ár.

Og núna byrjar aftur hin daglega rútína og fríið verður eftir í minningunni eins og draumur. Maður hugsar tilbaka og spyr sjálfan sig hvort þetta hafi virkilega verið raunveruleiki.

Og dagleg rútína, jibbí! Elska daglega rútínu jafn mikið og ég hata hana. Hún er nú það sem heldur mér gangandi. Skipulag og skipulag. Elska skipulag og elska að þurfa að beita mig aga til að halda því. En ég hata það líka.

Held það fari bara eftir því hvaða persóna er ríkjandi í mér þá stundina.

Margt og mikið skeð sem mig langar til að segja frá og margt sem ég hef séð, en ég bara nenni því ekki. Þetta er vandamálið við það þegar maður lætur bloggin sín snúast um það sem maður er að hugsa frekar en það sem maður er að gera :o)

Kannski stikla á stóru? Já, ætli það ekki bara:

  • Brúðkaup í gær á stjúpsystur minni. Það var svo fallegt og algerlega fullkomið. Var í fyrsta sinn gellan sem var að fara að grenja því þetta var svo fallegt. Þau eru líka bara eitt fallegasta par, á allan hátt, sem ég hef þekkt.
  • Sá Ökutíma á Ak. og var bara nokkuð sátt. Skil samt ekki alveg hræðsluna við að sýna atriðin sem hefðu átt að sjokka soldið, held það hefði hjálpað til að fá sjokkin. En fín sýning og get alveg mælt með henni.
  • Sá Jólasveininn líka á Ak. Stórkostlegur karakter en hefði kannski mátt vera þéttari. Góð fjölskylduskemmtun þar á ferð.
  • Náði ekki að sjá Íslandsklukkuna aftur þar sem ég eyddi þremur dögum á Ak. milli jóla og nýárs.
  • Átti fínasta Gamlárskveld þar sem ég, mamma og Gulli snæddum nautalundir á náttfötunum. Kíkti svo í þrjú mjög ólík partý og hitti ólíklegasta fólk, t.d. besta vin minn frá því ég var 3-6 ára eða svo.
  • Brainstormaði með Helga Rafni
  • Eignaðist nýja vini
Held að það hafi nú ekki verið fleira :o)

Ætla núna að halda áfram að skipuleggja mig og lesa handrit og svona.

Túrílú!

föstudagur, 4. janúar 2008

Sambandsfælni

Það eru bara næstum allir haldnir sambandsfælni!

Afsakanir, afsakanir...

Hvernig væri þá að fara að vinna eitthvað í því?

Hvað er það versta sem gæti komið fyrir? Hamingjan?