miðvikudagur, 22. ágúst 2007

Andvökunótt og bók

Æji, ég er andvaka!

Oftast er mér sama, því ég er frekar mikill nátthrafn, en þegar ég þarf að mæta í vinnu daginn eftir þá fer það í taugarnar á mér. Finnst erfitt að fara í gegnum daginn lítið sofin.

Þetta pirrar mig líka því ég þurfti að kljást við þetta vandamál næstum allan seinasta vetur.

Er að lesa bók núna sem er svo falleg, jafnvel þó það sé margt ófallegt í henni. Orðalagið er bara svo fallegt og svo hreinskilið sagt frá tilfinningum og hugsunum. Hef lengi ætlað að lesa þessa bók og loksins lét ég verða af því. Hún heitir Hundrað ára einsemd og hef ég heyrt svo vel af henni látið að ég varð að lesa hana. Líkist kannski soldið Heinesen.

Ég er loksins farin að sinna gömlum áhugamálum aftur, eins og að lesa bækur og horfa á bíómyndir. Líður rosalega vel með það! Var farin að sakna þeirra en ég fann aldrei eirð í mér til að horfa á mynd eða lesa bók...það var eins og mér fyndist að ég ætti að eyða tímanum í eitthvað nytsamlegra...og eins skrítið og mér finnst það þá var það þannig!

En núna ætla ég að reyna aftur að sofna...eða halda áfram að lesa.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

sæl elskan...gaman hjá okkur samt þó að morgunin hafi verið erfiður...sofnum bara snemma í kvöld ;o)...vina að við komumst heim á morgun

Nafnlaus sagði...

gaman að rekast á þig um versló, ákvað að kvitta í þetta skiptið ég er allt of löt við að kvitta fyrir mig
kveðja Petra