fimmtudagur, 22. febrúar 2007

Nú er nóg komið!

Ég hef nú ákveðið að afneita íslenskum bloggkerfum! Þau eru alltaf með vesen hvert og eitt einasta!

Því hef ég ákveðið að snúa aftur til þess kerfis er ég hóf bloggferil minn á, en með nýju nafni. Man ekki eftir því að blogger hafi nokkruntíman brugðist mér :o)

Við sjáum hvað setur ;o)

En núna sit ég heima, Don Giovanni í gangi í DVD-inu, m&m-poki nr. 2 frá því á þriðjudaginn hefur verið opnaður og ég bölva og ragna bloggkerfum heimsins í staðin fyrir að drullast til að mæta í tónlistarsögutíma! Leti, leti, eintóm leti!

Ætti líka að vera að fara yfir textann minn í Bingói...er að fara á æfingu seint í kveld og æfa viðskiptaromsusenuna með Víði...það er texti sem ég kvíði fyrir að þurfa að læra...hef ekki hugmynd um hvað það þýðir sem ég er að segja! Og þetta eru billjón löng og flókin orð úr viðskiptafræðiheiminum!!! BRA!

Ætti nú að geta fundið einhvern til að hjálpa mér að skilja þetta ;o)

En þetta mun nú örugglega verða mjög töff sena :o) Nei, bíddu..hún VERÐUR flott! Ég er bara búin að ákveða það :o)

Hei, já, var í London! Keypti haug af DVD-myndum, nokkra CD og mjög lítið af fötum svona miðað við að þetta er ég...en ég ætlaði ekki að kaupa nein föt...þá endar maður með kjól, bol, peysu, ermar, pils, 5 leggings og einar sokkabuxur...hefði verið miklu verra ef ég hefði bara ætlað að kaupa smá ;o)
Fór líka í Chappell of Bond Street og keypti fuhullt af nótum :o) Hefði getað keypt miklu meira!! En maður verður að skilja eitthvað eftir svo hægt sé að gefa manni gjafir ;o)
Mamma missti sig líka í klassísku deildinni í HMV og keypti fyrir mig nokkra diska með nokkrum mismunandi sóprönum svo ég geti kynnt mér svona hvað virkar ;o) Svo keypti hún líka nokkrar óperur á dvd og cd sem maður bara gengur í ;o) Gaf mér líka raddsögu Renée Fleming, en hún skrifaði hana sjálf og er svona raddævisaga hennar og er víst mjög hollt fyrir söngnemendur að lesa hana, og ég er bara búin með 3 kafla en ég get alveg tekið undir það! Bókin heitir The inner voice og er þetta holl lesning fyrir allar raddir!
Auðvitað var kíkt í óperuna, en við mamma vorum þær einu sem gerðum það (furðulegt!?!?!) ;o) Fórum á Il Trovatore og var þetta æði! Mezzoinn í sýningunni var klikkuð! Ég hef aldrei orðið vitni að öðru eins!!! Hún heitir Stephanie Blythe og er með fáránlega rödd! Skyggði algerlega á stjörnutenórinn sem var í hlutverki Manrico (Marcelo Álvarez) og fékk 10X betra klapp en hann!
Fór líka á Queen-showið "We will rock you" og vá hvað það var fáránlegt! Þá í bókstaflegri merkingu! Söguþráðurinn er eitt mesta crap sem ég hef séð! Hefðu fengið betri sögu frá 6 ára barni! En aðalsöngkonan var vibba góð en aðalsöngvarinn var ekki spes og réði bara alls ekki við Bohemian Rapsody! Þarf ekki að fara aftur á þessa sýningu!
Nú svo sá maður Harry Potter á sprellanum og reykja! Fór sumsé að sjá Equus. Þar var einn að leika vel og það var gaurinn sem lék sálfræðinginn (sem er sami gaur og leikur Uncle Vernon í Harry Potter) og fær Daniel Radcliffe plús fyrir að það var ekki vottur af Harry í honum, en ekki var hann samt að sýna stjörnuleik! Restin af kastinu var á mjög lágu amatörstigi í leik (sumsé amatör notað hér í neikvæðri merkingu þess orðs). Svo held ég að verkið hafi ekki elst vel, en ég ætla að kíkja á myndina svona til að vera alveg viss um það. Annars hefur þetta verið glötuð uppfærsla! Það flottasta við verkið voru hestagervin! 6 gaurar léku sumsé 6 hesta og voru með mjög flottar grímur og hófa (sem heyrðust svona hófahljóð í) og í flottri líkamsstöðu sem líkti eftir frampartinum á hesti. Very nice!
Svo var líka étið helling á kínverskum, ítölskum, indverskum stöðum og á amerískum steikarstað!
Sá líka mann hlaupa á Oxford street í engu nema netasokkabuxum og Polo-bol...tvisvar sinnum! Það var skemmtilegt!

0 ummæli: