mánudagur, 9. júlí 2007

Stiklað á steinum

Jæja, þá hefur maður aftur ekkert að gera. Ég er samt ekki jafn eirðarlaus og í gær :o)

Ætla að stikla hérna á því skemmtilega sem hefur skeð þessa dagana.

Fór á útgáfutónleikana hjá Ljótu Hálfvitunum og stemmingin var dúndur! Líka gaman að sjá þá loksins á sviði sem var nógu stórt fyrir þá ;oÞ Einir skemmtilegustu tónleikar sem ég hef farið á! Fór líka í útgáfupartýið eftir tónleikana og það var líka óendanlega skemmtilegt þó svo að Bakkus hefði alveg mátt vera fyrirferðaminni.

Fór í gærkveldi á opna æfingu á Memento Mori. Þetta var í þriðja sinn sem ég sé þessa sýningu og ég elska hana! Svo falleg sýning! Hún gerir mig hamingjusama svona eins og Amelie og Canto de Iemanja :o)

Á laugardaginn giftu mamma og Gulli sig :o) Athöfnin innhélt yfirlið, krjúp-vandamál og nokkur já og svo var farið upp í Hvalfjörð á Hótel Glym og þar vorum við með sal út af fyrir okkur þar sem við borðuðum, drukkum, glöddumst og spiluðum Trivial Pursuit til klukkan fjögur um nóttina ;o)

Svo er ég búin að hitta norðan-familíuna aðeins seinustu daga og er það og allt ofangreint það merkilegasta sem hefur verið að gerast hjá mér :o)

Er að spá í að fara að fá mér eitthvað aðeins í mallann og tebolla og fara síðan að lesa smá í The Rough Guide to Opera, svona svo maður viti eitthvað í sinn haus ;o)

Og er ég sú eina sem vill vera plönuð sem 3-4 mánuði fram í tíman?

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já....og ég hata sumarið...hata hata hata hata hata helvítis sumarið...af hverju skildi þetta vera svona...annars er þetta betra en í fyrra...og eigilega sumarið þar áður líka...en yet again er þetta erfitt út af sömu ástæðum og árunum áður...drasl...svo kemur þú heim úr vinnunni og þá fer ég í vinnuna...HEIMSKA SUMAR...en ég elska þig..þó þú sért ótrúlega skrítinnnnnn...og við þurfum að fá okkur hurð á eldhúsið..u know why