mánudagur, 3. mars 2008

Helstið

Þá er maður orðin netlaus!

Er flutt í Hagana og líður vel þar eftir eina nótt :o) Fæ svo rúmið MITT í vikunni og þá fer allt að koma heim og saman. Komst að því að ég á viðbjóðslega hrottalega mikið af fötum, en bara það sem hékk uppi í skápnum tók 3 svarta plastpoka!

Fékk bréf í dag um hvenær ég megi mæta í inntökupróf og það er bara á fimmtudaginn í næstu viku! Var voða fegin þegar ég sá að ég ætti að mæta 14:30, en vinkona mín þarf að mæta kl. 8:15 og það hefði verið svakalegt! Er ekki alveg þessi morgunmanneskja en ég er strax byrjuð að vinna í því að breyta því...er t.d. núna í viku eða eitthvað búin að vakna um 10-leytið :o) Hef fulla trú á mér auk þess sem ég er að pæla í að reyna að fá vinnu í sumar þar sem þarf að mæta 8.00...ég held ég geti þetta alveg!

Annars er fátt að frétta...nema ég skipti um Sjeikspír...enn og aftur...en þetta er sá sem ég vildi upphaflega hafa en var of langur...en frétti síðan að maður mætti stytta þannig ég gerði það bara :o)

Svo var helgin biluð! Vann í 17 tíma á föstudeginum til 4 um nóttina og var svo mætt í óperustúdóið á laugardag kl. 10:00 og þaðan í búningapresentation hjá Hugleik og svo að æfa mig aðeins fyrir framan fólk fyrir inntökuprófið og svo vinna í Óperunni og svo aftur á Næsta til kl. 6:00 um morguninn...glaðvaknaði svo, einhverra hluta vegna, kl. 11:00 á sunnudagsmorguninn og gat ekki með nokkru móti sofnað aftur. Pakkaði öllum mínum föggum og flutti.

Og svo svaf ég yfir mig í morgun, en við Helgi vorum búin að stefna okkur saman að vinna smá í morgun. Hefði getað sofið endalaust en var í staðin mjög pródöktív og við unnum vel.

Allt að smella saman á öllum vígstöðvum!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

shitt ég veit hvað þú meinar...ég sko í gær þurfti að horfa á grey's frá tvö um daginn og þanngað til ég sofnaði og svo í dag bara váááá ég held ég þurfi að gera ekkert og eitthvað....fjúff
ég gæfi ýmislegt fyrir að þurfa að gera mjög mikið...en ég nenni bara engu