fimmtudagur, 26. apríl 2007

Sorgarfréttir!

Bingó hefur nú verið sýnt sex sinnum....Og líklegast verða ekki fleiri sýningar! Kannski á mánudaginn ef aðstæður leyfa...!

Ástæðan er sú að bæjaryfirvöld í Kópavogi ætla að rífa innviði hússins og búa þar til bæjarskrifstofur. Þeir vilja líka endilega byrja NÚNA! Þeir geta ekki beðið fram til 19. maí.

Fengum þessar fréttir rétt áður en við mættum í smink í gær. Sýningin litaðist kannski aðeins af þessu. En salurinn var mjög þéttsetinn!

Og margir ætluðu að koma seinna...well það verður líklegast ekkert seinna...nema ef einhver af einskærri góðmennsku láni okkur sal sem helst er black box...það er samt frekar ólíklegt :o(

Megnið af söngskólaliðinu mætti í gær og þótti mér vænt um það. Enda lét ég Völu senda út neyðarsms á alla!

Ég ætla að fara og gráta.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Oh, en ÖMURLEGT!! Nú skammast ég mín fyrir bæinn minn...

Mig dauðlangaði að koma að sjá sýninguna og var alveg staðráðin í að koma eftir mánaðarmótin :/

Vonandi rætist eitthvað úr þessu..

kv, Elfa