laugardagur, 14. apríl 2007

Frumsýningardagur!

Jæja, þá er dagurinn loksins runnin upp! Bara nokkrir tímar í frumsýningu á verkinu Bingó!

Generallinn tókst eins vel og leyfilegt er ;o)

Svo kom pabbi óvænt í bæinn þannig það eru 99% líkur að hann komist í kvöld sem myndi gleðja mig ósegjanlega mikið því oftast er fjölskyldan mín ekki á svæðinu þegar frumsýnt er.

Annars heyrist mér að öllu að Helgi ætli að koma og Una og Sóley með henni. Já, svo var Vala systir henna Þóru í gær og þegar hún heyrði að familían mín kæmi sjaldan á frumsýningar bauðst hún strax til í að koma, enda næstum því fjölskylda...er hún ekki svilkona mín? Man ekki alveg útskýringuna.

Annars bíð ég bara eftir orði yfir stjúpmömmu stjúpu minnar...það er svo langt að segja þetta...og stjúpamma er meira konan sem er gift afa mínum...og svo vil ég fá fleiri línur í allar kannanir þar sem skýra á frá fjölskylduhögum...man í grunnskóla var maður alltaf að gera svona kannanir og línurnar fyrir upptalningu á systkinum voru alltaf helmingi og stuttar...og núna hafa 2 bræður bæst við! Eru orðin 7 í heildina :o) Vona að það verði búið að breyta þessu þegar Benni og Þói fara að taka svona kannanir.

Verð að vera mætt 15:30 út í Hjáleigu því við ætlum að renna einu sinni yfir stykkið fyrir frummara, svona fyrir tæknina...já og fyrir okkur. Fínt að hita upp með því að renna stykkinu einu sinni ;oþ

En ætla að koma mér í sturtu og svo kíkka aðeins í Koló...athuga hvort ég finni ekki eitthvað sniðugt fyrir vini mína í tilefni dagsins ;o)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

heyrðu ég kommentaði hérna í gær... evil blog devil... hann er að reyna eyða mér...oh ég samdi meira að segja fallegt enskt ljóð...poetry...oh oh oh....nú jæja en alla vega elska ég þig fallega systir og hlakka til að hitta þig um helgina og sjá bingó...bingó bangó hehe..jæja best að læra um hreyfifræði..bless bless