miðvikudagur, 30. janúar 2008

Good day

Dagurinn byrjaði ekki vel. Svaf yfir mig!

En svo rættist bara úr honum með hverri mínútunni!

Fín æfing, fínt hangs í nemendaherberginu og svo fékk kauppúkinn í mér ærlega útrás þar sem ég eyddi restinni af deginum í að rölta laugaveginn og nágrenni í leit að allskonar búnigakyns dóti! Fór inn í allar uppáhaldsbúðirnar og allt!

Fann reyndar pels sem mig langar í, en ég er mjög pikkí á pelsa og sá seinast pels sem mig langaði í í London febrúar 2006. Þetta gerist því ekki á hverjum degi. Bögg!

Það er drullukalt í dag. Kannski þess vegna sem mig langaði allt í einu í pels.

Hitti Elfu á miðjum Laugaveginum og kláraði hún rúntinn með mér sem var vel þegið því ég var orðin ansi frústreruð þegar ég hitti hana.

Og eins og svo oft áður þá var mest að finna í Hjálpræðishernum! Meira að segja dökkgræn garðyrkjusvunta!

Og næst er það matur hjá Kolla og Þóru og svo Hraun á Organ :o)

0 ummæli: