þriðjudagur, 27. mars 2007

Hitt og þetta

Jæja já!

Carmina Burana tónleikarnir gengu báðir mjög vel :o) Fyrri tónleikarnir voru kraftmeiri en seinni tónleikarnir þéttari og öruggari...Allavega fannst mér það :o) Þetta var allavega magnað!

Svo fór ég á leikæfingu í gærkveldi með Víði og Ágústu. Við vorum að æfa samrunasamningsdansinn! Og my god það tók á! Er með vott af harðsperrum í maganum núna! En hann á eftir að verða djöfulli flottur ;o) Arrrrrrrrrrriba!

Svo er það árshátíð næstu helgi! Úje! Fanney systir ætlar að koma mér mér og fer allur dagurinn í þetta stúss...nema svo þarf ég kannski að mæta á stutta leikæfingu og syngja á einum stað áður en ég fer í fyrirpartý! Missí bissí!

Á reyndar eftir að ákveða hvaða kjól ég ætla í og er mikið að pæla í að fara í einum nýjum en þá þarf ég að klára að breyta honum sem ég veit ekki alveg hvort að ég hef tíma í :o/

Svona er að vera farin að vinna á fullu! Þá hefur maður ekki tíma fyrir "hobbíin" sín!

En núna ætla ég að koma mér í sturtu og svo í söngtíma og eitthvað meira ;o)

Be good my children!

0 ummæli: