miðvikudagur, 7. mars 2007

AAAAAAAAHHHHHRRRRRRRG!

Ég er að verða vitlaus á röddinni minni þessa vikuna! Alla þessa viku geri ég ekkert annað en að pressa og pressa og hálsinn á mér! Ó, grey hálsinn minn! Hef aldrei fengið svona illt í vöðvana í hálsinum af því að syngja!!! Hvað er í gangi??? Og ef ég reyni að slaka á og einbeita mér og finna hvað ég er að gera vitlaust þá bara verður þetta verra!

Eins og hún var nú þokkaleg í seinustu viku!

Hún er reyndar að breytast, já eða opnast meira þessa dagana og stundum veit ég ekkert hvar ég hef hana. Þarf kannski bara að venjast þessum breytingum...!

Svava nuddari sagði að ég ætti að fara í huganum á stað þar sem mér liði best og væri fullkomlega frjáls og með hjartað opið...já að ég ætti að fara þangað þegar ég væri að syngja. En það er ekkert grín! Maður verður að pæla í svo mörgu á meðan maður er að syngja...já, svona allavega á meðan maður kann ekki lagið aftur á bak og áfram...en þá get ég alveg gleymt mér í söngnum og þá virðist allt koma rétt!

En kennararnir vilja að þetta flæði um leið og maður les lagið eiginlega bara í fyrsta sinn!

Pressa!

Og það eru æfingabúðir hjá Óperukórnum um helgina :o/ Verð að gera eitthvað í þessu raddvandamáli fyrir það :o/

Voðalega er Bryn Terfel sveittur! Er að horfa á Don Giovanni og það drýpur svoleiðis af manninum sem gerir Don Giovanni bara enn ógeðslegri en hann er!!!

Þegar ég keyrði norður og suður aftur var ég á með tónlist á fullu, eins og alltaf þegar ég keyri ein, og einn diskurinn sem ég var að hlusta á var diksur með Mozart aríum með Renée Fleming. Aría númer 3 byrjaði og vakti hún strax áhuga...svo hélt hún áfram og varð bara magnaðri og magnaðri með hverri sekúndunni! Ég fór að pæla í hvaða aría þetta gæti verið, því persónulega finnst mér ekki vera varið í margar sópran-aríur (væri t.d. miklu frekar til í að vera bassi, en hei!) Svo kíkti ég á lagalistann aftan á disknum og var þetta þá ekki bara aría úr Brottnáminu úr kvennabúrinu!!! Þegar ég fór á það í Íslensku Óperunni í vetur fannst mér eiginlega ekkert varið í þessar aríur þarna hjá konunum, en þessi er mögnuð í flutningi Renée! Ótrúlegt hvað það getur skipt máli hver er flytjandinn!

Vá, mér líður eins og einhver haldi utan um hálsinn á mér og sé að reyna að kæfa mig hægt og rólega! Kannast einhver þarna úti við þetta?

0 ummæli: