sunnudagur, 18. mars 2007

I'm on top of the world, looking down on creation!

Gaman að sjá eitthvað af þessum njósnurum gefa sig fram ;o)

Ég er búin að vera í tiltektaræði núna seinustu daga! Get eiginlega ekki verið heima hjá mér án þess að taka til og þrífa! Er búin að fara í gegnum allt draslið mitt og vera hrottalega grimm í að henda bara og henda! og svo er komin ansi massív flokkun ;o) Og stofan er orðin mönnum bjóðandi en hún er búin að vera notuð sem geymsla frá áramótum...en núna kúrir þar lítið sófadýr ;o) Það hefur nefnilega bæst við hérna einn heimilismeðlimur en hún Una mín er flutt til mín :o) Það er voða næs að hafa aðra manneskju hérna :o)

Svo er ég búin að skrá mig í skólann í sumar :o) jibbí! Ákvað að fara á sérnámskeiðið hjá Stephen :o) Hlakka til og er næstum því byrjuð að telja niður dagana!

En fyrst er það Bingó! Vorum að renna í dag og my oh my! Þurfum að fara að grípa þetta þéttari tökum! En margt fínt líka :o)

Uppáhaldssetningin mín þessa dagana er "ég vinn!" og ég er bara alltaf að vinna :o) Það er mjög upplífgandi :o) En ég tapaði líka soldið í gær, ekkert mikið, en bara pínu :oþ En annars er ég bara með "I'm on top of the world, looking down on creation..." á heilanum! Er svo gott að vera kátur :o) Er alveg á fljúgandi farti!

Fór í afmæli til Höllu í gær en hún varð 20 ára gömul akkúrat og einmitt í gær :o) Það var gaman, þó að manni hafi seinkað pínku, og ég, Helgi og Vala gáfum henni lag eftir mig og Helga í afmælisgjöf sem við sungum í þrem röddum :o) Og hún var svo sæt :o)

Svo var kíkt aðeins inn á Rosenberg þar sem var nú bara ættarmót í gangi og mjög gaman að hitta ættingjana, sem maður sér satt að segja allt of sjaldan!

Og svo á maður ekki að fara niður í bæ á veturnar! Raðir eru frá helvíti! En ég gat þó skemmt mér að því að sjá fólk liggja kylliflatt í hálkunni :oD

Fanney systir kíkti líka í borgina um helgina og náði maður að sjá aðeins framan í hana :o) Hlakka svo til þegar hún kemur suður fyrir fullt og allt ;o)

En núna er ég orðin yfrmáta andlaus og ætla því að reyna að læra aðeins yfir sjónvarpinu :o)

Verið jákvæð, það er léttara!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hlakka til að sjá þig í skólanum - sýnist við verða á sama námskeiði - gaman gaman