sunnudagur, 14. október 2007

Djamm og djamm ofan!

Úffff...seinustu vikur er búið að vera djamm hverja einustu helgi og oftast báða dagana! Og þá er ég ekki að meina bara svona "hei förum að djamma" heldur partý og veislur og dót sem maður þarf að mæta í! Það er búið að vera ógurlega gaman en þetta þreytir mann soldið vel! En eins og planið lítur út núna þá virðist ég ekki þurfa að mæta í neitt partý næstu helgi og það verða stífar æfingar hjá nemendaóperunni. Held þá að kvöldunum verði best varið í videogláp ;o)

Fór á föstudeginum með nemendaóperukrökkunum á Selfoss þar sem áætlað var að hrista aðeins upp í okkur og tókst það með eindæmum vel! Þeir sem mættu skemmtu sér konunglega!

Í gær var svo þrítugsafmæli hjá Steina og lögðum við mörg í púkk og gáfum honum fjársjóðskistu fulla af klinki! Mjög góð hugmynd sem ég held að Bylgja eigi heiðurinn af. Það var mjög fínt í afmælinu og fullt af fólki sem maður hitti. Svo áttum við Hjalti árs sambandsslitaafmæli sem þýddi að það er líka eitt ár síðan við Fannar prufuðum að byrja saman. Ég fékk koss á kinn frá þeim báðum í einu. Gaman að því! Um þrjúleytið var haldið niður í bæ þar sem leiðinn lá auðvitað á Kofann með örstuttu stoppi á Celtic. Maður dansaði frá sér vitið - bókstaflega!

En núna ætla ég að fara og sauma búninga á Skuggablómin, hlakka til að sjá hvernig hugmyndin mín mun koma út!

Túrílú!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þettta var frábær helgi í alla staði og frábært að fá að laumast með á Selfoss.