mánudagur, 22. október 2007

Brought to you by Technicolor!

Heimsku litir!

Ég er að lita kórbúningana...eiginlega búin að vera að því í allan dag...helmingurinn átti að vera fölgrænn...eftir fyrstu litun voru þeir GULIR!

Þá prófaði ég að setja meiri grænan lit og aðeins af gráu með...leit vel út þegar vélin byrjaði...en eftir alla rútínuna voru þeir enn GULIR!

Ég ákvað að geyma græna litinn aðeins og tók til við að lita hinn helminginn af búningunum sem áttu að vera gráir...ákvað að lita einn hvítan kjól sem ég var með sem ég ætlaði að lita svartan, en hvers vegna ekki bara að hafa hann gráan?

Gráu búningarnir komu mjög vel út...en kjóllinn var BLÁR!

Ha?

En aftur tók ég til við græna helminginn af búningunum og ákvað að setja smá grátt í viðbót og athuga hvort það yrði þá grátt með gulum undirtón.

Og útkoman varð að þeir urðu GRÁRRI en gráu búningarnir, þó að það væri 3x minna litarefni sem ég setti í!


Og núna er seinasta tilraunin í gangi og loksins virðast blessaðir búningarnir ætla að verða grænir....bara miklu miklu dekkri en þeir áttu að vera!

Í dag væri lífið einfaldara ef það væri svarthvítt!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þetta var nú meiri eldraunin... ég er ótrúlega sáttur með gærdaginn. Og búningarnir eru geðveikir :)

Unknown sagði...

takk fyrir frábæra sýningu!! ég er enn með gæsahúð.. svo falleg..

takk kærlega fyrir mig!!!