föstudagur, 19. október 2007

Persónulegt met!

Í nótt svaf ég í 15 tíma! Það er persónulegt met! Ég hefði örugglega sofið lengur ef Heiðrún hefði ekki hringt í mig og sagt mér að mæta á æfingu, en ég var orðin 2 tímum og seina á hana :o/

Þetta er búin að vera rosalega slítandi vika, en samt skemmtileg. Æfingar fyrir nemendaóperuna á fullu, enda frumsýning á miðvikudaginn! Og í frístundum mínum sauma ég búninga á liðið.

En sem sagt næsta miðvikudag frumsýnum við Skuggablóm, nýja íslenska óperu eftir Helga Rafn. Sýnt verður í Salnum í Kópavogi og bara tvær sýningar; frumsýningin á miðvikudaginn og lokasýning á fimmtudaginn kl. 20:00. Miðinn kostar ekkert og því um að gera að mæta tímanlega upp í miðasölu Salarins og tryggja sér miða. Óperan tekur ca. 45 mínútur í flutningi og er ekkert hlé.

Hlakka til að sjá þig ;o)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

jesús minn hvað smáblóm geta stundum verið ill...og skrítin...las neðra bloggið og hef dulbúið skoðanir mínar...óóó já...annars elska ég þig bara...

Nafnlaus sagði...

Poj og tu og massið þessa frumsýningu!
Skilaðu því til allra.

- Árni

Nafnlaus sagði...

hæ og takk fyrir laugardagskvöldið.. djös stuð á okkur;) kem á sýningu á fim.. hlakka til að sjá þig skvís!!