miðvikudagur, 3. október 2007

Tíminn líður hratt...

...alltof alltof alltof hratt!

Er veik í dag og það er bara nokkuð gott því ég er búin að sofa í allan dag! Vá hvað ég þurfti á því að halda! Samt vont að missa af tónheyrnartíma, óperudeildaræfingu og kóræfingu.

Og svo fékk ég miða á Spice Girls tónleikana!!! Sjibbí! Þær ákváðu að hafa aukatónleika í janúar og þann 13. janúar verðum við systur á tónleikum með þeim! Shit hvað ég hlakka til!! Langaði þetta alltaf svo þegar ég var yngri og dýrkaði þær...og mér finnst enn gaman að hlusta á þær við og við...voða stelpuleg og hress tónlist sem kemur mann alltaf í gott skap ;o)

Annars lítið að frétta. Október verður hektískur enda verið að rigga upp einni nýrri óperu á 4 vikum! Skil ekki afhverju þetta er gert svona...líklegast svo fólk þurfi ekki að missa of mikið úr vinnu, en væri ekki betra að hafa lengri æfingatíma með minna stressi? Og kannski að fá þetta viðurkennt sem háskólanám frá 6. stigi? Bara hugmynd...!

Margt smátt er næstu helgi, eða á laugardeginum. Það er einþáttungahátíð BÍL og í ár taka 6 áhugaleikfélög þátt í henni. Sýnir er með tvo, eða réttara sagt sögurnar tvær sem voru í sýningunni í sumar, og Hugleikur er með 8 minnir mig. Svo verða þarna Mosó, Freyvangur, Halaleikhópurinn og Kópavogur...minnir að það séu ekki fleiri. Nánari upplýsingar eru á leiklist.is
Ég verð að leika þar, þar sem að Una sá sér ekki fært að vera með. Er því að læra tvö hlutverk einn tveir og tíu en það er nú bara gaman. Þarf líka að sauma einn búning og redda nokkrum hlutum.

Svo á Kolli bróðir afmæli í dag! Orðinn 32 ára gamall og óska ég honum til hamingju með það!

Fann skó á myspace uppboðssíðu um daginn sem ég kolféll fyrir! Og ég bauð í þá en bjóst við að þeir myndu enda á verði í kringum 20.000 kallinn og bjóst ekki við það að fá þá, þar sem ég skít ekki peningum og á engin peningatrém, en viti menn! Ég fékk þá! Býst við að pósturinn komi með þá ekki á morgun heldur hinn! Og fuck hvað þeir eru flottir!

Föt eru að verða einskonar söfnunarthing hjá mér. Þegar ég bjó á Garðastrætinu voru allir kjólar og peysur og pils hangandi á slá við fótagaflinn hjá mér og stundum lá ég bara í rúminu og dáðist að þeim :oþ Og ég elska að skoða uppboðssíður á netinu og fara á markaði og finna eitthvað soldið einstakt :o) Nammi!

En jæja ANTM er að byrja...hasta la vista!

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá hvað ég kannast við þetta, maður getur alveg fests í þessum uppoðssíðum, stórhættulegt :p Ég hef ekki þorað að kíkja á hina einustu þennan mánuðinn, því ég á ekki krónu, og þá meina ég ekki krónu! :/ hehehe

Nafnlaus sagði...

Föt og Top Model eru málið!

Það er líka eitthvað inn að vera veikur!

Nafnlaus sagði...

haehae, leidinlegt ad tu sert aftur veik, en skornir sem tu varst ad tala u, eru tetta skornir sem tu syndir mer adur en eg for? Teddir raudu? .. Og halla! Hvernig getur TU ekki att pening? ertu haett ad vinna eda?

Nafnlaus sagði...

tessir raudu hahaha! Va hvad eg er god i ad skrifa a tolvu!:)

Nafnlaus sagði...

hehe, ég er í svona 25% vinnu, það er bara engann veginn nóg, allt sem ég var búin að spara fór í Nice ferðina í sumar :/ En er núna komin með námslán, vei ;)