mánudagur, 8. október 2007

Stundum botna ég ekkert í sjálfri mér!

Og þannig er það nú bara. En batnandi manni er best að lifa, ekki satt?

Margt smátt í gær og jesúsi minn hvað þetta var skemmtilegur dagur! Sá reyndar lítið af verkunum en held ég hafi náð flestu sem ég hafði ekki séð áður, enda var Hugleikur með meira en helminginn af atriðunum og ég var búin að sjá það allt saman áður. Hentum nokkur í eitt grímumauk í öðru holli sem tókst bara vel miðað við efni og aðstæður. Svo var kjötsúpupartýið frábært, súpan klikk góð og svo var Hraun með open mic þar sem Svavar Knútur var fjarverandi. Það var alveg ótrúlega skemmtilegt að góla í míkrafóninn og að hlusta á gólið í hinum :o) Fórum svo nokkur niður í bæ og þar var líka vibba skemmtilegt!

Svo heldur brjálæðið áfram. Núna í næstu viku verða óperudeildaræfingar á hverjum morgni frá 9-12 og líka á þriðjudagskveldið, sem er nú oftast eina fríkveldið mitt. Og ég þurfti að fá þá snilldarhugmynd að fara í upphristingsferð með óperudeildarliðið og vera yfir nótt, og það verður gert á föstudaginn og farið á Selfoss. Svo get ég aldrei setið á mér þegar mig langar að gera eitthvað og bauðst þess vegna til að sjá eitthvað um búninga í þessari blessuðu uppsetningu! Pffff...

En ég held ég fari að sofa núna svo ég drullist til að mæta einu sinni á réttum tíma á æfingu ;o)

Bíð í ofvæni eftir því að október klárist!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Tu ertu svo ofvirk gedsjuklingurinn tinn hahahaha!! Ef tu einhvern timann hefur ekki neitt ad gera held eg ad eg muni deyja ur sjokki hehe!

en tad verdur oruglega klikkad gaman um helgina.. leidinlegt ad missa af tvi:(