miðvikudagur, 6. febrúar 2008

Draumar

Núna er svona slide-show-screen-saver búinn að vera í gangi í nokkra daga í Samma og ég er búin að sjá HAUG af fötunum mínum sem ég hef ekki hugmynd um hvar eru niðurkomin núna! Giska á að ég hafi gefið þau eða selt þau...en sum þeirra er ég ekkert viss um að ég hafi losað mig við því þau voru og eru í miklu uppáhaldi (er alveg með nokkra kassa úti í bílskúr sem innihalda föt sem eru í uppáhaldi en ónotanleg nú til dags). Sum held ég að ég hafi lánað og langar að fá þau aftur. Veit ekki með flest. En ég sakna þeirra ógurlega (núna þegar búið er að minna mann á þau).

Tónleikarnir í gær tókust ágætlega. Ekkert meira um það að segja.

Fígaró gengur vel. Búningar og props alveg að klárast (bjartsýna Jenný hélt hún væri sloppin þegar hún væri búin að skila öllu af sér, en það má víst alltaf breyta og bæta).

Mig langar að fá svona 5-6 vaktir í mánuði á Næsta. Er samt ekki sú vinsælasta hjá eigandanum eftir að ég gekk út á föstudagsvaktinni minni því það var verið að leyfa reykingar (my own personal protest).

Dreymdi í nótt að Gunnar Björn og Snorri væru að gera nýja kvikmynd. Hún kallaðist Sportópía (voða frumlegt!) og fjallaði um íþróttalið (í frjálsum held ég) á óræðum tíma. Ég fékk að eiga gamlan HSÞ-jakka frá 1970 og svo voru þeir með alla HSÞ-búningana sem við notuðum í Landsmótinu þarna og haug af fleiri gömlum íþróttabúningum. Þetta er það eina sem ég man af draumnum.

Reddaði mér miða á generalinn á La Traviata í kveld. Verður voða forvitnilegt að sjá enda er maður búin að heyra smá af lýsingum á hinu og þessu og ég bara hlakka til að sjá. Svo reynir maður kannski að berjast fyrir miða á sýningu seinna meir. Er það ekki general-reglan? Kannski erfitt að framfylgja henni þegar allar sýningar eru kjaftuppseldar.

Er pínu að pæla í að leggja mig...mamma hélt mér vakandi á snatti til 3 í nótt...þó ég segði henni ótal sinnum að ég þyrfti að vera mætt upp í kirkju kl. 9:00. Ég bara fúnkera ekki ef ég fæ ekki mína 7 tíma!

1 ummæli:

Guðrún Sóley Sigurðardóttir sagði...

haha draumar eru dásamlegir!
mig dreymdi einmitt að ég hefði verið að flýja undan einhverju sem ég man ekki hvað var, og lokaðist niðri í kjallara og komst ekki út.

Spurning hvort þetta hafi verið spá fyrir daginn í dag, þar sem ég er jú einmitt föst inni og kemst ekki út...nánast í kjallaranum