miðvikudagur, 20. febrúar 2008

Munnræpa í tilefni andvöku minnar

Baaaa....andvaka...!

Reyni að sofna og er víðáttuþreytt en um leið og ég loka augunum hlaðast upp hugsanir á ógnarhraða og ég næ bara ekki að vinna úr þeim öllum og þá fylla þar hraðar og hraðar upp í plássið þangað til að allt springur!

Nei, það er nú kannski ekki svo drastískt en engu að síður erfitt...er líka komin aftur með svakalega vöðvabólgu í axlirnar...

...og ég er búin að hugsa til enda hvað gæti orsakað þetta allt saman og hef komist að niðurstöðu:

Þetta er út af því ég er með ónýtan kodda. Hann er einfaldlega orðin ofnotaður. Byrjaði að nota hann aftur fyrir nokkrum nóttum því ég var orðin leið á að sofa alltaf á púða, en viti menn púðinn er bara betri!

Stefni á að finna mér alvöru rúm (ekki sófa dulbúin sem rúm) alminnilegan kodda og nýja sæng!

Stefni líka á að finna vinnu sem getur verið sveigjanleg án þess að yfirmenn og samstarfsfólk verði fúlt. Er samt ekki að fara að hætta á Næsta...vantar bara smá meiri vinnu svona fyrst maður er að fara að leigja og búa sjálfur og svona. Það er bara erfiðast í heimi að finna vinnu þegar maður veit hvernig næsta vika lítur út með vikufyrirvara.

Er farin að hafa áhyggjur af búningadæminu fyrir Hugleik. Dreymdi reyndar seinustu nótt lausnir á öllu og bara gebbaða hugmynd fyrir verkið. Því miður man ég ekki mikið af því núna. Man bara eftir einni hugmynd en ekki fyrir hvaða karakter það var.

Og er að fá hjartaáfall yfir því hvað er stutt í inntökuprófin....BRAAAAA!

Mætti galvösk á Óperustúdíóæfingu í kveld og kunni flestalla kórana...en það vantaði fólk í mezzoinn en þar sem sópranar byrja oftast að kipra saman varirnar og, einhverra hluta vegna, klemma saman lærin þegar þær eru beðnar um að syngja fyrir neðan G þá ákvað ég að skella mér í neðri rödd, eins og svo oft áður, enda þykir mér alveg óendanlega gaman að leika mér með neðra sviðið. En það þýðir að ég þurfti að læra alla kórana upp á nýtt, en þá kann ég þá bara í báðum röddum. Þýðir þá kannski líka að ég mun ekki njóta mín eins vel í þessu eða fá eitthvað mikilvægt út úr þessu raddlega séð. Oh well!

Núna er ég bara byrjuð að blaðra og blaðra.

Þegar ég var lítil náði ég að láta frænda minn borða lambaspörð með því að ljúga því að honum að þetta væru risa-krækiber. Fékk samviskubit eftir á en þetta fær mig samt til að brosa í dag. Samt ekki fallega gert.

Ég bjó líka til leikhús í kjallara vinkonu minnar sem bjó við hliðina á mér. Svo æfðum við upp leikrit, þar á meðal eitt sem mig dreymdi og skrifaði svo niður, og gáfum miða með tombóluvinningum, en við vorum mjög duglegar við að halda tombólur. Vorum með sjoppu, einn væng og læti.

Labbaði ég oft í skólann í hálftíma því ég nennti ekki í strætó.

Lék ég mér í Ráðhúsinu án þess að maður þekkti nokkurn sem ynni þar. Vorum mikið í bílakjallaranum, utan í húsinu og á fyrstu hæðinni, enda erfitt að komast nokkuð annað.

Röltum við systur oft inn á Sólon bara tvær og heilsuðum upp á lið sem við vissum að var oft þar. Vinsælust hjá okkur var Magga Vill...shit hvað við höfum verið leiðinleg börn.

Við settumst líka oft niður í barnadeildinni í Eymundsson í Austurstræti og dunduðum okkur við að lesa og lesa bækur.

Var ég alltaf með festi um hálsinn sem samanstóð af allskonar lyklakippum!!! Var samt bara með 3 lykla á þeim...!

Fór líka á námskeið í 7. bekk þar sem ég lærði að framkalla svarthvítar myndir.

Svaf alveg nokkrum sinnum yfir mig í 2.-4. bekk þó ég þyrfti ekki að mæta fyrr en hálf eitt!

Skemmtilega useless upplýsingar um barnæsku mína í tilefni af andvöku minni. Man samt ekki bestu söguna sem ég ætlaði að segja...það verður bara að hafa það!

En núna SKAL ég sofna því það er söngtími eftir 6 tíma...

1 ummæli:

Guðrún Sóley Sigurðardóttir sagði...

Jess

ég elska munnræpur

það er svo gott að losa um og tæma sig

...okei þetta hljómaði eins og einhver væri að kúka en þú veist hvað ég meina :)

En já sjitturinn ef ég er að fara í þessi inntökupróf hahh ég er ekki búin að læra NEINN monolog og er í raun bara komin með einn

en það er bara fyndið

við taugahrúgumst þá kannski saman