þriðjudagur, 12. febrúar 2008

Þunn?

Fígaró tók á, en tókst nokkuð vel. Held að allir hafi sloppið nokkuð skammlaust frá sínu. Svakaleg og skemmtileg upplifun!

Enda er ég alveg búin á því í dag..eins og flestir sem voru í sýningunni. Fáir mættu í Deildina og helmungurinn af þeim sem mættu fóru fyrr úr tímanum til að sofa og mörgum leið eins og þeir væru þunnir, ég meðtalin. Samt á góðan hátt :o)

Er að reyna að endurskipuleggja líf mitt í augnablikinu. Held ég þurfi að sleppa einhverju þetta vorið, held ég að ég þurfi annars að gera erfðaskrá! Held ég sé komin með einn hlut sem ég sleppi og einn sem ég fresta. Þarf að tala við alla aðila sem eru málinu viðkomandi áður en ákvörðun verði tekin, en býst við að mæta miklum skilningi.

Í dag er ég líka búin að vera dugleg þrátt fyrir þunnindin. Er búin að læra einn kórpart í Cosi fan tutte og er að leggja í einn mónólóg núna fljótlega. Hef samt leyft mér smá dýfingar í Facebook og ætla seinna í kveld að velta mér upp úr kvennatímaritum og horfa svo á Harry Potter nr. 5 og er ég þá búin að ná öllum Harry Potter myndunum í röð á stuttum tíma. Einstaklega ánægjulegt :o)

Herbergið hefur hinsvegar fengið að vera í friði...og fær að vera það fram á sunnudag held ég...nema ef Mary Poppins kemur í heimsókn...aldrei að vita!

Á morgun er svo lokasýning á Fígaró. Mæli alveg með að fólk komi og kíki á þetta. Ég verð reyndar ekki með sóló á morgun þannig þið verðið bara að gera ykkur hina að góðu ;o) Nei endilega kíkið!

Hef ekkert gáfulegra að segja

Amen

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

úff.. já, þetta var sko "þynnkudagur" án áfengisneyslu!
Ég er búin að vera við það að gefast upp og fara heim að sofa í allan dag!


...en hlakka samt svakalega mikið til morgundagsins, víí :D

Elfa