fimmtudagur, 21. febrúar 2008

Reality check!

Ekki svo mikið andvaka lengur....sef bara og sef!! Er ekki viss um að það sé eitthvað skárra!

Stressið er alveg að fara með mig...er búin að hringsnúast í hausnum á mér í sólarhring núna...ætla samt að reyna að setjast niður núna og skipuleggja mig alminnilega! Er búin að leyfa mér að vera bara hálfskipulögð í vetur, því ég þurfti nauðsynlega að læra að slappa af, en núna dugar það ekki lengur!

Þetta er allt að verða svo raunverulegt núna, með inntökuprófin. Hef komist að því að Shakespeare sökkar og hefur í raun litað 99% af leikritun heimsins...sem ætti samt að þýða að 99% ef leikritum heimsins sökki...en þau gera það náttúrulega ekki...og ekki heldur verkin hans Sjeika...bara hlutur kvenna...

Er að fara að hitta eina stelpu á sunnudaginn og sýna henni hvað ég er komin með og spyrja hana allra heimskulegra spurninganna sem mig vantar svör við...stresshress! Er að pæla í að kannski gera það fyrir framan einhvern sem ég þekki þá á morgun eða eitthvað...! Og ef einhver vill sjá má hann alveg láta mig bara vita ;o)

Og svo er það spurningin um atriði eða gjörning...er komin með eina hugmynd en vantar þá hjálp frá einni manneskju sem er bara mest bissí manneskja sem ég þekki þannig ég er ekkert svakalega bjartsýn á það, en það væri bara gebbað!

Ætla að tékka á sýningum hjá F&F á laugardaginn til að fá kannski smá inspírasjón...

Svo er Fanney systir farin norður í hálft ár allavega...það er pínu leiðinlegt en ég öfunda hana líka smá...merkilegt hvað það er erfitt að slíta sig frá fjölskyldunni sinni...!

Vá ég er vælukjói í dag!

Lofa að vera það ekki á morgun...og ég lofa líka bloggi á morgun (eða í nótt) því þá er eitt ár síðan ég flutti inn á þetta bloggheimili!

2 ummæli:

Guðrún Sóley Sigurðardóttir sagði...

hey til hamingju með afmælið!
...bloggafmælið.


og hey í sambandi við Gael..nei takk. Samband okkar hefur þróast á mjög eðlilegan og mannlegan hátt síðan þessar fjórar sekúndur áttu sér stað. Við þurfum smá tíma hvort fyrir annað, svona til að ná okkur niður á jörðina. Eftir það verður þetta dans á rósum og bleikum skýjum og ég veit ekki hvað og hvað.

En þú veist...ég get ekkert BANNAÐ þér að pota í hann..ef þú endilega vilt..en þú veist..ég er sterk :)
(hey staðfestingakódinn var naeezt..næst skiluru..næst..)a

Nafnlaus sagði...

your time is running out deary...hvar er þetta blogg sem þú lofaðir??
reyndu nú líka að setja stressið aðeins til hliðar...það er alveg vonlaust að hafa það hangandi yfir sér...þar sem það gerir ekkert gagn eníveis...en ég elska þig sykurpúði...eða púða