þriðjudagur, 27. nóvember 2007

Fjórar vikur af veikindum

Þá er maður komin með vinnu. Það er alltaf jákvætt.

Er búin að vera ósyngjandi núna í nærri 4 vikur. Það er neikvætt. Er að fara í steraöndun á morgun og ef það virkar ekki nógu vel þá á ég að hitta lækni á mánudaginn. Einhver sagði mér nú samt að steraöndunin væri last resort þannig ég er svona ekkert rosa sátt með þetta. Hefði viljað að sérfræðingur myndi fyrst kíkja á þetta.

En ég vona að ég verði komin í lag næsta miðvikudag, og helst fyrr, því þá þarf ég að syngja á tvennum tónleikum. Aðrir byrja kl. 20:00 og er ég að reyna að fá að í gegn að atriðin tvö sem ég á að syngja í þar verði fyrst svo ég geti mætt á hina tónleikana sm hefjast kl. 21:00. Erfitt þegar fólk þarf að breyta dagsetningum með svona stuttum fyrirvara.

Fór á Óperuperlurnar í ÍÓ á laugardaginn. Það var mjög skemmtilegt. Þegar söngvarar eru góðir leikarar þá komast þeir upp með fleira en ef þeir væru bara söngvarar. Þetta voru samt allt magnaðir söngvarar og áttu Diddú og Bjarni besta leikinn. Ágúst er orðinn miklu liprari á sviði, en ég man eftir því þegar ég sá hann fyrst í óperu...hann var stífari en spýta...en eins og ég segi alltaf að batna og batna og er orðinn nokkuð skemmtilegur á sviði núna. 'Otrúlega skemmtileg kveldstund í Óperunni.

Svo á sunnudagskveldið fór ég loksins á Killer Joe. Mér fannst þetta stórskemmtileg uppsetning og flottur leikur hjá liðinu. Björn fannst mér alveg óborganlegur...og hann minnti mig svo á einhvern en ég get bara ekki munað hver það er! Allavega virkilega creepy og klikk. Líka gaman að sjá Unni leika svona týpu og gerði hún það mjög vel. Maríanna Clara er gebbað góð! Held að hún eigi vinninginn í þetta skiptið. Þessi stelpa kann sko að leika! Jörundur klikkaði ekki frekar en fyrri daginn. Alltaf sama unun að horfa á manninn leika og gaman að sjá hann aftur á sviði. Held ég hafi ekki séð hann á sviði síðan hann var í Penetreitor. Þröstur Leó var líka alveg fullkominn í pabbann sem er eiginlega alger aumingi. Mæli með þessari sýningu en það eru víst bara þrjár sýningar eftir af þessu núna og er uppselt á allar.

Gaf síðan Fanney systur loksins afmælisgjöf í gær. 3. Serían af Grey's Anatomy. Það þýðir auðvitað að maður er lagstur í gláp og erum við strax búnar með 2 diska af 6 held ég. Enda fátt annað að gera þegar maður er lasinn.

En núna ætla ég að reyna að borða.

Túrílú!

0 ummæli: