laugardagur, 10. nóvember 2007

Nýtt líf, sprúðlandi af möguleikum!

Er með stíflu í nefinu sem neitar að fara og gerir það að verkum að við og við yfir daginn liggur við að ég kafni úr hori...no kidding!

Rosalega gaman að sitja í fínu mataboði og það snörlar endalaust í manni!

Dagdraumar eru æðislegir! Sérstaklega þegar maður hefur tíma til að leyfa þeim að grassera smá. Er ein heima í kveld og hef ekkert að gera og læt mig dreyma um líf fullt af hamingju og gleði, átökum og sigrum og síðast en ekki síst, fyllingu.

Er að reyna að finna búninga fyrir morgundaginn...þá er fyrsta mánaðarlega dagskrá Hugleiks í Þjóðleikhúskjallaranum - kl. 21, 1.000 kr. inn, allir að mæta - Er komin með annan búninginn. Það var líka svo auðvelt, bara bolur og buxur sem má skemma.
Hinn búningurinn er ekki eins auðveldur...er pínu týnd því karakterinn breyttist smá á seinasta rennsli og ég bara man ekki hvort búningurinn átti þá að breytast eitthvað! Shit! Annars verður þessu bara reddað með ljósum...right?

Ætti að vera í afmæli, ætti að vera að hitta Guffu, ætti að vera að æfa mig á píanóið, ætti að vera að æfa lögin mín, ætti að vera að lesa hitt og þetta, ætti að vera að skrifa fyrir jólablaðið, ætti að, ætti að, ætti að...en ég bara er ekki að nenna því akkúrat núna...!

Langar meira að segja sjúklega að sauma mér peysu og jafnvel einar buxur, en bara nenni því ekki!

Stundum er gott að vera latur...það má alveg stundum.

Er líka búin að vera svo fáránlega ofvirk í heilt ár eða svo að ég hafði ekki tíma til að átta mig á því!

En núna er ég búin að hvíla mig smá fyrir næstu hrinu sem mun allavega standa frá og með mánudeginu fram í maílok. Og mars og apríl verða hektískir! Var að taka ákvörðun sem passar ekkert rosa vel inn í tímaplanið en ég mun láta það virka.

Og aftur er lífið orðið sprúðlandi spennandi!

1 ummæli:

Unknown sagði...

hahaha! ja eg er hjartanlega sammala ter ad tad er gott ad vera latur stundum.. serstaklega fyrir super ofvirka mannesjku eins og tig sem ma eiginlega bara ekki leyfa ser ad vera lot!!!