miðvikudagur, 28. nóvember 2007

Merkur áfangi

Í dag næ ég 12 bloggfærslum í þessum mánuði. Hef aldrei bloggað oftar en 11 sinnum í mánuði hingað til...allavega ekki á þessu bloggi. Merk tímamót.

Er að reyna að halda mig heima og vona að það hjálpi til við að sigra þessi veikindi mín. Hef ekki verið að leyfa mér það. Kannski þess vegna sem ég hef bara orðið veikari og veikari. Langar samt að gera svo margt. Þarf að gera svo margt. En ég vil vera orðin sem frískust fyrir helgina því þá er margt sem ég þarf að gera, eins og að vinna, og svo er ég búin að kaupa miða á tvær leiksýningar. Og melda mig á æfingu. Verð að vera orðin frísk þá.

Enda ætla ég að láta öllum illum látum þangað til að einhver læknir drullast til að kíkja ofan í kokið á mér á morgun þegar ég fer upp á háls-, nef- og eyrnadeild! Ótrúlegt hvað þeir eru búnir að vera ragir við það! Vissi ekki að ég væri svona andfúl ;o)

Held að ég sé núna búin með 5 diska af 7 af Grey's...spurning hvað gerist þegar ég klára þá alla?!?

Urr vill einhver koma og galdra hálsinn minn í lag! Verð að geta æft mig! Maður nær bara ákveðið miklum/litlum árangri við að pikka upp laglínur og læra texta...og ég get aldrei haldið kjafti allan tíman á meðan ég reyni að æfa mig svona...

...Þess vegna er ég heima að horfa á dvd...er að athuga hvort minnkuð notkun á röddinni lagi þetta ekki smá...

...en í sannleika sagt þá drulluleiðist mér!

0 ummæli: