sunnudagur, 11. nóvember 2007

Þjóðleikhúskjallarinn í kveld!

Daddara! Þá er komið að þessu! Þessir tveir einþáttungar sem ég er búin að vera að æfa verða sýndir í kveld, ásamt 4 öðrum, í Þjóðleikhúskjallaranum kl. 20:30 (þá opnar húsið en sýning hefst kl. 21:00) og það kostar bara 1.000 kr. inn...nema ef þú ert skuldlaus Hugleikari þá er það aðeins ódýrara ;o)

Er búin að vera að undirbúa þetta í dag...og núna er ég öll klístruð í tómatsósu, Hersey's sírópi og mold...dammdaramm! Þetta var reyndar bara tilraun en ég vona að hún takist hjá mér...og að þurrkarinn skemmist ekki :o/

Var mjög dugleg og vaknaði aftur kl. 9:00 í morgun og var komin upp í skóla kl.10:00. Ákvað að hita upp og athuga hvað röddin segði gott...hún sagði ekki gott...í dag nær raddsvið mitt yfir 5und...Þannig ég bara hlustaði í tímanum og glósaði hjá mér.

Talaði við Elínu hans Gulla áðan og komst hún að því að þetta væri líklegast ennisholusýking einhver þannig að ég er bara að fara að sækja vikuskammtinn minn af sýklalyfjum og steraúða! Jahú! Hlakka til að fá hljóðfærið mitt aftur! Og að geta andað án hindranna aftur!

En já lítið að frétta annars...enda er þetta örugglega alveg nóg!

En fjölmennið nú í kveld...eða á þriðjudaginn...eða bara bæði!

0 ummæli: