sunnudagur, 30. desember 2007

Brjálaða veður!

Það er bara brjálað veður! Nema á Laugum. Hérna er bara smá vindur í gangi. Það ríkir nefnilega svo mikil veðursæld hérna, jájá. Man einhvern tíman þegar ég var í Litlu-Laugaskóla þá var öllum skólum í sveitunum í kring aflýst vegna veðurs em hérna á Laugum var blankalogn og skólastarf hélst óbreytt.

Ég ætlaði nú samt að vera komin suður núna. Skiptir samt litlu hvort ég fari í dag eða á morgun. Flugið mitt er í athugun kl. 6:45 í fyrramálið. Það finnst mér reyndar svakalegur tími. Þýðir að ég þarf að leggja af stað héðan upp úr 5 (ef við miðum við að vera komin hálftíma fyrir fyrirhugaðan brottfarartíma).

Það er hinsvegar soldið eins og hvirfilbylur geysi hérna á heimilinu, enda erum við núna búin að vera 7 manna fjölskylda í 3 daga. Mikið stuð í gangi ;o)

Og af því ég er föst hérna næ ég að fá buffalo wings a la pabbi í kveldmat :oÞ Það er alveg hrottalega gott!

Ætti kannski líka að pakka í kveld :o)

1 ummæli:

Guðrún Sóley Sigurðardóttir sagði...

úff ég las alveg; þegar ég var á Litla-Hrauni var blankalogn..

ha? bíddu nei..það er aldrei blankalogn þar

en svo fattaði ég...jei