mánudagur, 3. desember 2007

You're like a stinky old cheese babe!

Hef komist að því að ég get klárað lítra af Sól-appelsínusafa á mjög stuttum tíma án þess að taka eftir því. Var eitthvað að maula þrjú hafrakex og ákvað að vera með djúsinn svona til að súpa aðeins á með þeim en svo er ég næstum því búin með hann á undan kexinu. Ég elska líka þennan djús!

Mikil og menningarleg helgi að baki. Fór á Hamskiptin á laugardag og Konan áður á sunnudag. Báðar sýningarnar eru góðar.

Hamskiptin var mjög flott sýning og leikurinn var æði. Allt í einu byrjaði samt Nína Dögg að fara pínu í taugarnar á mér, veit ekki hvað það var. Ingvar var geðveikur! Líka ótrúlegt hvað Gísli Örn hefur mikið vald á líkamanum. Var eins og hann væri ekkert að hafa fyrir þessu. Maðurinn við hliðina á mér sagði "ótrúlegt" eða "djöfull er hann flinkur strákurinn" í hvert sinn sem Gísli hékk einhversstaðar eða gerði einhverjar fimleikakúnstir, og var því næstum masandi alla sýninguna ;o) Leikmyndin er líka mjög flott og ég fór næstum því að grenja í lokin. Ótrúlega falleg sýning í alla staði. Elska líkamlegt leikhús.

Konan áður var líka fín sýning. Leikurinn var kannski ekki nógu góður á öllum póstum en flestir í sýningunni stóðu sig vel. Edda Arnljóts var geheðveik! Djöfull er hún góð! Vignir stóð sig líka vel. Leikritið sjálft er líka svo gott að heildarútkoma sýningarinnar er góð. Maður varð eiginlega að taka smá tíma eftir það til að jafna sig. Mæli alveg með að fólk kíki á þessa sýningu.

Svo vann ég bæði kveldin á Næsta og var mikið stuð á laugardeginum, en þá myndaðist allt í einu röð fyrir utan því það var pakkað inni! Fólk var líka að hegða sér mjög furðulega og að gera allt allt allt sem mátti ekki gera. Mér fannst þetta samt mjög skemmtilegt kveld. Ég er kannski eitthvað skrítin en mér finnst óendanlega skemmtilegt að vera edrú innan um drukkið fólk. Fólk verður svo skrítið og fyndið í glasi, nema þegar það er með vesen.

Mætti líka á nokkrar Hjáróms- og Skuggablómsæfingar. Það gekk.

Rétt svo náði að vakna í morgun til að mæta á Brúðkaup Fígarós-æfingu. Þar átti maður gjössovel að ná upp á H svona nokkrum sinnum. Það var ekki að ganga vel enda neita raddböndin að mynda tóna fyrir ofan F með þessa sýkingu í öndunarveginum, sem er ekki nógu gott þar sem það eru tvennir tónleikar á miðvikudaginn sem ég er að fara að syngja á. LHÍ kl. 20:00 og Áskirkja kl. 21:00.

Hef líka komist að því að Hairspray-diskurinn er ágætis meðal við skammdegisþunglyndi.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

TAKK og sömuleiðis, heldurðu þú komir ekki á eitt akureyra djamm með mér síðustu helgina fyrir jól;););)????

aðhitta ykkur sólveigu finnst mér alltaf jafn æðislegt, og stundum er liðið ár frá því við hittumst, en mér finnst það alltaf jafn gaman;)

Nafnlaus sagði...

hey hó sæta pía!

ekki áttu diskinn með ne me quitte pas?? ég er alveg búin að missa mig á youtube undanfarna daga, væri dásamlegt að eiga þetta á disk...

Nafnlaus sagði...

Vá, það væri æðislegt!

er einmitt búin að vera að hlusta á það með henni ;)