sunnudagur, 30. desember 2007

Von + hræðsla = lífið

Ég er hrædd núna. Nokkrir hlutir í gangi sem hræða mig. Finnst það pínu óþægilegt, en sumt af því er líka mjög spennandi og skemmtilegt. Veit að það á allt eftir að fara vel. Þetta er bara lífið að minna aðeins á sig. Það fer allt á besta veg. Ég bara veit það. Ég vona það!

Ég nenni ekki neinu núna. Nenni ekki að vera í fríi. Nenni ekki að byrja aftur í skólanum. Nenni ekki að undirbúa mig undir inntökupróf. Mun samt gera þetta allt. Ég geri lang oftast allt sem ég þarf að gera...nema stundum.

Það er margt sem mig langar núna. Sumt af því er það sem er að hræða mig. Sumu af því nenni ég ekki þó mig langi. Það er líka skrítið að vera farin eða vera á leiðinni að gera það sem MIG langar að gera. Það hefur vantað það í suma hluta af lífi mínu hingað til.

Er svo mikið að passa mig við að raða öllum púslunum rétt núna. Kannski að passa mig of mikið? Ég er bara svo voðalega forvitin að sjá hver heildarmyndin verður því kassinn með myndinni utan á er týndur. Ég verð því bara að ímynda mér hvernig púslið lítur út í raun og veru. Þetta er allavega litrík mynd.

Það er skrítið að upplifa svona sterka von og mikla hræðslu bæði í einu. Það er eins og það sé rafmögnuð kúla í sálinni sem sendir við og við strauma út í allar æðar líkamans. Best er þó þegar vonin vinnur því þá skjótast milljón volt út í alla útlimi líkamans og út um fingur, tær og hnakka og skjóta manni upp í loftið og maður hringsnýst á ógnarhraða út um allt þangað til maður svífur létt til jarðar sem tekur manni opnum örmum og maður lendir í mjúkum faðmi hennar.

Skemmtilegt hvað þetta á við ALLT! - ást, markmið, vinnu, kynlíf, vináttu, fjölskyldu, mat, skwmmtun og margt fleira. Í öllu þessu leitumst við eftir því að fá vissa fullnægju.

Og þetta er í allavega annað sinn í þessum mánuði sem ég lendi í einhverri væminni hunangsleðju...er að verða svo væmin...er ekki búin að ákveða hvort mér líki við það eða ekki...

Og nýtt mer sett í fjölda blogga í einum mánuði! Skúbbidí!

Er farin að sofa og/eða bíða eftir því að síminn gefi frá sér hljóð!

1 ummæli:

Guðrún Sóley Sigurðardóttir sagði...

vá en fyndið ég var í alveg þessum sömu pælingum um daginn
..og er eiginlega enn

en trallala burt með vonleysi og ótta og inn með væntingar, spennu og vonir jájájájá