þriðjudagur, 25. desember 2007

Gleðileg Jólin!!!!

Góð jól og allt það en áður en ég fer í allt það dæmi verð ég að segja eina sögu meðan ég man eftir því:

Ég var bara rétt í þessu að koma af Facebook og þar rak ég augun í soldið á news-feedinu:

Helga Ragnarsdóttir Compared friends.
In her network, people have voted Jenný, Hanna, Jóna, and Zoe as best mother (potential).

WTF!! Fékk nett hjartaáfall! Voða fínt að fólk hafi trú á manni og allt það en visst sjokk sem fylgir þessu sérstaklega þegar maður er svona óralangt frá því að einu sinni hugsa um þetta!

Komst reyndar að því í gær þegar ég var að tala við Völu vinkonu í síman að ég ætti mögulega aldrei eftir að upplifa jól án barna. Yngsti bróðir minn er eins árs og jólagleðin verður örugglega gífurleg næstu 10 árin amk hjá honum og mun ég líkast til eyða jólunum alltaf með þeirri fjölskyldu minni...og eftir 10 ár er alveg líklegt að maður verði kominn með einn krakkalakka.................................!


Alltof mikið af börnum í þessu bloggi en ég ætlaði að skrifa meira um jólin en það verður bara að koma seinna því við erum að fara að tína til afgangana góðu á borðið :o)

Og allir í náttfötum frá Joe Boxer ;o)

0 ummæli: