fimmtudagur, 20. desember 2007

Svefnleysi og hamingja

Góður dagur í dag...byrjaði reyndar ekkert alltof vel þar sem ég þurfti að VAKNA...en eftir það varð allt betra og betra.

Svaf óþarflega stutt í nótt miðað við það að ég er í jólafríi...oftast erum við að tala um 10 tíma þá en ég held ég hafi bara náð rúmum 5 í nótt, enda var fjölskylduferð inn á Ak. þar sem ég fékk Nings sem var ekki gott og keypti mér meira hunangssjampó sem var aftur á móti gott. Svo er það bara kósíheitabað á eftir.

Er eiginlega bara nokkuð hamingjusöm. Búin að vera að leika fullt við litlu bræður mína tvo í dag sem er mjög skemmtilegt og svo var farið í spurningaleikinn góða við matarborðið. Það er að verða hefð sem á sér stað í næstum því hverjum matartíma. Leikurinn hafði nú þróast ögn síðan ég var hérna síðast þannig ég tapaði eiginlega þó ég vissi svörin því ég fór ekki eftir reglunum. En þessi leikur er smíð hans Benna bróður...hann er svo yndislega mikill njörður :o) Og Þói alger prakkari. Hann reyndar er alveg að mastera taktana við eldamennskuna. Þegar pabbi er að elda þá verður hann að fá að sjá hvað hann er að gera og fylgist grant með. Þegar hann er svo að leika sér í sínu eldhúsi þá fer hann eins að að öllu...meira segja hægt að biðja um smakk og alles! Stundum finnst mér soldið leiðinlegt að sjá þá ekki oftar.

Ætluðum til ömmu að baka sörur í kveld en það verður gert yfir daginn á morgun í staðinn. Svo eru það Óvitarnir með Fanney systur annað kveld og Stúfur á laugardaginn. Gæti jafnvel verið að maður kíki eitthvað um kveldið á Ak. Sé samt til...verð alltaf svo löt hérna :o)

Jæja, ætla að fara að lesa eða horfa á That 70's show eða eitthvað í þá áttina.

0 ummæli: